Síða 1 af 2

BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 18:36
af Orri
Daginn,
Þessi uppfærsla hefur lengi legið í loftinu en nú með tilkomu BF4 held ég að ég þurfi að fara að drífa í þessu (fæ bara 20-60fps með allt í low).

Í dag er tölvan mín svona:
Örgjörvi: Intel Core 2 Quad Q6600 2,4 GHz overclocked í 3,0GHz
Móðurborð: ASUSTeK P5QL-E
RAM: 8GB DDR2 800MHz
Skjákort: AMD Radeon HD 6950 2GB
Aflgjafi: 750W Jersey Modular Edition
SSD: 120GB Mushkin Chronos
HDD: 2TB Seagate (minnir mig...)

Skjákortið er frekar nýlegt og ég hugsa að ég geti sleppt því að uppfæra það í bili, er það ekki? Þetta er aðallega örgjörvinn og vinnsluminnið sem er að bottle-necka tölvuna, ekki rétt?
Ég nota tölvuna í grafíska vinnslu (Photoshop, Illustrator, InDesign etc.), tölvuleiki (aðallega BF4), video-editing (Premiere Pro og After Effects) og svo auðvitað facebook og vaktina :megasmile
Í fljótu bragði setti ég nokkra pakka saman:

i7 4770K uppfærsla
Intel Core i7 4770K 3.5GHz 53.900 kr.
ASUS Z87-Plus 1150 32.900 kr.
G.Skill 16GB DDR3 2133Mhz 29.500 kr.
Samtals 116.300 kr.

i5 4670K uppfærsla
Intel Core i5 4670K 3.4GHz 37.900 kr.
ASUS Z87-K 1150 22.900 kr.
Kingston 8GB DDR3 2133MHz 15.900 kr.
Samtals 76.700 kr.

FX-8350 uppfærsla
AMD FX-8350 4.0GHz 33.750 kr.
ASUS M5A99X EVO 26.950 kr.
Kingston 8GB DDR3 2133MHz 15.900 kr.
Samtals 76.600 kr.

Ég veit að i7 uppfærslan væri best en hún er full dýr að mínu mati, en ég hef hana með ef allir eru sammála um að það sé klárlega þess virði að fara í hana frekar en hinar, er samt að leita að svona bang-for-the-buck.
Ég las á netinu að ASUS væru mjög solid móðurborð (betri en MSI og Gigabyte), en þó sel ég það ekki dýrara en ég keypti það, en ég ákvað að velja ASUS móðurborð í pakkana þar sem ég þurfti að velja eitthvað :)
Vitið þið um betri uppfærslu fyrir svipaðann pening eða jafnvel ódýrari?
Ef ekki, hvort mynduð þið taka i5 pakkann eða AMD pakkann og afhverju?

Fyrirfram þakkir

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 18:48
af Arnarmar96
Personulega tæki eg i5 uppfærsluna.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 19:27
af MrSparklez
Af minni reynslu eru gigabyte borð alls ekki léleg, missti einu sinni smá mountain dew á eitt slíkt, eftir smá hreinsun þá virkar það enn þá í dag. En held að þú þarft samt alls ekki að taka 10 þúsund krónum dýrara móðurborð í i7 pakkanum nema að þú vilt extra fídusa, ef þú vilt ódýrt raw performance úr i7 örgjörvanum þá ertu jafn vel settur með lítið Z87 itx móðurborð. Ég held að þú sjáir ekki neinn rosalega mikinn hraða mun á vinsluminninu sem þú valdir og á venjulegum 1600 mhz vinsluminnum. Vona að þetta hjálpar eitthvað :)

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 19:53
af Orri
@MrSparklez:
Takk fyrir hjálpina!
Prófaði að búa til svona "budget" i7 pakka með Gigabyte móðurborði og 1600MHz 8GB vinnsluminni (get alltaf bætt við öðrum 8GB seinna)

i7 uppfærsla 2
Intel Core i7 4770K 3.5GHz 53.900 kr.
Gigabyte H87M-D3H 17.860 kr.
Crucial 8GB DDR3 1600MHz 12.900 kr.
Samtals 84.660 kr.

Hvernig lítur þetta út?
Væri til í að fá fleiri álit á 2133MHz vinsluminni vs. 1600MHz vinnsluminni og einnig ábendingar um móðurborð.

