Síða 1 af 1

Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 17:55
af Yawnk
Sælir, er með fartölvu frá rúmlega 2006-2007 og ætla mér að nota hana í skólann eitthvað aðeins.

Þetta er HP fartölva og nafnið á henni er Compaq NC8430 [http://www.notebookreview.com/default.asp?newsID=3080]

Speccarnir eru :
Windows XP 32 bit SP3
Intel Core Duo T2500 @ 2.00GHZ
2.0GB Dual Channel DDR2 @ 332MHZ
HP 30A3 (U10] Móðurborð
256MB ATI Mobility Radeon X1600
78GB IDE diskur


Ég er að lenda í veseni með Battery monitorið á tölvunni, annaðhvort er þetta bara ónýtt batterí eða það er eitthvað að tölvunni.
Tölvan hefur aldrei bilað fyrir utan hvernig hún lætur núna.

Vandamálið lýsir sér þannig, að þegar ég er búinn að hlaða batteríið í nokkra tíma, kveiki svo á vélinni, þá segir Battery meter / power meter 100% Battery og allt í góðu með það, svo er ég kannski í vélinni í hálftíma, bara að browsa, svo allt í einu fer vélin í Sleep og segir mér að setja hana í samband, þó að Power Meterið hafi alltaf verið í 100% og engin warning, þó ég sé með það still á að það gefi mér warning ef það fer undir ákveðið %.
Ég prófa svo bara að kveikja á vélinni aftur, þá segir Power Meter 0%, en ég get ennþá verið í vélinni í cirka 30 mín í viðbót, þá deyr hún endanlega.


Svo líka til að nefna ef ég ætla að opna Power Meter (ýti á iconið í taskbar) þá kemur það upp en frýs og kemur bara ''Not Responding'' á það og ég þarf að opna aftur, hvað er í gangi?

Hef aldrei formattað tölvuna síðan 2006-2007, gæti hjálpað að formatta vélina, en ég finn hvergi Windows 7 drivera fyrir vélina, og ég hef ekki fundið XP drivera heldur..

Búinn að prófa 2x batterí sem ég á, eitt original batterí og eitt eitthvað yngra, mjög líklegt að þau séu bæði bara búin.
Búinn að installa Windows Updates ef það hjálpar eitthvað.
Er búinn að prófa að hlaða batteríin bæði alveg 100% og draina þau svo og hlaða aftur, alveg sama niðurstaða.

Veit ekki alveg hvað þetta er, eru batteríin bara ónýt, og það er ekkert hægt að gera í stöðunni nema kaupa nýtt?

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 18:33
af Hargo
Getur prófað að sækja HP Battery Check og keyra það.
http://h20000.www2.hp.com/bizsupport/TechSupport/Document.jsp?objectID=c00035864

Þessi týpa af tölvu virðist bara vera með Win Vista og Win XP drivera á heimasíðunni, sennilega ekki official support fyrir Win 7 en ég myndi nú halda að þú ættir að geta fundið flesta driverana með Win Update og svo mögulega reddað þér með Vista driverum ef eitthvað vantar uppá þegar þú ert búinn að strauja með Win 7.
http://h20565.www2.hp.com/portal/site/hpsc/public/psi/swdHome/?cc=us&cc=us&lang=en&lang=en&sp4ts.oid=1839197&ac.admitted=1378665025389.876444892.492883150

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 18:46
af Yawnk
Hargo skrifaði:Getur prófað að sækja HP Battery Check og keyra það.
http://h20000.www2.hp.com/bizsupport/TechSupport/Document.jsp?objectID=c00035864

Þessi týpa af tölvu virðist bara vera með Win Vista og Win XP drivera á heimasíðunni, sennilega ekki official support fyrir Win 7 en ég myndi nú halda að þú ættir að geta fundið flesta driverana með Win Update og svo mögulega reddað þér með Vista driverum ef eitthvað vantar uppá þegar þú ert búinn að strauja með Win 7.
http://h20565.www2.hp.com/portal/site/hpsc/public/psi/swdHome/?cc=us&cc=us&lang=en&lang=en&sp4ts.oid=1839197&ac.admitted=1378665025389.876444892.492883150

Takk fyrir þetta...
Prófaði HP Battery Checker sem þú linkaðir á og fékk þessa niðurstöðu :

Primary Battery :

Based on the charge capacity of your battery it has reached the end of its useful life. You should replace the battery at your earliest convenience. :dissed
Hversu rétt er þetta forrit?

