Síða 1 af 1

ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 18:22
af logi616
Jæja þannig er það að nýji bf og cod eru að koma út núna á næstunni þannig ég var að spá hvort ég þurfi nokkuð að uppfæra eitthvað af því sem ég er með í tölvunni? Allar ábendingar eru vel þegnar.
Svo var ég líka að spá afhverju eru allir að tala um að ssd diskar séu betri en hdd diskar?? hver er svona aðal ástæðan fyri því?? persónulega þá sé ég bara eitt við þá og það er að þeir eru allir mjög dýrir og max 500gb r sum. endilega komið með ráð fyrir mig.

Ætti þetta ekki að duga fyrir bf4,nýja cod,cs,download og allt hitt venjulega
uppl. um tölvuna mína

Móðurborð: Gigabyte Z77X-D3H Ivy Bridge
Skjákort: Sapphire ATI Radeon HD7770 1GB DDR5
Örgjörvi: Intel 1155 i5-3450 3,1 GHz 6 MB QuadCore
Vinnsluminni: SuperTalent 8 GB 1600 MHz (Max 32GB)
power supply: coolmax 850Watts
stýrikerfi: W7

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 18:56
af Xovius
Í fyrsta lagi þá er þetta powersupply algjört overkill :D En það skiptir svosem ekki máli.
Ég stórefast að þetta skjákort höndli BF4 og fleira í almennilegum gæðum (1080p + 60fps + Góðar graphics stillingar).
Ef þú hinsvegar sættir þig við minna en það þá gæti þetta sennilega runnað leikina.
Það eina sem þú þarft nauðsynlega að upgrade'a er skjákortið til að þetta runni leiki almennilega, mætti kannski kíkja á örgjörvann eftir það en þessi ætti alveg vel að duga.

Svo hitt varðandi SSD vs HDD.
SSD virka svoldið meira eins og usb kubbar á meðan HDD eru meira eins og geisladiskar. Bæði þó náttúrulega miklu hraðari.
SSD eru mun fljótari að lesa og skrifa en HDD en á móti eru þeir með minna geymslupláss. Þú ert aldrei að fara að kaupa 500GB SSD á næstu árum, en það hentar hinsvegar flestum fínt að vera með góðann HDD sem geymsludisk og svo SSD fyrir stýrikerfið og helstu leiki. 120 eða 240GB ættu alveg að duga og þeir eru ekkert svakalega dýrir. Þetta bætir ekki performance í leikjum en forrit sem eru geymd á SSD eru fljótari í gang og leikir eru fljótari að loada. Ég spila til dæmis CS:GO og er alltaf fyrstur inní leikina því ég geymi hann á SSDinum mínum.
Svo þegar þú ert með stýrikerfið á slíkum disk ertu mikið fljótari að starta og restarta. Veit til dæmis að litli frændi minn sem var að setja sér saman tölvu með SSD er innan við 20 sek að restarta sem getur verið virkilega þægilegt.

En endilega ef þú ert með einhverjar fleiri spurningar þá er um að gera að posta hér :) Velkominn á spjallið

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 19:41
af logi616
afhverju er powersupply algjört overkill?
og ég gæti allveg fengið mér 500gb ssd.(Samsung EVO 500 GB 58.þús). En EVO 250gb ætti samt allveg að vera nóg:)

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 20:37
af tveirmetrar
Fáðu þér nýtt skjákort. Allt hitt er mjög fínt og óþarfi að uppfæra. SSD er þæginlegur en gerir nánast ekkert fyrir þig í leikjaspilun.

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 20:44
af Tesy
Ef þú ættir að uppfæra eitthvað þá væri það nýjan skjákort. Allt hitt er fínt sýnist mér.

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 20:51
af logi616
takk fyrir þessi svör drengir/dömur. með hvaða korti mæli þið með? Ég var að velta þessu korti fyrir mér http://www.computer.is/vorur/4868/
Endilega komið með uppástungur um kort sem væri fín:)

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 20:53
af tveirmetrar
logi616 skrifaði:takk fyrir þessi svör drengir/dömur. með hvaða korti mæli þið með? Ég var að velta þessu korti fyrir mér http://www.computer.is/vorur/4868/
Endilega komið með uppástungur um kort sem væri fín:)


Gott "bang for the buck" kort.

Myndi samt skoða að finna notað 670 eða 680 kort á spjallinu, færð bestu kaupin þannig held ég þar sem það er ný komin ný lína af Nvidia kortum.

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 21:32
af Tesy
logi616 skrifaði:takk fyrir þessi svör drengir/dömur. með hvaða korti mæli þið með? Ég var að velta þessu korti fyrir mér http://www.computer.is/vorur/4868/
Endilega komið með uppástungur um kort sem væri fín:)


viewtopic.php?f=11&t=57284
Hérna er einn með 7950 til sölu ef þú hefur áhuga á þannig kort.

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Sun 22. Sep 2013 22:08
af Xovius
logi616 skrifaði:afhverju er powersupply algjört overkill?
og ég gæti allveg fengið mér 500gb ssd.(Samsung EVO 500 GB 58.þús). En EVO 250gb ætti samt allveg að vera nóg:)

Það er bara mikið stærra en þú þarft. Sjálfur er ég að runna 3930K og 7970 með slatta af aukadóti yfirklukkað á 850W psu svo þú þarft ekki svona mikið í þitt litla system.
En já, eyddu eins miklu og þú týmir í skjákort því það skiptir nánast öllu máli í leikjaspilun. Þú færð yfirleitt sirka það sem þú ert tilbúinn að borga fyrir.
SSD er mjög þægilegt en eftir að leikurinn hefur loadast skiptir það engu máli fyrir hann.

Ef þú getur ýtt budgetinu uppí eitt svona http://www.computer.is/vorur/7521/ ertu golden í alla leiki.
Annars er 7950 svosem fínt kort líka.

En svo er ég líka sammála síðasta ræðumanni, reddaðu þér 670 eða 680 notuðu hér á vaktinni og þá spararðu helling og færð betra performance.

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Mán 23. Sep 2013 20:23
af logi616
takk fyrir mjög góð svör en ein loka spurning. hvor mæli þið með og afhverju? Samsung EVO eða Samsung 840 PRO ?

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Mán 23. Sep 2013 20:28
af Tesy
logi616 skrifaði:takk fyrir mjög góð svör en ein loka spurning. hvor mæli þið með og afhverju? Samsung EVO eða Samsung 840 PRO ?


Voða svipaðir, munt líklega ekki finna mun. Ég myndi allavega taka EVO útaf því að hann er mun ódýrari.

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Mán 23. Sep 2013 21:28
af MrSparklez
Tesy skrifaði:
logi616 skrifaði:takk fyrir mjög góð svör en ein loka spurning. hvor mæli þið með og afhverju? Samsung EVO eða Samsung 840 PRO ?


Voða svipaðir, munt líklega ekki finna mun. Ég myndi allavega taka EVO útaf því að hann er mun ódýrari.

x2

Re: ætti ég að þurfa að uppfæra vélina mína og fl?

Sent: Mán 23. Sep 2013 22:35
af MuGGz
Ég get selt þér Evga 670FTW með backplate ef þú hefur áhuga