Síða 1 af 1

Vandræði með Corsair K90 lyklaborð.

Sent: Mán 21. Okt 2013 15:44
af PCMAC
Sælir strákar.

Ég er í vandræðum með lyklaborðið mitt. Málið er að það tók upp á að frjósa í gær og alveg sama hvað ég slæ á það þá birtist ekki neitt.

LED baklýsingin logar í 100% en takkinn fyrir lýsinguna á borðinu sjálfur breytir engu. Ég get þó stillt lýsinguna í hugbúnaðinum sem fylgir borðinu.

Það sem ég hef prófað:

Skipt um usb tengi.
Skipt á milli usb2 og usb3.
Tengt borðið við aðra tölvu.
Update-að firmware-ið með hugbúnaði sem hægt er að sækja fyrir borðið.
Update-að software-ið með hugbúnaði fyrir borðið.

Þetta hefur gerst áður og þá leysti það málið að upgrade-a firmware-ið. En án árangurs í þetta skiptið.

Borðið s.s hleypir rafmagni inn á sig og það má stilla baklýsinguna gegnum tölvuna, ekki á takkanum á lyklaborðinu sjálfu. Annað virkar ekki.

Einhver ráð?

Mynd