Síða 1 af 1

Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:03
af Templar
Sælir

Ætla að skella mér á 4770K + Asrock Z87 OC borð eða Gigabyte UD5H ef að Asrock-inn er allt of lengi að komast á markað.

E-h búinn að gera þetta? Var það reinstall á Win? Varla að maður nenni reinstall, er með Win8 Pro.

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:06
af MatroX
svo tilgangslaust að uppfæra í haswell ef þú ert með ivy

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:18
af Templar
MatroX skrifaði:svo tilgangslaust að uppfæra í haswell ef þú ert með ivy


HEHE já, en ætla að kaupa hann því þetta er bara gaman, er með vatnskæligræjur upp á 150k sem ekki er enn búið að setja inn, ekkert skemmtilegra en að setja þetta á nýjasta.

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:23
af oskar9
talking about more money than sense... :face

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:26
af AciD_RaiN
Vá hvað ég skil þetta samt... Ef ég hefði efni á þessu myndi ég hiklaust gera þetta, fá mér annað titan í SLI, vatnskæla þetta allt í klessu og skoða facebook alveg á fullu hahahahaha

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:36
af Templar
oskar9 skrifaði:talking about more money than sense... :face


Þetta er breytilegt matsatriði, óviturlegt að dæma náungann út frá eigin aðstæðum.

Engin með comment á Win8 reinstall eða ekki eða gert álíka kúnstir, CPU og Móbo uppfærsla án Reinstall Win8?

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 16:54
af Klemmi
Templar skrifaði:
oskar9 skrifaði:talking about more money than sense... :face


Þetta er breytilegt matsatriði, óviturlegt að dæma náungann út frá eigin aðstæðum.

Engin með comment á Win8 reinstall eða ekki eða gert álíka kúnstir, CPU og Móbo uppfærsla án Reinstall Win8?


Þú "þarft" líklega ekki að setja stýrikerfið upp aftur en hins vegar alltaf skemmtilegra að setja það upp fresh til að fá full afköst út úr vélinni.

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Mið 19. Jún 2013 17:30
af Templar
AciD_RaiN skrifaði:Vá hvað ég skil þetta samt... Ef ég hefði efni á þessu myndi ég hiklaust gera þetta, fá mér annað titan í SLI, vatnskæla þetta allt í klessu og skoða facebook alveg á fullu hahahahaha


HEHE, er enn ekki á face-inu en spila einstaka sinnum TF2 eða Dead Space seríuna, þetta er bara áhugamáladund.

Re: Uppfærsla í Hashwell

Sent: Lau 22. Jún 2013 16:06
af Templar
Hashwell kominn í hús, mun delidda þetta CPU, er búinn að panta EK Precision Mount en nýja vatnskælikittið fer á þetta með ekkert lid á CPU.
Einhver annar kominn með CPUið og kannski búinn að delidda?

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 16:16
af worghal
what the hell? :klessa
hvað á svo að gera við ivy settið ? :wtf

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 16:24
af Templar
worghal skrifaði:what the hell? :klessa
hvað á svo að gera við ivy settið ? :wtf


Sel það líklega bara.

Set inn myndir af delidduðum hashwell vonandi á morgun.

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 16:25
af Klaufi
Templar skrifaði:Sel það líklega bara.

Set inn myndir af delidduðum hashwell vonandi á morgun.


Mátt endilega pm-a mig hvað þú vilt fá fyrir það..

Annars segi ég bara gangi þér vel!

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 16:26
af MatroX
waste of money....... ætla rétt að vona að þú skemmir svo ekki örrann með því að sleppa ihs..

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 16:34
af mundivalur
Snilld :happy

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 21:47
af Saber
Þú virðist kúka peningum. Vissiru af þessari síðu?

http://www.thisiswhyimbroke.com/

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 21:57
af AciD_RaiN
Vá sorry en mér finnst þetta vera farið að jaðra við einelti... Ef maður hefur efni á því að leika sér svona þá er bara um að gera að sinna sínu áhugamáli af fullum krafti... Bara mín skoðun...

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 22:05
af Saber
AciD_RaiN skrifaði:Vá sorry en mér finnst þetta vera farið að jaðra við einelti... Ef maður hefur efni á því að leika sér svona þá er bara um að gera að sinna sínu áhugamáli af fullum krafti... Bara mín skoðun...


