Síða 1 af 1

Að skipta um harðan disk í gamalli vél

Sent: Mið 19. Jún 2013 17:23
af Eiiki
Sælir Vaktarar

Þannig er nú það að ég er með tölvu hér sem er búin að vera í notkun nánast á hverjum degi síðan 2003. Í henni er 40GB IDE diskur sem er orðin svolítið lúinn og ég tel að hann sé ekki langt frá því að fara að gefa sig.
Ég var að velta því fyrir mér að kaupa nýjan disk sem yrði þá SSD diskur. En þá þyrfti hann að vera 100% klónaður, því það eru mikilvæg gögn inni á tölvunni eins og forrit og annað sem ekki má glatast.

og nú spyr ég ykkur vaktarar góðir: Er til einhver góð leið til þess að ég geti klónað þennan gamla IDE disk yfir á nýjan SSD disk alveg 100%.
Ég var búinn að skoða þessa græju eitthvað: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8281
En ég veit ekki hvort hún sé það besta í verkið.

Endilega komið með ábendingar um hvernig væri best að fara að þessu.

MBK
Eiiki

Re: Að skipta um harðan disk í gamalli vél

Sent: Mið 19. Jún 2013 17:25
af CendenZ
geturu ekki bara installað driverum og ghostað diskinn svo ?

Re: Að skipta um harðan disk í gamalli vél

Sent: Mið 19. Jún 2013 20:25
af Eiiki
CendenZ skrifaði:geturu ekki bara installað driverum og ghostað diskinn svo ?

Jú það getur vel verið. Þetta er eitthvað sem ég hef aldrei gert svo að ég veit ekki alveg hvernig á að fara að.
Ég hefði samt helst viljað gera bara 100% ghost þar sem þetta er það gömul vél og ég veit ekkert hvaða driverar eiga að fara í vélinu og so on.
BTW það er windows xp á vélinni..

Re: Að skipta um harðan disk í gamalli vél

Sent: Mið 19. Jún 2013 20:43
af TraustiSig
Má þessi vél fara niður í 2-3 tíma ?

Þú getur þá t.d. búið til IMAGE með Acronis og restora því svo á SSD Diskinn.
http://en.wikipedia.org/wiki/Acronis_True_Image

Eina sem þú þarft þá í verkið er Acronis á USB eða CD og flakkari eða annar HDD til að geyma Image meðan verið er að búa það til og setja aftur inn.

Re: Að skipta um harðan disk í gamalli vél

Sent: Mið 19. Jún 2013 20:46
af Maniax
Þessar dokkur eru fínar, nema þær taka bara sata diska, allavega þessi sem þú ert að skoða. Persónulega finnst mér ddrescue á Linux vera rosa fínt í svona

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 4 Beta