Síða 1 af 1

Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 02:54
af Danni V8
Mig langar til þess að fara að uppfæra tölvuna mína aðeins. Foreldrar mínir eru að fara til USA í desember og ég ætla að plata þau til að koma með eitthvað af dóti til baka fyrir mig.

Þegar ég keypti tölvuna þann 2. febrúar á þessu ári þá var ég með 140þús budget. Ég átti allt nema tölvuna sjálfa. Ég keypti tölvuna með það í huga að uppfæra seinna, þegar meiri peningar voru í boði og valdi móðurborð og powersupply með það í huga að geta farið í SLI seinna meir.

Svona er tölvan núna:
Kassi: Cooler Master K350 - ég valdi þennan því hann er ódýr, alveg svartur (innan líka), með gott loftflæði og möguleika á að bæta við nokkrum viftum til að kæla SLI setup.
PSU: Corsair AX 750W ATX Pro Gold - valdi þetta psu til að geta keyrt sæmilegt SLI setup.
Móðurborð: Asus P8Z77-V Pro 1155 - valdi pro þar sem það var eina borðið í þessari seríu með SLI support.
Örgjörvi: Intel i3 3220
Vinnsluminni: 8GB DDR 1600Mhz
Skjákort: MSI GeForce N650GTX Ti 1GB
HDD: Eld gamall 1tb diskur sem er alveg eitur hægur.

Þessi tölva virkar alveg í það sem ég hef verið að nota hana í.. alveg þangað til BF4 betan kom. Þarf að spila hann í lægri upplausn og það er bara ekki option fyrir mig!

Það sem mig langar í útúr uppfærslu er annar örgjörvi, meira GPU power og SSD.

Þannig ég bið um ráð ykkar, hvar í USA er best að versla (helst með free shipping innanlands :) ) og hvað er best að fara útí?

Hvernig örgjörva?
Annað GTX 650 Ti eða fara í eitt kort sem er öflugra en tvö þannig og selja þá mitt kort?
Hvernig SSD? 240gb er lágmark fyrir stýriskerfisdisk IMO.

Budgetið er ekkert rosa hátt. Vil bara eitthvað sem er svona nokkuð future proof fyrir næsta árið allavega og kostar ekki neitt stórkostlega mikið.

Annað til að note-a, innaní kassanum er lita combo-ið svona svart og blátt svo það myndi henta af hlutirnir til að kaupa eru þannig líka, en það er ekkert möst.

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 02:57
af worghal
eru þetta 560 kort eða 650?

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 03:05
af Minuz1
Ég er með Windows 8.1 á 60 GB SDD, 28 GB laus.
Skil ekki hvernig 200 GB + er lágmark?

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 03:14
af Danni V8
worghal skrifaði:eru þetta 560 kort eða 650?


650, afsakaðu þetta, er búinn að laga í OP líka.

Minuz1 skrifaði:Ég er með Windows 8.1 á 60 GB SDD, 28 GB laus.
Skil ekki hvernig 200 GB + er lágmark?


Personal preference.

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 05:35
af littli-Jake
650 er allavega ekkert leikjakort. Mundi klárlega uppfæra það fyrir BF 760 eða 770 ef þú átt fyrir því.

Annars væri það annaðhvort ssd diskur eða annar örri.

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 06:08
af Danni V8
littli-Jake skrifaði:650 er allavega ekkert leikjakort. Mundi klárlega uppfæra það fyrir BF 760 eða 770 ef þú átt fyrir því.

Annars væri það annaðhvort ssd diskur eða annar örri.


650 hefur nú virkað vel sem leikjakort fyrir mig hingað til.

En ég er búinn að vera að skoða þetta aðeins og komst að því að aulinn ég keypti tölvu með sli-ready móðurborði og sli-ready aflgjafa en klikkaði á að tékka hvort kortið sjálft væri sli-ready! Þvílíkur aulaskapur. GTX 650 Ti kom ekki SLI ready fyrr en 2nd gen, ss. 650 Ti boost. Tvö svoleiðis outperforma 760.

Þannig 760 sýnist mér vera kosturinn fyrir mig. Það kostar um $250, performar nánast alveg eins og 560 Ti boost sli (miðað við reviews og benchmarks) og þá hef ég möguleikann á að sli-a það seinna og fá performance á við GTX Titan (er samt ekki að segja að það toppi Titan)

Ef ég set upp körfu á t.d. NewEgg þá get ég keypt:

2gb GTX 760 (Evga)
Core i5 3570K
Samsung 840 EVO 250GB SSD

Fyrir ca 80 þúsund.

Er það ekki bara fínt? Það eru ennþá 2 mánuðir til að safna og familían fær þá bara ódýrar jólagjafir frá mér :megasmile :megasmile

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 14:40
af MrSparklez
Eru samt ekki 7970 að fara rosa ódýrt á newegg ? Það toppar 760 í leikjum any day.

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 16:22
af Danni V8
7970 eru á milli $50-70 dýrari en 760

Re: Ráðleggingar varðandi uppfærslu

Sent: Sun 06. Okt 2013 18:37
af MrSparklez
Danni V8 skrifaði:7970 eru á milli $50-70 dýrari en 760

Nú ókei skrifaði þetta símanum og nennti ekki að tékka á verðunum vissi bara að það var útsala á þessum kortum O:)