Tiger skrifaði:Bara svona smá forvitni. Helduru að lagg-ið hverfi með nýju örgjörva og móðurborði? Er þetta ekki fínasta combo sem þú ert með, yfirklukka örgjörvan smá (4GHz +) og bæta við öðru skjákorti fyrir peninginn og þú ert klár í slagin hefði ég haldið. Henda jafnvel m-sata disk í þar til gert slot á móðurborðinu og sjá hvort það hressi hana ekki við.
Allavegana er ég ekki að sjá að móðurborð og örgjörvinn séu orsakavaldar á mikið lagg....
Sem stendur er ég að spila 3 accounta í online leik, og CPU er að hanga í 94-98%, 100% ef að eitthvað er í gangi. Og þá er
ég ekki með neitt annað í keyrslu í tölvunni.
Svo get ég ekkert OCað á þessu borði, eins og mér skyllst eftir að hafa leitað á netinu.
Var að prófa smá fikt áðan og náði ekki multiplier hærra en um 2, eða úr 34 í 36 minnir mig, og core speed sýnir bara 3591MHz.
Hef ekki einusinni séð turbo boostið hrökva í gang, sama hvort að hann er enabled eða á auto.
Ekki það að ég kunni eitthvað að OCa, en nenti ekki að leita að guide þar sem allir fá sömu svörin, að það sé ekki hægt að OCa á H77 borðum.
Klaufi skrifaði:Ertu að tala um lagg í BF4 Betunni?
Ekki bara, en það er partur af ástæðunni.