@Arnarmar96:
Afhverju frekar i5 framyfir AMD örgjörvann?
Miðað við það sem ég les þá hefur i5 örlitla yfirhönd í leikjaspilun en AMD örgjörvinn sé öflugri í flest annað (myndvinnsluna og klippingu), sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 20:49
af MrSparklez
Orri skrifaði:@MrSparklez:
Takk fyrir hjálpina!
Prófaði að búa til svona "budget" i7 pakka með Gigabyte móðurborði og 1600MHz 8GB vinnsluminni (get alltaf bætt við öðrum 8GB seinna)

i7 uppfærsla 2
Intel Core i7 4770K 3.5GHz 53.900 kr.
Gigabyte H87M-D3H 17.860 kr.
Crucial 8GB DDR3 1600MHz 12.900 kr.
Samtals 84.660 kr.

Hvernig lítur þetta út?
Væri til í að fá fleiri álit á 2133MHz vinsluminni vs. 1600MHz vinnsluminni og einnig ábendingar um móðurborð.

@Arnarmar96:
Afhverju frekar i5 framyfir AMD örgjörvann?
Miðað við það sem ég les þá hefur i5 örlitla yfirhönd í leikjaspilun en AMD örgjörvinn sé öflugri í flest annað (myndvinnsluna og klippingu), sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.

Bara mjög vel, vildi samt minna þig á eitt sem ég klikkaði sjálfur á þegar ég keypti mína tölvu er að þú getur ekki yfirklukkað með H87 chipsettinu aðeins með Z87. En varðandi besta ''bang for the buck'' þá held ég að AMD sé besti kosturinn, stendur sig yfirleitt betur í leikjunum en i5 örgjörvinn og er nokkuð betri í svona proffesional multi-threaded forritum vegna fleiri kjarnanna. Annars er það satt já að i7 pakkinn sé besti kosturinn. :)

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 22:49
af Swanmark
Afhverju ertu að uppfæra örgjörvann? :o
Held að það sé skjákortið sem þú viljir uppfæra.

Required CPU (minimum semsagt) fyrir bf4 er dualcore CPU, en recommended er quad core 3GHz, sem þú ert með...
En svo er recommended 600 series nVidia eða 7000 series ATI, sem þú ert ekki með..
(Þekki lítið ATI skjákortin svo get lítið sagt um þitt kort nema að fara að skoða það sem ég nenni ekki núna :) )

Again, held að það sé skjákortið.

EDIT: Þar sem mér sýnist þú vera tilbúinn að eyða 85k þá voru GTX780 kortin að lækka um 30 þúsund fyrir viku eða svo. http://start.is/product_info.php?products_id=3777

Annars er 770 mjög fínt. 760 even.
Hérna er 770. http://start.is/product_info.php?products_id=3749

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Þri 05. Nóv 2013 23:34
af MrSparklez
Swanmark skrifaði:Afhverju ertu að uppfæra örgjörvann? :o
Held að það sé skjákortið sem þú viljir uppfæra.

Required CPU (minimum semsagt) fyrir bf4 er dualcore CPU, en recommended er quad core 3GHz, sem þú ert með...
En svo er recommended 600 series nVidia eða 7000 series ATI, sem þú ert ekki með..
(Þekki lítið ATI skjákortin svo get lítið sagt um þitt kort nema að fara að skoða það sem ég nenni ekki núna :) )

Again, held að það sé skjákortið.

EDIT: Þar sem mér sýnist þú vera tilbúinn að eyða 85k þá voru GTX780 kortin að lækka um 30 þúsund fyrir viku eða svo. http://start.is/product_info.php?products_id=3777

Annars er 770 mjög fínt. 760 even.
Hérna er 770. http://start.is/product_info.php?products_id=3749

http://forums.overclockers.co.uk/showth ... t=18401196 Ég myndi þó uppfæra :)

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 00:12
af SolidFeather
Þú vilt klárlega uppfæra úr 775, það er bara alltof slow. i5 uppfærslan í fyrsta póstinum lookar nokkuð vel.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 01:45
af Orri
@MrSparklez
Ég hugsa að það gæti verið gott að hafa möguleikann á að yfirklukka í framtíðinni til að lengja bilið milli uppfærsla (líkt og ég hef gert hingað til með Q6600).
Þar af leiðandi hugsa ég að það borgi sig að bæta við 7 þúsund krónum og fara í þetta Z87 borð, ekki satt?

Væri líka til í að sjá fleiri athugasemdir varðandi AMD örgjörvann, er svolítið spenntur fyrir honum en samt sem áður svolítið efins.

@Swanmark
Eins og MrSparklez benti á þá er minn Quad Core 3GHz örgjörvi ekki sambærilegur örgjörvunum í dag, hann er einfaldlega of gamall. Eða það myndi ég halda?

