Síða 1 af 1

Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Þri 17. Sep 2013 12:48
af playman
Eru það bara Butterfly labs sem eru að framleiða mining rigs, eða eru einhverjir aðrir
í þessum geira líka?

Re: Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Þri 17. Sep 2013 14:23
af angelic0-
er einnig forvitinn um þetta

Re: Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Mið 18. Sep 2013 10:56
af playman
Einginn með puttan á púlsinum?

Re: Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Mið 18. Sep 2013 11:26
af benediktkr
Avalon hafa líka framleitt ASIC vélar fyrir Bitcoin mining. Þeir hafa shippað tveimur batches. Svo hafa það poppað upp margir aðrir líka sem eru að selja ASIC, en fæstir hafa shippað ennþá (en hafa fengið peninga).

Re: Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Mið 18. Sep 2013 12:12
af playman
Semsagt það eru eingir að fá vélar afhentar?
Eins og mér skylst þá eru BFL að skíta á sig, og hef heyrt af öðrum sem að bara tóku peninga og stungu af, eða
eru að reyna að endurgreiða.

Maður hefur alveg áhuga á að skoða þetta, en þetta er allt saman eitthvað svo loðið og í lausu lofti að maður
bara hreynlega treystir þessu ekki.

Re: Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Mið 18. Sep 2013 12:23
af Kristján
bara forvitni.

ef maður er með eina vél sem er að gera þetta bitcoin mining, hvað eru menn að fá útúr þessu?

Re: Hvaða mining rigs eru í boði?

Sent: Mið 18. Sep 2013 15:23
af hjalti8
Kristján skrifaði:bara forvitni.

ef maður er með eina vél sem er að gera þetta bitcoin mining, hvað eru menn að fá útúr þessu?


hérna er reiknivél: http://dustcoin.com/mining

hd7970/7950 kort ná í kringum(fer eftir klukkuhraða) 600MH/s fyrir SHA256(bitcoin ofl) og 600kH/s fyrir scrypt(litecoin,feathercoin ofl)

Síðan eru til sérhæfðar vélar fyrir SHA256 sem eru búnar að gera skjákortin úreld t.d.: https://products.butterflylabs.com/

En það eru ekki til neinar vélar fyrir scrypt svo að skjákortin eru best þar. Svo að allir sem eru að mine-a með skjákortum mine-a litecoin eða feathercoin