SSD pælingar v. performance vs. öldrun

Skjámynd

Höfundur
Templar
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1607
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 472
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

SSD pælingar v. performance vs. öldrun

Pósturaf Templar » Sun 01. Sep 2013 20:55

Sælir

Pælingar varðandi öldrun á SSD, spurning hvaða reynslu menn hafa af diskum, áhugavert hvernig sumir diskar eru að reynast mönnum þegar til lengri tíma er horfið. Öldrun er e-h sem er ekki mikið horft til í testum og talað um eins og þetta sé bara leyst, TRIM reddar þessu bara en mín reynsla er ekki þannig.

Var með OCZ Vertex 4 500 í high end fartölvu, HP Elitebook, og hann var að virka mjög vel. Set í hana Samsung 840 v. BIOS stuðnings við AES 256 encryption. Eftir nokkra mánuði ekki með encryption í gangi byrja ég að taka eftir laggi þegar ég er að t.d. færa skrár til, misjafnt hversu langt það er en gerist alveg consistant, annars er diskurinn að virðist performa vel. Hins vegar var þetta ekki svona í Vertex disknum, aldrei neitt, allt alltaf endalaust smooth.

Var að uppfæra núna Vertex-inn og ætlaði í 840 Pro en hætti við út af þessari reynslu minni með 840 ST og keypti OCZ Vector, get ekki sagt að ég "finni" mun frá Vertex 4.

Því hefur lengi verið haldið fram að Intel búi til bestu SSD diskana einmitt vegna þess að þeir eru svo consistant í performance og satt að segja eftir að hafa upplifa þetta lagg þá verð ég að taka undir það, það er betra að hafa þetta smooth en svona lagg og svo allt í einu svaka hraða fram að næsta laggi. Þetta er ekki mikið lagg en af því að ég var með annan disk sem var ekki með þetta tek ég eftir þessu.

Pælingar og reynslu með aðra diska? Intel, Mushking, Corsair, Crucial og fleiri sem hafa t.d. prufa fleiri en einn disk í sömu vél?


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||