Síða 1 af 1
TrackIR innflutningur frá Bretlandi.
Sent: Þri 23. Júl 2013 14:13
af Varasalvi
Hæhæ. Ég er að fara til London og ákvað að athuga hvort það væri ódýrara að kaupa það þar og koma með það sjálfur til landsins í stað þess að panta þetta frá útlöndum, en ég er alveg clueless þegar það kemur að tolli og öllu þessu.
Veit einhver hvað það myndi kosta að koma með þetta stikki til landsins og hvort það er yfir höfuð ódýrara en að panta þetta bara beint frá heimasíðu þeirra?
Re: TrackIR innflutningur frá Bretlandi.
Sent: Mið 24. Júl 2013 07:00
af Varasalvi
Bump. Ég þarf bara að fá einhverja hugmynd um hvar ég get fengið þær upplýsingar sem ég sækist eftir. Hef ekki glóru um hvar ég á að byrja.
Re: TrackIR innflutningur frá Bretlandi.
Sent: Mið 24. Júl 2013 09:34
af hagur
Ef þú pantar þetta að utan og lætur senda hingað þá þarftu væntanlega að borga sendingarkostnað. Þegar þetta kemur til landsins leggst ofan á heildarverðið 25.5% vsk og 750kr tollmeðferðargjald. Geri ráð fyrir að þetta sé tollflokkað sem tölvuvara og því ber þetta engan almennan toll.
Ef þú kaupir þetta sjálfur úti og kemur með til landins þá spararðu sendingarkostnað, vsk og tollmeðferðargjald. Ef þú framvísar þessu í tollinum í leifsstöð og er yfir leyfilegu hámarki varðandi keypta hluti þá þarftu að borga vask.
Bottom line, þú sparar á því að kaupa þetta sjálfur úti og koma með heim.
Re: TrackIR innflutningur frá Bretlandi.
Sent: Mið 24. Júl 2013 09:50
af Varasalvi
hagur skrifaði:Ef þú pantar þetta að utan og lætur senda hingað þá þarftu væntanlega að borga sendingarkostnað. Þegar þetta kemur til landsins leggst ofan á heildarverðið 25.5% vsk og 750kr tollmeðferðargjald. Geri ráð fyrir að þetta sé tollflokkað sem tölvuvara og því ber þetta engan almennan toll.
Ef þú kaupir þetta sjálfur úti og kemur með til landins þá spararðu sendingarkostnað, vsk og tollmeðferðargjald. Ef þú framvísar þessu í tollinum í leifsstöð og er yfir leyfilegu hámarki varðandi keypta hluti þá þarftu að borga vask.
Bottom line, þú sparar á því að kaupa þetta sjálfur úti og koma með heim.
Frábært, takk fyrir svarið!
