Síða 1 af 1

-SOLVED- GTX 780 Vandamál

Sent: Mán 24. Jún 2013 16:08
af MrIce
Sælir Vaktarar.


Ég er að lenda í því að þegar ég ræsi vélina hjá mér, þá dettur út annar skjárinn og neitar að kvikna á honum en hann lætur aðal skjáinn hjá mér flökta inn og út (allt normal 2-3 sec svo allt svart 2-3 sec infinite repeat :S )

Eina leiðin sem ég hef fundið til að losna við þetta er að taka skjá 2 (22" samsung) úr sambandi og bíða í 10-15 mín og svo tengja aftur (tekur oftast 10-20 tengingar áður en ég fæ normal mynd á alltsaman)

Ég er búinn að skipta um kapal og það er ekki málið, allt tengt við kortið sem á að vera tengt..... frekar pirrandi :S Skelli upp myndbandi þegar ég þori að endurræsa næst aftur -,-

Einhver sem gæti vitað hvað er málið eða hvort ég ætti að bruna með kortið beint til þeirra í Tölvutækni aftur í athugun ?

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:49
af siggik
nýjustu driverar ?
búinn að googla lík vandamál ?
hringja í tölvutækni fyrst ?

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mán 24. Jún 2013 17:51
af Kristján
beint í tölvutækni.

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mán 24. Jún 2013 18:20
af MrIce
siggik skrifaði:nýjustu driverar ?
búinn að googla lík vandamál ?
hringja í tölvutækni fyrst ?


check
check
hringi á morgun.


Fann ekkert á þessu blessaða google, grunar að kanski er 22" skjárinn að byrja vera með vesen, en er samt ekki 100% á því....

Athuga hvað tölvutækni segir... nema Klemmi kall droppi hingað inn og gefi góð ráð... :P

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Þri 25. Jún 2013 15:02
af MrIce
Video af vandamálinu (sorry crapy gæði, símamyndavélin :P )

http://www.youtube.com/watch?v=toyfElZc ... e=youtu.be

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Þri 25. Jún 2013 15:10
af Kristján
farðu með kortið til tölvutækni og sýndu þeim vídeoið líka

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Þri 25. Jún 2013 15:51
af MrIce
búinn að senda klemma einkapóst inná þetta hér og fer með vélina á eftir ^^

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Þri 25. Jún 2013 20:15
af vikingbay
Ef þú ert að nota HDMI snúru þá gæti verið að hún sé ónýt, þær endast ekki nema í svona 2-3 ár. Mér dettur það í hug því ég kannaðist dáldið við hegðunina/flöktið frá því ein HDMI snúra hjá mér var farin að láta illa.

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mið 26. Jún 2013 17:33
af MrIce
Gæti hún orsakað að hinn skjárinn sé að láta illa? o.0

*edit*

Ekki það vandamál... var að prófa nýja HDMI snúru... held að það sé bara skjár no 2 sem er að fokka upp öllu hjá mér -.-

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mið 26. Jún 2013 17:37
af Kristján
buinn að fara með kortið i tölvutækni?

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mið 26. Jún 2013 18:06
af Klemmi
Kristján skrifaði:buinn að fara með kortið i tölvutækni?


Hann kom með tölvuna í heild til okkar og við prófuðum hana við 2x skjái hjá okkur, einn HDMI tengdan og annan DVI tengdan, „því miður“ án vandræða :wtf

Þar sem erfitt var fyrir hann að koma með skjáina og snúrurnar til frekari prófana á verkstæðinu hjá okkur, þar sem annar skjárinn er sjónvarp, þá ætlaði hann að prófa þetta betur hjá sér :) Vonandi að þetta sé eitthvað einfalt, s.s. skjádriverar ekki að virka almennilega með skjáunum eða kaplarnir að valda vandræðum.

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Mið 26. Jún 2013 20:03
af MrIce
Klemmi skrifaði:
Kristján skrifaði:buinn að fara með kortið i tölvutækni?


Hann kom með tölvuna í heild til okkar og við prófuðum hana við 2x skjái hjá okkur, einn HDMI tengdan og annan DVI tengdan, „því miður“ án vandræða :wtf

Þar sem erfitt var fyrir hann að koma með skjáina og snúrurnar til frekari prófana á verkstæðinu hjá okkur, þar sem annar skjárinn er sjónvarp, þá ætlaði hann að prófa þetta betur hjá sér :) Vonandi að þetta sé eitthvað einfalt, s.s. skjádriverar ekki að virka almennilega með skjáunum eða kaplarnir að valda vandræðum.



Tja, ef þú nennir Klemmi minn þá er heitt á könnunni ef þú vilt kíkja yfir til að sjá þetta :P

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Fim 27. Jún 2013 10:41
af Klemmi
MrIce skrifaði:Tja, ef þú nennir Klemmi minn þá er heitt á könnunni ef þú vilt kíkja yfir til að sjá þetta :P


Til að fyrirbyggja allan misskilning að þá efast ég ekkert um vandamálið er til staðar, enda búinn að sjá video-ið frá þér :happy

Það virðist þó miðað við prófunina á verkstæðinu að það sé ekkert að tölvunni sjálfri, þ.e. allt hardware í lagi en eitthvað vandamál við samskiptin við skjáina, einhverjir erfiðleikar í að skynja hvaða skjár er tengdur sem síðan loksins helst inni eftir ítrekaðar tilraunir hjá þér sem er auðvitað ekki eitthvað sem maður á að venjast.

