Síða 1 af 1

Skjávarpa-pælingar

Sent: Mið 22. Sep 2004 19:34
af dabbi2000
Þá er komið að því. Nokkrar spurningar sem mig vantar svör á fyrst...

Hafa e-r verið að panta frá USA? Þeir eru talsvert ódýrari og þar sem mútta býr nú í USA gæti ég ekki e-n veginn notfært mér það? Látið hana taka upp, prófa og setja í poka með afmæliskorti á (aka sleppa við toll)?

Þar sem ég ætla að nota minn tengdan við media-tölvu í DVD, sjónvarp og svo spila partýtónlist sýnist mér SVGA (800x600) vera býsna nóg. Þarf ég að hafa áhyggjur af contrast þar, væri 400:1 t.d. of lítið?

Eru svo ekki allir að fara í DLP tegundina frekar en LCD, skilst að myndin í þeim "ryðgi" á 2-3árum þ.e. varpinn nánast "ónýtur"!?!

Sent: Mið 22. Sep 2004 19:41
af gumol
Gætir látið senda þetta til mömmu þinnar og látið hana "gefa þér þetta".
:)

Annars er bara 24,6 % vsk á flesstum tölvuhlutum, enginn tollur (ef það stendur "mp3" á kassanum þá er svaka hár tollur + stefgjöld + vsk ofan á það.)

Sent: Fim 23. Sep 2004 00:06
af gnarr
gjafir mega ekki vera yfir 7 eða 8.000kr, ég man ekki hvort það var. maður borgar toll á öllu umfram það.

Sent: Fim 23. Sep 2004 00:14
af dabbi2000
7000kr er það víst já... gat nú skeð.
En hvernig veit tollurinn hvað þetta kostaði ef það er upptekið og pakkað inn í bleikan afmælispappír??


Væri ekki líka leið að biðja e-n um að "labba" með þetta heim (handfarangurinn, upptekið - má td setja eina rispu á hann þannig að hann sé augljóslega "notaður")??

Sent: Sun 26. Sep 2004 15:35
af dabbi2000
langar að benda ykkur á sömu umræðu á Huga, meiri þáttaka þar
alveg kominn tími til að fá almennilega umræðu í gang, svo margir að spá í þessu sama...

[url]http://www.hugi.is/graejur/threads.php?page=view&contentId=1722535#item1725959[/url][/quote]

Sent: Mán 04. Okt 2004 17:41
af dabbi2000
er kominn með match

http://www.skjavarpi.is/2600.htm

DLP, 1:1500, upplausnin að vísu ekki nema SVGA (800:600) en með svona fínan kontrast og DLP þá er desktopið (í tölvunni) vel lesanlegt og allt meira en þetta bara snobb (og meiri krónur).

Á ekki nema 119þ finnst mér ég vera að gera drullufín kaup.