Síða 1 af 1

Vandamál - get spilað cod, bf og fleiri en ekki Sims2 og fl.

Sent: Lau 18. Sep 2004 20:41
af goldfinger
Ég er með skjákortið Fx5900Xt frá Gigabyte...

Ég get spilað bf, cod, mohaa og fleiri leiki með upplausnina 1600x1200 og alla grafik í botni en ég get ekki spilað Sims2, Midtown madness 2, Max Payne að minnsta kosti..

Sims2 : kemst inn í hann og svona og byrjar að loada en svo þegar ég er kominn alveg inn i leikinn þá byrjar bara allt að flökta, verður bara hálfhvitt eitthvað og blikkar geðveikt hratt.

Midtown Madness 2, Sama og í Sims, kemst alveg inn í leikinn og svo byrjar maður að keyra en maður sér ekkert hvað maður er að gera, maður sér kannski einhver smá dekk og eitthvað en allt nánast hvitt og flöktir.

Max Payne, get farið i nýtt save, en svo þegar það er buið að loada þá crashar leikurinn...

Er eitthvað sem ég gæti þurft að breyta stillingunum á Skjákortinu eða er þetta bara galli ? Allavega einn sem er að vinna með mér segist vera með alveg eins kort og ég og hann getur spilað Sims, honum finnst allavega líklegast að eitthvað sé stillt vitlaust í stillingunum á skjákortinu....

Ef svo er, hvað gæti þá verið vitlaust stillt :roll:

Sent: Lau 18. Sep 2004 20:47
af SolidFeather
Ná í nýjan driver?

Sent: Lau 18. Sep 2004 21:00
af elv
Væri ekki vitlaust að athuga hvort það er til patch fyrir leikinn líka

Sent: Lau 18. Sep 2004 21:02
af goldfinger
er með nyjasta directX driverinn

elv skrifaði:Væri ekki vitlaust að athuga hvort það er til patch fyrir leikinn líka


Þarf ekki patch, leikurinn virkar hjá broður minum...

Sent: Lau 18. Sep 2004 21:07
af elv
Upp í vinstra horni á póstiunum er takki sem heitir "Breyta" getur notað hann til að bæta við póstana.Lagaði þetta fyrir þig .



Er bróðir þinn með eins tölvu ....sama skjákort,mobo,cpu?


Er nokkuð hægt að stilla upplausn á leiknum áður en þú opnar hann sjálfan ???

Gætir líka prófa minni upplausn

Sent: Lau 18. Sep 2004 21:08
af goldfinger
ég er með miklu betri tölvu en hann :o

Sérð undirskriftina mína...

Hann er með intel p4 1,8ghz, 512mb minni, Geforce fx5200 Ultra 128mb

Sent: Lau 18. Sep 2004 22:08
af SolidFeather
Ná í nVidia driver ekki directx. Svo er bróðir þinn með aðra tölvu en þú þannig að það kemur málinu ekker við

Sent: Lau 18. Sep 2004 23:52
af ICM
Svo engin fari að búa til nýjan þráð um óásættanlegt performance í Sims 2 þá er það ekki vandamál með tölvuna þína heldur eru Electronic Arts enn og aftur að reyna að troða í neytendur hræðilega illa optimized vöru sem ætti enn að vera í BETA. :cry:

Sent: Lau 18. Sep 2004 23:55
af Pandemic
Sims 2 það er nú meira floppið það eiga eftir að koma 100 aukapakkar fyrir sims 2 lol :)

Sent: Sun 19. Sep 2004 01:18
af goldfinger
komið í lag, setti skjákorts driverinn upp aftur sem ég var með, það dugði :oops:

Sent: Sun 19. Sep 2004 03:09
af ICM
flopp? hef ekkert heyrt nema góðar móttökur og ekkert séð nema góð reviews auk þess sem nafnið eitt tryggir að hann mun seljast í milljónum eintaka. Bara óþolandi að EA skuli enn og aftur láta kaupendur vera BETA testers.

Sent: Sun 19. Sep 2004 07:56
af elv
IceCaveman skrifaði:flopp? hef ekkert heyrt nema góðar móttökur og ekkert séð nema góð reviews auk þess sem nafnið eitt tryggir að hann mun seljast í milljónum eintaka. Bara óþolandi að EA skuli enn og aftur láta kaupendur vera BETA testers.


Sammála iCave hér..þetta er orðið alltof algengt með flest allan hugbúnað

Sent: Sun 19. Sep 2004 12:17
af gnarr
hvar man ekki eftir fyrstu dögum Battlefield.. það var eins og maður væri að keyra leik á alpha stigi.

Sent: Sun 19. Sep 2004 13:02
af Pandemic
Alger snilld að sjá alla Errorana sem komu í console þegar maður var með Battlefield 1942 1.0 :lol:

Sent: Sun 19. Sep 2004 18:07
af gumol
Ekki gleyma steam :?