Því miður erum við í Tölvutækni ekki í útköllum né fer ég sjálfur í heimahús í tölvuerindum hjá hvorki vinum, ættingjum né viðskiptavinum :) Tók þá meðvituðu ákvörðun um að láta alla sem þurfa á aðstoð minni að halda koma hingað upp í vinnu. Þessa ákvörðun tók ég eftir að hafa ítrekað lent í því að fólk bar litla virðingu fyrir mínum frítíma sem oft er af skornum skammti sökum vinnu, náms, fótbolta og annara áhugamála. Það eiga allir tölvu í dag og það fylgir þeim vandræði eins og við þekkjum bezt hér á vaktinni og fólk er mjög fljótt að komast upp á lagið með að hringja um leið og eitthvað smávægilegt kemur upp á.
Sumir segja líklega að það mætti leysa þetta vandamál með því að rukka fólk fyrir heimsóknirnar en fyrir mitt leyti tel ég að það myndi bara auka vandræðin þar sem að þá fyrst hefur það tilkall til einhvers af manni ;)

Að þessu sögðu erum bæði ég og aðrir hjá Tölvutækni allir af vilja gerðir til að aðstoða! Hér að neðan smá listi yfir það sem ég ráðlegg þér að gera, þess má þó geta að það var ekki ég sem var að vinna í tölvunni þinni né var í samskiptum við þig svo það getur verið að þú sért nú þegar búinn að prófa eitthvað eða allt af þessu:

1. Fjarlægja algjörlega nVidia driverana og athuga hvort að vandamálið er enn með driverunum sem fylgja stýrikerfinu. Þetta er auðvitað bara til að útiloka vandamálið, er ekki að mæla með því að þú notir svo þessa drivera að staðaldri.

2. Prófa að hafa bara skjá 2 tengdan (líklega búinn að prófa þetta). Víxla tengjum ef þú átt snúrurnar eða skjáirnir styðja það, þ.e. tengja skjáinn sem nú er tengdur með HDMI við DVI og öfugt. Prófa mismunandi tengi á skjáunum, prófa fleiri HDMI tengi á sjónvarpinu, 22" skjáinn á VGA í stað DVI (með DVI í VGA breytistykkinu sem fylgir skjákortinu) o.s.frv.

3. Prófa aftur gamla skjákortið þitt ef þú ert ekki búinn að selja það eða ef þú átt eitthvað annað. Þetta getur verið samspil milli skjákorts og skjáa, þ.e. þó svo hvorugt sé "bilað" í sitt hvoru lagi að þá komi vandamálið fram með þessu comboi.

4. Kíkja til okkar með tölvuna, skjáina og kaplana og láta okkur finna út úr þessu :) Þá getum við í versta falli prófað annað skjákort að lokum annað eins skjákort og séð hvort að vandamálið fylgi algjörlega þínu eintaki.

Vona að við getum leyst þetta vandamál í sameiningu sem allra fyrst, eins og ég sagði hér fyrir ofan að þá er þetta eitthvað sem maður á ekki að þurfa að venjast :japsmile

Beztu kveðjur,
Klemmi

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Fim 27. Jún 2013 10:57
af GuðjónR
Klemmi skrifaði: Þessa ákvörðun tók ég eftir að hafa ítrekað lent í því að fólk bar litla virðingu fyrir mínum frítíma sem oft er af skornum skammti sökum vinnu, náms, fótbolta og annara áhugamála. Það eiga allir tölvu í dag og það fylgir þeim vandræði eins og við þekkjum bezt hér á vaktinni og fólk er mjög fljótt að komast upp á lagið með að hringja um leið og eitthvað smávægilegt kemur upp á.
Sumir segja líklega að það mætti leysa þetta vandamál með því að rukka fólk fyrir heimsóknirnar en fyrir mitt leyti tel ég að það myndi bara auka vandræðin þar sem að þá fyrst hefur það tilkall til einhvers af manni ;)

Vá hvað ég er sammála og kannast við þetta líka.
Eftir að ég fékk mér Mac þá losnaði ég undan þessu :megasmile

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Fim 27. Jún 2013 13:31
af Swanmark
GuðjónR skrifaði:
Klemmi skrifaði: Þessa ákvörðun tók ég eftir að hafa ítrekað lent í því að fólk bar litla virðingu fyrir mínum frítíma sem oft er af skornum skammti sökum vinnu, náms, fótbolta og annara áhugamála. Það eiga allir tölvu í dag og það fylgir þeim vandræði eins og við þekkjum bezt hér á vaktinni og fólk er mjög fljótt að komast upp á lagið með að hringja um leið og eitthvað smávægilegt kemur upp á.
Sumir segja líklega að það mætti leysa þetta vandamál með því að rukka fólk fyrir heimsóknirnar en fyrir mitt leyti tel ég að það myndi bara auka vandræðin þar sem að þá fyrst hefur það tilkall til einhvers af manni ;)

Vá hvað ég er sammála og kannast við þetta líka.
Eftir að ég fékk mér Mac þá losnaði ég undan þessu :megasmile

Ég var að kaupa mér MacBook pro og hún bara virkar ekki. Kíkja? Ég á kökur.


Djók, myndi aldrei kaupa mér MacBook :megasmile

Re: GTX 780 Vandamál

Sent: Fim 27. Jún 2013 15:51
af MrIce
Ég þóttist nú allveg vita það að þið kæmuð ekki í heimsóknir að kíkja á hlutina fyrir mann... ég fer að vinna í þessum lista á eftir.

Failing everything, kem með allt helvítis setupið :P

Re: -SOLVED- GTX 780 Vandamál

Sent: Þri 02. Júl 2013 01:13
af MrIce
Jæja, komst að því áðan þegar ég byrjaði að fokka aðeins meira í þessu að litli 22" skjárinn minn var cause of issue.... einhver að luma á ónotuðum 22" ? :P