Aðstoð varðandi uppsetningu á PC og PS3
Sent: Þri 24. Sep 2013 20:56
af oskarso
Ég hef verið að íhuga að kaupa mér PS3 en málið er það að ég vill tengja hana við sama skjá og borðtölvan mín og sömu hátalara. Er ekki hægt að kaupa switch eða eitthvað sem ég myndi tengja Audio out frá borðtölvunni og Composite frá PS3 (held það sé það) og síðan eitt í hátalarana og skipti bara á milli með takka? Og einnig er ekki til millistykki fyrir Myndina frá Composite yfir í DVI?
En já það sem ég er að pæla, hvernig fer ég að því að nota sama skjá og hátalara fyrir PC og PS3?
Re: Aðstoð varðandi uppsetningu á PC og PS3
Sent: Þri 24. Sep 2013 21:02
af Vignirorn13
Ég var með pc og ps3 við sama skjá hjá mér og notaði dvi-hdmi til að fá mynd og svo til að fá hljóð var ég að nota scart-tengið og í Jack 3,5mm í 2xRCA breytir (
http://www.ortaekni.is/vorur/tengihluti ... utir/vnr/9) og svo í Jack 3,5mm samtengi járn (
http://www.ortaekni.is/vorur/tengihluti ... r/vnr/1307). Svo að sjálfsögðu stillti ég hljóðið í ps3 á scartið til að það kæmi í hátalarana.
Re: Aðstoð varðandi uppsetningu á PC og PS3
Sent: Fös 11. Okt 2013 02:58
af Palligretar
Þetta er besta lausnin ef þú vilt ekki vera með 2 sett af hátölurum og hvað annað. Það ætti ekki að vera mikið mál að finna audio switch.
Það er líka til skjár sem er með hdmi tengi og innbyggða hátalara (Minnir að hann sé frá Benq). Þá geturu tengt tölvuna með DVI/VGA og hátalara beint í vélina. PS3 tengist með hdmi og spilar í gegnum in built speakers á skjáinum.
Re: Aðstoð varðandi uppsetningu á PC og PS3
Sent: Fös 11. Okt 2013 13:11
af Vignirorn13
Palligretar skrifaði:Þetta er besta lausnin ef þú vilt ekki vera með 2 sett af hátölurum og hvað annað. Það ætti ekki að vera mikið mál að finna audio switch.
Það er líka til skjár sem er með hdmi tengi og innbyggða hátalara (Minnir að hann sé frá Benq). Þá geturu tengt tölvuna með DVI/VGA og hátalara beint í vélina. PS3 tengist með hdmi og spilar í gegnum in built speakers á skjáinum.
Já Þetta sem Palli var að segja er líka mjög sniðug lausn. En ég var með þetta eins og ég skrifaði.

Það virkaði æðislega.

Re: Aðstoð varðandi uppsetningu á PC og PS3
Sent: Fös 11. Okt 2013 23:50
af Palligretar
Satt segiru. Það eru margar góðar leiðir til að fara að þessu og fer aðalega eftir peningum og hversu mikið þú hatar snúrur.
Re: Aðstoð varðandi uppsetningu á PC og PS3
Sent: Lau 12. Okt 2013 11:56
af Vignirorn13
Palligretar skrifaði:Satt segiru. Það eru margar góðar leiðir til að fara að þessu og fer aðalega eftir peningum og hversu mikið þú hatar snúrur.
Haha já hvort maður nennir hafa allt í snúrum eða ekki, og sjálfsögðu peningurinn.
