Síða 1 af 1

Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mán 01. Júl 2013 18:58
af oskar9
Sælir Vaktarar, hef aðeins verið að skoða svona streaming media players eins og Roku 3 og Apple TV en ég er ekki allveg að kveikja hvernig þetta virkar.

Þannig er málið að mamma og pabbi eru með sjónvarp í stofunni sem er með innbygðum media player, hann er hinsvegar þannig að hann strögglar með stóra MKV fæla og hann spilar ekki subtitles nema þeir séu hardcoded.

Ég er með mína PC vél í gangi alltaf nema á nóttunni og hún er full af myndum, aðalega 4-12gb MKV fælum sem media playerinn í sjónvarpinu höndlar illa, við höfum skoðað þessa hefðbundnu sjónvarpsflakkara, 1-2Tb drif með media player en það verður þreytt að vera alltaf að plögga honum í og úr sjónvarpinu/Tölvunni í hvert skipti sem maður vill bæta á hann, geta þess box eitthvað hjálpar við það. Þ.e.a.s. stream-a beint úr minni vél, þá í gegnum LAN kapal og úr boxinu með HDMI snúru í TV ??

Eða er ég eitthvað að miskilja hvernig þetta virkar ? Ef svo er, er þá eitthvað sem virkar svipað ?

Vona þetta meiki eitthvað sens hjá mér hahaha :?: :megasmile :megasmile

*EDIT*
Hlutir eins og Netflix og youtube og einhver slík þjónusta í gegnum þessi box er algjört aukaatriði, að boxið sé hraðvirkt, höndli þessa stóru fæla og subtitle skrár er algjört aðalatriði

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mán 01. Júl 2013 19:28
af hagur
Box eins og Roku og AppleTV eru einmitt það sem þig vantar. Persónulega færi ég þó varlega í Apple TV 3. Myndi reyna að finna mér Apple TV 2, jailbreak-a það og setja upp XBMC.

Annar kostur er bara að fá sér Raspberry PI og case utanum hana, setja upp OpenELEC (XBMC), kaupa hræ-billega MCE fjarstýringu og málið er dautt. Ættir að geta fengið slíkt með öllu á c.a 12þús kall.

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mán 01. Júl 2013 20:48
af oskar9
hagur skrifaði:Box eins og Roku og AppleTV eru einmitt það sem þig vantar. Persónulega færi ég þó varlega í Apple TV 3. Myndi reyna að finna mér Apple TV 2, jailbreak-a það og setja upp XBMC.

Annar kostur er bara að fá sér Raspberry PI og case utanum hana, setja upp OpenELEC (XBMC), kaupa hræ-billega MCE fjarstýringu og málið er dautt. Ættir að geta fengið slíkt með öllu á c.a 12þús kall.



rasspi með XBMC hljómar sniðugt, en með svona Box eins og Roku, ef það er tengt í sama router og tölvan mín, hvernig browsar maður í gegnum tölvuna með svona boxum, finnur hanna alla media fæla sjálfur eða ?

(sorry, er pínu takmarkaður í þessu en allt sem maður finnur um þessi box þá er bara talað um hvernig netflix og youtube og þannig virkar sem skiptir mig núll máli en svo er ekkert minnst á það hvernig stream úr PC vél virkar) :? :?

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mán 01. Júl 2013 21:18
af viddi
Þyrftir að setja upp PLEX server á PC vélinni þinni sem Roku streymir frá.

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Þri 02. Júl 2013 22:14
af oskar9
jæja hef ákveðið að fara bara í HTPC, i3 haswell á microATX borði, antec fusion kassa, 4gíg í ram, SSD og PSU.

þá kem ég að öðru...Set ég þá bara upp XBMC á HTPC vélina ? (ætla að keyra Win7 á henni) eða þarf ég að setja eitthvað upp á mína vél líka(er búinn að setja PLEX á mína vél og synca allt efnið mitt inná það, virkar þetta PLEX svo með XBMC í HTPC vélinni ?

Þá þriðja: Er ekki nóg að hafa bara 60gb SSD í HTPC vélinni fyrir OS og XBMC, hún geymir ekkert inná sér heldur stream-ar bara beint af vélinni minni í gegnum routerinn ?

Ps. Kann að virðast tregur en þetta ætti að smella um leið og maður kveikir á basic virkni í þessum stream málum, hef aldrei gert svona og er búinn að gúggla svolítið og finn helling um hvernig á að raða saman HTPc vél( kann það) og setja upp XBMC, svo er farið ýtarlega í Netflix/Hulu/youtube virkni en lítið sagt frá stream-i milli tveggja véla...Kannski er þetta sáraeinfalt ég er bara ekki allveg að kveikja strax :megasmile :megasmile :megasmile

mbk.
Óskar Thor

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mið 03. Júl 2013 01:44
af kizi86
kanski bara að share-a drifunum, og "mounta" þau, "map network drive" á htpc vélinni?

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mið 03. Júl 2013 09:39
af hagur
60GB SSD ætti að vera meira en nóg fyrir OS og XBMC.

XBMC er ólíkt PLEX að því leyti að í XBMC addarðu source sem er bara vísun á local disk, unc path eða network drif. Þú þarft engann transcoding server á bakvið XBMC eins og PLEX. Semsagt, þú share-ar bara efninu af þinni vél yfir LAN-ið og addar því sem source í XBMC á HTPC vélinni, annaðhvort bara beint með UNC path (\\nafn-a-thinni-vel\sharename) eða með því að mappa þetta sem network drif á HTPC vélinni og adda því svo sem source.

Re: Besta lausn fyrir MKV flutning

Sent: Mið 03. Júl 2013 10:59
af oskar9
hagur skrifaði:60GB SSD ætti að vera meira en nóg fyrir OS og XBMC.

XBMC er ólíkt PLEX að því leyti að í XBMC addarðu source sem er bara vísun á local disk, unc path eða network drif. Þú þarft engann transcoding server á bakvið XBMC eins og PLEX. Semsagt, þú share-ar bara efninu af þinni vél yfir LAN-ið og addar því sem source í XBMC á HTPC vélinni, annaðhvort bara beint með UNC path (\\nafn-a-thinni-vel\sharename) eða með því að mappa þetta sem network drif á HTPC vélinni og adda því svo sem source.



Ok algjör snilld. Takk kærlega :megasmile