Tölva inná verkstæði

Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2424
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Tölva inná verkstæði

Pósturaf Black » Fim 17. Okt 2013 19:35

Sælir

Er að fara setja tölvu inní bílaaðstöðu hjá mér og vantar einhverja lausn fyrir tölvubúnaðinn..Kem til með að setja Dell optiplex tölvu þarna og einhvern 17"skjá.Það er rykdrulla í loftinu þarna enda alltaf einhverjar bílaviðgerðir í gangi,Spurninginn er hvernig ég get búið tölvuna þannig að hún endist lengur en mánuð.Reikna með að hún myndi fyllast af drullu um leið.

Það er ein vifta og hún er fyrir örgjörvan og tekur loftið inn að framan í gegnum plast stokk,já og svo er það aflgjafinn en hann blæs reyndar loftinu út.Hver ætli sé þægilegasta lausnin fyrir mig til að reyna verja tölvuna einhvað og ánþess að steikja allt draslið ;)

[update]


Prufaði að taka viftuna úr sambandi fyrir örgjörvan,Það er kælielement.Hitinn fór úr 26° í 34° IDLE spurning hvort maður komist upp með að hafa hana viftulausa ? örgjörvinn er í 40° - 45° í vinnslu og hitinn í kassanum 33°


Mynd
Mynd


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf MatroX » Fim 17. Okt 2013 20:10

við erum með svona tölvu inn á verkstæði og hún er bara stock og ekkert vesen á henni myndi ekki hafa áhyggjur af þessu


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


Arnarr
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 367
Skráði sig: Þri 12. Okt 2004 21:28
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf Arnarr » Fim 17. Okt 2013 20:14

Blástu bara úr henni ~ársfresti og þú ættir að vera allgood :megasmile



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 8736
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1403
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf rapport » Fim 17. Okt 2013 21:41

Getur tekið filter úr pakka með ryksugupokum, klippt hann til og sett þar sem mest af loftinu kemur inn...

Bara spurning hvort að það hækki ekki hitann og skemmi þéttana, sem er það líklegasta til að drepa þessa vél hvort sem er...



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6855
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 962
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf Viktor » Fim 17. Okt 2013 23:10

Minnti mig á þetta:

http://imgur.com/gallery/mfkzd

En fyrst þetta er verkstæði, er loftpressa þarna? Væri sniðugt að hreinsa hana reglulega með henni, kannski á nokkura mánaða fresti.

Getur alveg prufað að hafa hana viftulausa, en það er betra að prufa að hafa hana ekki viftulausa frekar.

Mynd


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB

Skjámynd

Höfundur
Black
Vaktari
Póstar: 2424
Skráði sig: Fös 23. Okt 2009 22:21
Reputation: 157
Staðsetning: 64°59'11.4" N & 18°35'12.0" V.
Staða: Ótengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf Black » Fim 17. Okt 2013 23:21

Sallarólegur skrifaði:Minnti mig á þetta:

http://imgur.com/gallery/mfkzd

En fyrst þetta er verkstæði, er loftpressa þarna? Væri sniðugt að hreinsa hana reglulega með henni, kannski á nokkura mánaða fresti.

Getur alveg prufað að hafa hana viftulausa, en það er betra að prufa að hafa hana ekki viftulausa frekar.

Mynd


já það er loftpressa,Græja einhverja filtera á þetta það sem ég er mest hræddur um er járnsvarf frá slípirokkum og svona, en þetta kemur allt í ljós, ;) Heppilegt hvað er þægilegt aðgengi í þessum Dell kössum lítið mál að opna og flygjast með hlutunum :lol:

og ojj rykið í tölvunni á myndinni :I


CPU:i9 10900k | MB:Asus Z490 A-Pro | GPU:3080ti | RAM: 64gb Corsair | PSU: Seasonic 1000w | Case:Corsair 275R |


Haflidi85
spjallið.is
Póstar: 432
Skráði sig: Mán 27. Jún 2011 13:07
Reputation: 54
Staða: Tengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf Haflidi85 » Fös 18. Okt 2013 00:02

hef einhverntíman heyrt að það að klyppa sokkabuxur og setja þær við loftintökin sé ágætis ryksía, það er allavega einföld og ódýr lausn.



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3614
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 144
Staða: Ótengdur

Re: Tölva inná verkstæði

Pósturaf dori » Fös 18. Okt 2013 10:12

Járnsvarf er deadly. Það slátrar líka viftum (þó það sé bara ein, það getur síðan hækkað hitann rosalega þegar hún hættir allt í einu að virka). Gerðu eins og rapport og Hafliði benda á. Setja eitthvað sem filter á allar opnanir og svo bara blása frá þeim þegar það verður eitthvað vesen.