Síða 1 af 1

Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 08:42
af Kallikúla
Ég er að leita af straumkapli á þessum íslensku síðum(tolvutek.is, tolvulistinn.is) en ég veit ekki hvar á að leita og hef ekki fundið neitt gegnum search.

Er að leita af
12V = 5A, samvkæmt upplysingum á skjánum.

Ég reyndi Kapla, Hljóð og mynd og dettur ekkert fleira í hug..

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 11:29
af Vignirorn13
Ertu ekki að tala um eitthvað svona eða ? : http://www.tolvuvirkni.is/ip?inc=view&f ... raumkaplar

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 11:49
af playman
Nei honum vantar straumbreyti, nema að hann sé að reyna að setja skjáinn í bíl :D

Prófaðu að tala við íhluti eða miðbæjarradíó

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 12:02
af Kallikúla
Mynd
Eitthvað svona, held ég.

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 12:30
af Kallikúla
Þegar ég leita af þessu fæ ég BUNCH af hlutum, hvert af því þarf ég?

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 12:51
af dori
Tengið skiptir líka máli (s.s. stærðin á barrel jacknum) og hvort + er innan á eða utan á.

Það er hægt að fá svona universal spennubreyta fyrir fartölvur, þeir ættu að geta gert þetta. Annars kíkja í Íhluti/Miðbæjarradíó (Örtækni gæti líka verið með þetta) ef þér liggur á. Svo geturðu auðvitað skroppið á ebay ef tíminn skiptir ekki máli. Svo gætirðu tekið mynd af skjánum þar sem þeir segja 12V/5A og sent hana inn í "Óskast" hérna og séð hvort það sé ekki einhver sem eigi svona.

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 13:00
af playman
Svo getur líka sagt mikið hvaða skjár þetta er sem þú ert með, þá er ég að tala um típunúmerið.
áttu gamla straumbreytin eða er hann tíndur?

Re: Straumkapall í skjá?

Sent: Fös 27. Sep 2013 16:02
af Kallikúla
Solved, fann svona í verkefnalagernum.