Eru menn annars á því að ég þyrfti líka að uppfæra skjákortið?
Ég hélt að AMD Radeon HD 6950 2GB væri alveg nóg fyrir BF4 og að það væri klárlega gamli góði örgjörvinn minn sem og vinnsluminnið sem væri bottle-neckið, þar sem þetta er mjög CPU heavy leikur.. Er það bara vitleysa?

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 02:09
af trausti164
Orri skrifaði:@MrSparklez
Ég hugsa að það gæti verið gott að hafa möguleikann á að yfirklukka í framtíðinni til að lengja bilið milli uppfærsla (líkt og ég hef gert hingað til með Q6600).
Þar af leiðandi hugsa ég að það borgi sig að bæta við 7 þúsund krónum og fara í þetta Z87 borð, ekki satt?

Væri líka til í að sjá fleiri athugasemdir varðandi AMD örgjörvann, er svolítið spenntur fyrir honum en samt sem áður svolítið efins.

@Swanmark
Eins og MrSparklez benti á þá er minn Quad Core 3GHz örgjörvi ekki sambærilegur örgjörvunum í dag, hann er einfaldlega of gamall. Eða það myndi ég halda?

Eru menn annars á því að ég þyrfti líka að uppfæra skjákortið?
Ég hélt að AMD Radeon HD 6950 2GB væri alveg nóg fyrir BF4 og að það væri klárlega gamli góði örgjörvinn minn sem og vinnsluminnið sem væri bottle-neckið, þar sem þetta er mjög CPU heavy leikur.. Er það bara vitleysa?

Nei þetta er bara örgjörvinn, 6950 á að geta keyrt bf4 sæmilega á med-high.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 10:34
af Squinchy
i7 mun gera góða hluti í ljósmynda og myndbands vinnslu

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 11:39
af FreyrGauti
Já, tæki i7 fyrst þú ert í svona mikilli forritavinnslu líka.
Hefði litlar áhyggjur af hvaða tegund af móðurborð þú tekur svo lengi sem það er Asus, MSI eða Gigabyte, myndi frekar passa að taka móðurborð sem býður upp á SLI ef þú myndir skipta yfir í nVidia kort síðar.

Mín tillaga:
MSI Z87-G45G 1150 ATX 4xDDR3, 3x PCIe 2/3, 6x SATA USB3 HDMI 31.990
Core i7 4770K 3.5GHz S1150 22nm 8MB 59.990
Corsair 8GB 2x4GB 1600MHz CL9 rauð vengeance 16.990
Samtals: 108.970

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 19:37
af Orri
Ég held að önnur hvor þessarra verði fyrir valinu.
Mig langar að heyra kosti og galla við báðar uppfærslunar, sérstaklega AMD uppfærsluna.
Eru allir á því að það sé þess virði að hækka sig um 16 þúsund kall og fara í i7 framyfir AMD örgjörvann?
Ég held að ég ráði ekki við að fara í dýrari uppfærslu en 90 þúsund eins og staðan er í dag.

i7 uppfærslan
Intel Core i7 4770K 3.5GHz 53.900 kr.
ASUS Z87-K 1150 22.900 kr.
Crucial 8GB DDR3 1600MHz 12.900 kr.
Samtals 89.700 kr.

eða

AMD uppfærslan
AMD FX-8350 4.0GHz 33.750 kr.
ASUS M5A99X EVO 26.950 kr.
Crucial 8GB DDR3 1600MHz 12.900 kr.
Samtals 73.600 kr.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Mið 06. Nóv 2013 22:00
af Hnykill
Ég er sjálfur með

AMD FX 8350
Gigabyte móðurborð
8GB DDR3 1600 Mhz
og AMD 7950 skjákort

ég get spilað alla leiki í botni nánast.. nota samt ekki FXAA. svo þessi AMD uppfærsla ætti að vera meira en nóg. Intel setupið pakkar samt aðeins meiri kraft, en kostar aðeins meira líka. mest spurning um hvað nægir þér í rauninni.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fim 07. Nóv 2013 00:00
af darkppl
ég myndi taka i7. þar sem það er betra yfirhöfuð held ég.
taka þetta Móðurborð í staðinn? : http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3707

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fim 07. Nóv 2013 00:11
af littli-Jake
i5 er klárlega málið. Mundi samt alveg fara í 12 gig ram.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fim 07. Nóv 2013 00:44
af darkppl
littli-Jake skrifaði:i5 er klárlega málið. Mundi samt alveg fara í 12 gig ram.

hann er líka að fara vera í video editing og fleira svo að i7 væri sterkari kostur og það er líka léttara og ódýrara að bæta við vinnsluminni heldur en að skipta yfir í einhvern öflugari örgjörfa.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fim 07. Nóv 2013 06:11
af demaNtur
darkppl skrifaði:
littli-Jake skrifaði:i5 er klárlega málið. Mundi samt alveg fara í 12 gig ram.

hann er líka að fara vera í video editing og fleira svo að i7 væri sterkari kostur og það er líka léttara og ódýrara að bæta við vinnsluminni heldur en að skipta yfir í einhvern öflugari örgjörfa.