Jæja.. Þá verður maður bara að hafa hana alltaf í sambandi, takk.

*Hehehe skondið að lesa Advanced mælingarnar um batteríið :

Battery Age : 2558 days
Design capacity : 4800 mah
Full charge capacity - 1 mah
Cycle count 111

Væntanlega þýðir þetta að batteríið heldur ekki hleðslu?

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 18:50
af gardar
Skelltu batteryinu í frysti í 12 tíma, leyfðu því að þiðna og skelltu því í vélina og í hleðslu, þegar það er orðið fullt skaltu tæma útaf batteryinu aftur (þá meina ég tæma alveg þangað til ekkert gerist þegar þú ýtir á power takkann), þá skaltu endurtaka leikinn, hlaða upp í topp aftur og tæma svo.

Með þessu ættirðu að ná að kreista smá líf úr batteryinu :)

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 22:01
af Yawnk
gardar skrifaði:Skelltu batteryinu í frysti í 12 tíma, leyfðu því að þiðna og skelltu því í vélina og í hleðslu, þegar það er orðið fullt skaltu tæma útaf batteryinu aftur (þá meina ég tæma alveg þangað til ekkert gerist þegar þú ýtir á power takkann), þá skaltu endurtaka leikinn, hlaða upp í topp aftur og tæma svo.

Með þessu ættirðu að ná að kreista smá líf úr batteryinu :)

Jæja þá er batteríð komið í frystinn, segi frá því hvernig það kemur út á morgun eftir þetta :)

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 22:09
af Swanmark
gardar skrifaði:Skelltu batteryinu í frysti í 12 tíma, leyfðu því að þiðna og skelltu því í vélina og í hleðslu, þegar það er orðið fullt skaltu tæma útaf batteryinu aftur (þá meina ég tæma alveg þangað til ekkert gerist þegar þú ýtir á power takkann), þá skaltu endurtaka leikinn, hlaða upp í topp aftur og tæma svo.

Með þessu ættirðu að ná að kreista smá líf úr batteryinu :)

wat, srs?

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Sun 08. Sep 2013 22:31
af Yawnk
Swanmark skrifaði:
gardar skrifaði:Skelltu batteryinu í frysti í 12 tíma, leyfðu því að þiðna og skelltu því í vélina og í hleðslu, þegar það er orðið fullt skaltu tæma útaf batteryinu aftur (þá meina ég tæma alveg þangað til ekkert gerist þegar þú ýtir á power takkann), þá skaltu endurtaka leikinn, hlaða upp í topp aftur og tæma svo.

Með þessu ættirðu að ná að kreista smá líf úr batteryinu :)

wat, srs?

Googlaði þetta og fékk upp helling af niðurstöðum, umdeilt er að hvort þetta 'virki' eða ei, en ég hef engu að tapa hvorteðer, batteríið er hálfónýtt þannig að það skiptir eiginlega engu máli ef þetta skemmir það.

Re: Vesen með HP fartölvu [Compaq nc8430 batterísvesen]

Sent: Mán 09. Sep 2013 00:08
af gardar
Swanmark skrifaði:
gardar skrifaði:Skelltu batteryinu í frysti í 12 tíma, leyfðu því að þiðna og skelltu því í vélina og í hleðslu, þegar það er orðið fullt skaltu tæma útaf batteryinu aftur (þá meina ég tæma alveg þangað til ekkert gerist þegar þú ýtir á power takkann), þá skaltu endurtaka leikinn, hlaða upp í topp aftur og tæma svo.

Með þessu ættirðu að ná að kreista smá líf úr batteryinu :)

wat, srs?



ég hef gert þetta margoft, virkar misvel en maður tapar amk engu á þessu :happy