Síða 1 af 1
Blue screen
Sent: Sun 28. Júl 2013 15:01
af Joi
Sælir, undafarna daga hef ég verið að spila soldið af tölvuleikjum á fartölvunni minni, og gleymi stundum að save-a, og stundum þegar ég skipti yfir í chrome til að finna "svindl" kemur allt í einu blue screen of death mér finnst þetta afar leiðinlegt útaf þá þarf ég að vinna mig aftur upp og ég er oftast komin frekar langt. Þetta hefur gerst svona u.m.þ.b. 6 sinnum ef það er einhver lausn á þessu endilega segiði mér hana. Hérna eru speccarnir ef þið þurfið þá.
Operating System
Windows 8 64-bit
CPU
Intel Core i7 3630QM @ 2.40GHz
Ivy Bridge 22nm Technology
RAM
4,00GB Single-Channel DDR3 @ 798MHz (11-11-11-28)
Motherboard
TOSHIBA Portable PC (U3E1)
Graphics
Generic PnP Monitor (1366x768@60Hz)
Intel HD Graphics 4000 (Toshiba)
Hard Drives
466GB Hitachi HTS545050A7E380 (SATA)
Re: Blue screen
Sent: Mið 31. Júl 2013 08:58
af Joi
Bump
Re: Blue screen
Sent: Mið 31. Júl 2013 09:38
af mind
Stundum hættir bílinn minn bara og virkar ekki. Getur einhver sagt mér hvað er að?
Það er mjög erfitt að aðstoða fólk ef lykilupplýsingum er einfaldlega sleppt.
Gerist þetta í einum eða fleiri leikjum?
Er hann/þeir crackaðir?
Notarðu alltaf sömu vefsíðu? Hvaða vefsíða er það?
Gæti verið skjákortsdriverar þurfi update, ef þetta gerist þegar þú ætlar að skipta til baka í leikinn.
Re: Blue screen
Sent: Fim 01. Ágú 2013 17:27
af Joi
Þetta gerist bara í Saints Row: The Third, og nei hann er ekki crackaður. Skil ekki þriðju spurningu.
Re: Blue screen
Sent: Fim 01. Ágú 2013 17:32
af Viktor
Tölvan vistar bluescreen errorinn í 'dump file', gætir prufað að lesa hann og koma með upplýsingar úr því.
https://www.google.is/search?q=bluescreenview
Re: Blue screen
Sent: Fim 01. Ágú 2013 18:13
af playman
Þegar að þú bluescreenar, færðu þá ekki upp bláan skjá með upplísingum? hvað stendur þar?
Re: Blue screen
Sent: Fös 02. Ágú 2013 11:28
af Joi
Það sem stendur þegar ég "bluescreena" er DRIVER_IRQL_NOT_LESS_OR_EQUAL
Re: Blue screen
Sent: Fös 02. Ágú 2013 12:33
af siggik
notaðu blue screen viewer einsog var bent á áður, hann segir þér hvaða fæll er að valda þessu
og miðað við þitt svar þá er einhver driver að valda þessu sem er sennielga ekki verified, skjákortið kannski ?
Re: Blue screen
Sent: Fös 02. Ágú 2013 15:42
af playman
Ertu að nota nvidia kort?
Prófaðu að henda út öllum skjákorts dræverum og settu þá upp aftur, og prufaðu svo.
Hverninn þú hendir út skjákortsdræverum.
http://www.tomshardware.co.uk/forum/371 ... en-bootingEf það virkar ekki, þá geturðu skoðað þetta hérna.
http://www.computerhope.com/issues/ch001143.htm