Síða 1 af 1

Tölva inná verkstæði

Sent: Fim 17. Okt 2013 19:35
af Black
Sælir

Er að fara setja tölvu inní bílaaðstöðu hjá mér og vantar einhverja lausn fyrir tölvubúnaðinn..Kem til með að setja Dell optiplex tölvu þarna og einhvern 17"skjá.Það er rykdrulla í loftinu þarna enda alltaf einhverjar bílaviðgerðir í gangi,Spurninginn er hvernig ég get búið tölvuna þannig að hún endist lengur en mánuð.Reikna með að hún myndi fyllast af drullu um leið.

Það er ein vifta og hún er fyrir örgjörvan og tekur loftið inn að framan í gegnum plast stokk,já og svo er það aflgjafinn en hann blæs reyndar loftinu út.Hver ætli sé þægilegasta lausnin fyrir mig til að reyna verja tölvuna einhvað og ánþess að steikja allt draslið ;)

[update]


Prufaði að taka viftuna úr sambandi fyrir örgjörvan,Það er kælielement.Hitinn fór úr 26° í 34° IDLE spurning hvort maður komist upp með að hafa hana viftulausa ? örgjörvinn er í 40° - 45° í vinnslu og hitinn í kassanum 33°


Mynd
Mynd

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fim 17. Okt 2013 20:10
af MatroX
við erum með svona tölvu inn á verkstæði og hún er bara stock og ekkert vesen á henni myndi ekki hafa áhyggjur af þessu

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fim 17. Okt 2013 20:14
af Arnarr
Blástu bara úr henni ~ársfresti og þú ættir að vera allgood :megasmile

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fim 17. Okt 2013 21:41
af rapport
Getur tekið filter úr pakka með ryksugupokum, klippt hann til og sett þar sem mest af loftinu kemur inn...

Bara spurning hvort að það hækki ekki hitann og skemmi þéttana, sem er það líklegasta til að drepa þessa vél hvort sem er...

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fim 17. Okt 2013 23:10
af Viktor
Minnti mig á þetta:

http://imgur.com/gallery/mfkzd

En fyrst þetta er verkstæði, er loftpressa þarna? Væri sniðugt að hreinsa hana reglulega með henni, kannski á nokkura mánaða fresti.

Getur alveg prufað að hafa hana viftulausa, en það er betra að prufa að hafa hana ekki viftulausa frekar.

Mynd

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fim 17. Okt 2013 23:21
af Black
Sallarólegur skrifaði:Minnti mig á þetta:

http://imgur.com/gallery/mfkzd

En fyrst þetta er verkstæði, er loftpressa þarna? Væri sniðugt að hreinsa hana reglulega með henni, kannski á nokkura mánaða fresti.

Getur alveg prufað að hafa hana viftulausa, en það er betra að prufa að hafa hana ekki viftulausa frekar.

Mynd


já það er loftpressa,Græja einhverja filtera á þetta það sem ég er mest hræddur um er járnsvarf frá slípirokkum og svona, en þetta kemur allt í ljós, ;) Heppilegt hvað er þægilegt aðgengi í þessum Dell kössum lítið mál að opna og flygjast með hlutunum :lol:

og ojj rykið í tölvunni á myndinni :I

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fös 18. Okt 2013 00:02
af Haflidi85
hef einhverntíman heyrt að það að klyppa sokkabuxur og setja þær við loftintökin sé ágætis ryksía, það er allavega einföld og ódýr lausn.

Re: Tölva inná verkstæði

Sent: Fös 18. Okt 2013 10:12
af dori
Járnsvarf er deadly. Það slátrar líka viftum (þó það sé bara ein, það getur síðan hækkað hitann rosalega þegar hún hættir allt í einu að virka). Gerðu eins og rapport og Hafliði benda á. Setja eitthvað sem filter á allar opnanir og svo bara blása frá þeim þegar það verður eitthvað vesen.