:happy

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fim 07. Nóv 2013 07:57
af littli-Jake
darkppl skrifaði:
littli-Jake skrifaði:i5 er klárlega málið. Mundi samt alveg fara í 12 gig ram.

hann er líka að fara vera í video editing og fleira svo að i7 væri sterkari kostur og það er líka léttara og ódýrara að bæta við vinnsluminni heldur en að skipta yfir í einhvern öflugari örgjörfa.



ahhh. Las ekki svona langt í OP.

En þá er i7 eina vitið. Þó að það kosti svoltið meira borgar það sig alveg klárlega

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fös 08. Nóv 2013 00:50
af Orri
Ég hugsa að ég renni við í Start á morgun og fái mér i7 uppfærsluna sem ég talaði um í síðasta kommenti.

Hvernig er það eiginlega, þarf ég að formatta tölvuna í leiðinni? Er með löglegt Win 8.1 (þó ekki á disk) á núverandi setup.
Ef svo er, hvernig er best að fara að því? Er með SSD ef það skiptir einhverju máli (las einhversstaðar að ekki væri æskilegt að formatta SSD diska, eitthvað til í því?)..

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fös 08. Nóv 2013 03:41
af darkppl
þú þarft að formatta. er ekki viss hvernig það er gert á ssd disk.
ég notaði þessa aðferð þegar ég var að formatta mína vél en það var vesen og svo activataði ég bara með product key sem ég fékk með þegar ég keypti windowsið.
http://forum.notebookreview.com/windows ... e-key.html
og ég hefði örugglega farið í þetta hérna móðurborð. sama og í tölvulistanum nema ódýrara sem hann FreyrGauti linkaði.
http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3707

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fös 08. Nóv 2013 08:40
af audiophile
Þarft ekki einhvern svaka örgjörva í BF4. Ég er með gamlan i7 alveg stock, 8GB í minni og GTX570 og keyri BF4 mjög smooth í multiplayer á High í 1920x1080. Var reyndar að uppfæra í Win 8.1 og SSD disk og finnst muna mestu þar hvað leikurinn keyrir vel. Jafnvel betur en BF3 gerði.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fös 08. Nóv 2013 09:17
af demaNtur
darkppl skrifaði:þú þarft að formatta. er ekki viss hvernig það er gert á ssd disk.



Hann ÞARF ekki að formatta, enn sennilega betra uppá drivera að gera þannig að það hann lendi ekki í óþarfa driver-clusterfuck veseni.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Fös 08. Nóv 2013 16:09
af Orri
Get ég notað "Refresh PC" valmöguleikann í Windows 8 í staðinn fyrir að setja allt upp á nýtt?

@darkppl
Ákveð mig þegar ég kem niðureftir hvort ég fari í þetta móðurborð sem þú bendir á eða taki það sem Z87-K

@audiophile
Ég nota tölvuna mína í fleiri hluti en BF4 :) Lestu OP.

Re: BF4 Uppfærsla

Sent: Lau 09. Nóv 2013 02:38
af Orri
Jæja, þá er maður kominn með i7 4770K, ASUS Z87-K og 8GB Crucial 1600MHz vinsluminni. Gekk eins og í sögu að setja hana saman og flaug í gang.
Windows tók sér örlitla stund lengur en venjulega í að starta sér, hoppaði yfir í low-res loading í smástund (líkt og þegar hún setur upp nýja drivera eða bootar safe-mode eða álíka), þannig ég býst við að nýjir móðurborðsdriverar séu komnir í gagnið.
Er eitthvað sem mér ber að athuga til að ganga úr skugga um að allt sé ekki örugglega í góðu? Einhverjar sniðugar BIOS stillingar eða álíka? Ætti ég að smella disknum sem fylgdi móðurborðinu í tölvuna?

Annars þá keyrir BF4 núna með allt í High á 50-60fps á 64 manna server í stærstu borðunum :D
Vill nýta tækifærði og þakka öllum þeim sem hjálpuðu mér við að velja réttu hlutina :)

EDIT: Var örlítið of fljótur á mér með þennann póst, innann við 12 tíma frá síðasta ](*,) #-o
Afsakið það.