Síða 1 af 1

Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 00:40
af Drilli
Nýlega fékk ég Windows 8 product key gefins og downlodaði ég stýrikerfinu af heimasíðu Microsoft. Ég er hinsvegar í smá vandræðum núna því á þessum tíma keyrði ég windowsið á 32bit versioni, en núna er ég kominn með betri tölvu og væri til í að keyra kerfið auðvitað á 64.
Ég er búinn að prófa að downloada Windows 8 frá heimasíð Microsoft, hennti inn key og fékk downloadið í gang. Engu að síður er ég enn með 32 bit.
Spurningin er þessi: Get ég notað þennan sama product key á windows 8 64 bit, eða þarf ég að kaupa annan key fyrir það? Ef svo er, hvernig fer ég að því ég er búinn að vera að vesenast í þessu í allt kvöld.
Bestu þakkir, Andri.

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 02:16
af darkppl
finna bara win8 64 bit iso það eina sem þú þarft

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 02:28
af Drilli
Stela því semsagt á torrent síðu? Því ég finn það ekki nein staðar.

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 03:08
af darkppl
gætir reynt að nota þessa aðferð. ef þú vilt ekki 8.1 ekki exita þá kláraðu bara í gegn.
http://pureinfotech.com/2013/10/19/down ... oduct-key/

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 08:44
af AntiTrust
Lykillinn stjórnar því ekki hvort þú ert með 32 eða 64bit, uppsetningarskrárnar gera það, þ.e. þetta eru tvær ólíkar útgáfur. Ekkert að því að finna ósnert 8/8.1 x64 image á torrentsíðum og nota lykilinn þinn, ert ekki að stela neinu.

FYI: Þú þarft að gera clean install þegar þú breytir á milli.

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 09:53
af Benzmann
þú þarft að downloada .iso og boota upp frá henni og gera clean install, getur ekki uppfært úr 32bit stýrikerfi í 64bita nema gera clean install.

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 13:52
af Drilli
Get ég notað lykilinn fyrir bæði 32bit og 64bit? Skildi ekki alveg...
Clan install, þið eruð þá væntanlega bara sð tala um að formatta harðadiskinn með nýju windowsi án þess að geyma það eldra? Eða hvað?

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 14:22
af darkppl
já þú getur notað bæði fyrir 32 og 64 bit.
clean install já án þess að geyma einhvað.
eins og anti sagði þá væri örugglega best að reyna að finna ósnert wind8.

Re: Vantar hjálp við uppsettningu á Windows 8

Sent: Fim 07. Nóv 2013 20:11
af Drilli
Fann leið við þessu, takk fyrir upplýsingarnar vaktarar :Þ