SSD - Hver af þessum?


Höfundur
ColdIce
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1604
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 99
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

SSD - Hver af þessum?

Pósturaf ColdIce » Mið 28. Ágú 2013 18:42

Sælir Vaktarar.

Ég er með þessa Dreamware vél sem er í signature. Mig langar svolítið að prófa SSD í hana, og vil taka það fram að ég hef aldrei átt SSD, né svo mikið sem fiktað í vél sem hefur slíkan disk, svo ég hef ekkert vit á þessu né viðmið.
Ég ætla að taka einn af þessum hér að neðan, en þar sem þeir kosta það sama, þá langar mig til að vita hver þeirra er sá besti/skemmtilegasti/blabla fyrir þessa upphæð.
Ég vil ekki fá svör eins og "Gaur, fáðu þér þennan, aðeins 80k" etc etc þar sem þannig svör gagnast mér ekki. Þar sem ég er retard þegar kemur að SSD, sökum þekkingarleysis, þá myndi ég taka þennan sem er hraðastur, en er það það eina sem skiptir máli í SSD?

Hver af þessum er málið fyrir mig, og hvað er það við þann disk sem þið veljið sem fær ykkur til að velja hann frekar en hina?

Væri til í smá fræðslu um þetta ásamt ráðleggingum varðandi hvern skal velja!

Kærar þakkir :)

http://tolvutek.is/vara/120gb-sata3-ocz ... 3-max-iops

http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=3725

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 5634f72a00

http://www.computer.is/vorur/7842/


Eplakarfan: Apple Watch Ultra 2 | iPad Pro M4 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 17 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | Nintendo Switch
Útiveran: Mazda CX-3 2017 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |


Arnarmar96
spjallið.is
Póstar: 440
Skráði sig: Sun 04. Nóv 2012 05:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: SSD - Hver af þessum?

Pósturaf Arnarmar96 » Mið 28. Ágú 2013 19:08

Samsung 840 Evo


Mobo: Asus PRIME A620M-A CPU: AMD Ryzen 5 9600x Ram: 32gb @ 4800 Graphics: AMD Radeon RX 9070 XT OC 16gb


Swanmark
Tölvutryllir
Póstar: 644
Skráði sig: Sun 11. Mar 2012 21:57
Reputation: 22
Staðsetning: ~/
Staða: Ótengdur

Re: SSD - Hver af þessum?

Pósturaf Swanmark » Mið 28. Ágú 2013 19:31

Arnarmar96 skrifaði:Samsung 840 Evo


dis.
eða pro.


Desktop
| i7 3770k @4.7GHz 1.35v | Corsair H100i | Corsair Vengeance CL9 4x4GB | MSI GeForce GTX 980 Twin Frozr V | MSI Z77A-G43 | Corsair GS 700w | Samsung 840 Evo 120GB | Seagate 5TB 7200rpm |

Server
| i7 920 @2.66GHz | Corsair Vengeance 4x4GB | Seagate 3TB 7200rpm | XFX R9 280x

Skjámynd

audiophile
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1614
Skráði sig: Mið 13. Apr 2005 13:56
Reputation: 149
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD - Hver af þessum?

Pósturaf audiophile » Mið 28. Ágú 2013 21:08

Arnarmar96 skrifaði:Samsung 840 Evo


Já ég held að það sé málið.

Ég er sjálfur búinn að vera á leiðinni að stökkva á SSD síðan Samsung 830 var nýr og alltaf frestað og beðið eftir að verðið lækkaði. Var við það að fá mér 840 um daginn þegar ég sá 840 EVO tilkynntan. Las svo umsögn um hann á Anandtech og held svei mér þá að tíminn sé réttur núna til að skella sér á einn 250GB Samsung 840 EVO.


Have spacesuit. Will travel.


Höfundur
ColdIce
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1604
Skráði sig: Mán 11. Maí 2009 16:44
Reputation: 99
Staðsetning: 600
Staða: Ótengdur

Re: SSD - Hver af þessum?

Pósturaf ColdIce » Fös 30. Ágú 2013 07:52

Tek þá 840 Evo :)

Takk fyrir þetta!


Eplakarfan: Apple Watch Ultra 2 | iPad Pro M4 | Macbook Pro 14” M3 | Apple TV 4K | iPhone 17 Pro Max | Airpods Pro | Airpods Pro 2 | iMac 27”
Tölvan: PlayStation 5 | PlayStation 4 Pro | Nintendo Switch
Útiveran: Mazda CX-3 2017 | Land Cruiser 150 | Vsett 11+ | Bettinsoli | Savage B22 |

Skjámynd

Templar
Vaktin er ávanabindandi
Póstar: 1607
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 472
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: SSD - Hver af þessum?

Pósturaf Templar » Sun 01. Sep 2013 01:27

Ég myndi fá mér OCZ diskinn, er með 500GB Samsung 840 í vinnuvélinni, var OCZ Vertex 4 sem fór í heimavélina, ástæðan var AES stuðningurinn í 840 disknum. Ég er enn ekki búinn að notfæra mér hann en eftir 4 mánuði er Samsung diskurinn orðin klárlega töluvert hægari en Vertex-inn og greinilegt að hann höndlar garbage collection verr. Það er lagg t.d þegar ég færi skrár á mílli áður en write hefst sem var aldrei á Vertexnum, lengd lagsins er misjöfn en maður finnur verulega fyrir þessu eftir að hafa keyrt Vertixinn í sömu vél, margir myndu eflaust halda þetta eðlilegt ef þetta væri þeirra fyrsti SSD eða höfðu ekki prófað 2 í sömu vél.

Keypti líka núna OCZ Vector í staðinn fyrir 840 Pro því að 840 og 840 Pro eru með sama controller. Þegar verið er að prófa diska þá eru menn ekkert að spá í þessu en ef að diskur höndlar garbage collection illa yfir tíma þá er betra að vera með bara average disk með meira consistant performance.

Mæli eindregið með OCZ diskunum sérstaklega yfir lengri tíma, engin spurning að Vertex línan og Vector taka Samsunginn í real life eftir alvöru notkun af þessari reynslu að dæma. Ég átti svo sannarlega ekki von á þessu en þetta sýnir alvarlegan galla í nánanst öllum reviews en 840 Pro er búinn að tróna þarna á toppinu lengi með Vectorinn bítandi í hælana á honum en ekkert skrýtið, menn taka bara ferska diska og eru ekkert að þreyta þá. Vona að EVO-inn sé betri en aðeins time will tell en í dag myndi ég mæla með OCZ, Mushkin og Intel sem bestu diskunum, allir höndla öldrun vel.

Annars eru þetta allt góðir diskar og virka allir vel en ef menn eru að setja fyrir sig performance tölur aðeins þá skiptir þetta e-h máli :)


--
|| Core9 - 8800 - 5090 - ||