Það má vera að þetta lúkki eins og þetta sé illa meint, en ætlunin er ekki að særa manninn heldur að reyna að upplýsa hann. Ég á bara bágt með að samþykkja það að þetta sé það sniðugasta sem hann getur eytt peningunum sínum í. Að sjálfsögðu er það hans réttur eyða honum í whatever, en það hlítur að vera í lagi að benda mönnum á aðra möguleika til peningaeyðslu.

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 22:16
af GullMoli
Merkilegt hvað allir þurfa að hafa vit fyrir öðrum hérna. Mér finnst þetta ekkert verra en að eyða pening í bíla eða önnur áhugamál.

Virkilega nett setup hjá þér, hlakka til að sjá einhverjar performance tölur úr þessu :D

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 22:24
af AciD_RaiN
GullMoli skrifaði:Merkilegt hvað allir þurfa að hafa vit fyrir öðrum hérna. Mér finnst þetta ekkert verra en að eyða pening í bíla eða önnur áhugamál.

Virkilega nett setup hjá þér, hlakka til að sjá einhverjar performance tölur úr þessu :D

Svo mikið sammála :happy

Ég á ekki bót fyrir boruna á mér en ég eyði öllum mínum afgangspeningum í svona "vitleysu" og sé bara engan vegin eftir því...

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 22:48
af Templar
Ég verð að lýsa virkilega vonbrigðum með sum póstin hérna, þau eru með öllu þessu máli óviðtengdu, hvernig ég eyði peningunum mínum er bara alls ekki það sem tölvunörda síða ætti að snúast um. Þetta er slæmt case af smáborgarahætti og freudisma og ég myndi óska þess að menn sýndu þann lágmarks þroska og lesa bara aðra þræði fyrst að þeir fari af taugum eða fái í magan því þeir hafa ekki pening í svona. Það besta væri hins vegar að vaktarar bara eyddu þessu rugli og hreinsuðu bara þráðinn, þetta er eins feminstaþráður á DV, ekkert nema hælbítingsháttur.

Ef eitthvað er leiðinlegt í sjónvarpinu þá annað hvort skiptir maður um stöð eða hættir að horfa og gerir eitthvað annað, maður hringir ekki í stöðina og fer að væla en það er nákvæmlega það sem er að gerast hér.

Ég ætla að opna nýja þráð og þeir sem sjá þetta og eru hérna að netdólgast, vinsamlegast ekki lesa hinn þráðinn minn um Hashwell, viss um að það eru e-h spjallborð um eldri græjur sem "meika meira sens" eða eru "meira value/sense fyrir peninginn" og svo framvegis sem henta ykkur betur, lesið þau og hætti' að spilla gleðinni fyrir okkur hinum með ykkar eigin komplexum - takk.

Re: Uppfærsla í Hashwell - Kominn í hús

Sent: Lau 22. Jún 2013 22:56
af Yawnk
Templar skrifaði:Ég verð að lýsa virkilega vonbrigðum með sum póstin hérna, þau eru með öllu þessu máli óviðtengdu, hvernig ég eyði peningunum mínum er bara alls ekki það sem tölvunörda síða ætti að snúast um. Þetta er slæmt case af smáborgarahætti og freudisma og ég myndi óska þess að menn sýndu þann lágmarks þroska og lesa bara aðra þræði fyrst að þeir fari af taugum eða fái í magan því þeir hafa ekki pening í svona. Það besta væri hins vegar að vaktarar bara eyddu þessu rugli og hreinsuðu bara þráðinn, þetta er eins feminstaþráður á DV, ekkert nema hælbítingsháttur.

Ef eitthvað er leiðinlegt í sjónvarpinu þá annað hvort skiptir maður um stöð eða hættir að horfa og gerir eitthvað annað, maður hringir ekki í stöðina og fer að væla en það er nákvæmlega það sem er að gerast hér.

Ég ætla að opna nýja þráð og þeir sem sjá þetta og eru hérna að netdólgast, vinsamlegast ekki lesa hinn þráðinn minn um Hashwell, viss um að það eru e-h spjallborð um eldri græjur sem "meika meira sens" eða eru "meira value/sense fyrir peninginn" og svo framvegis sem henta ykkur betur, lesið þau og hætti' að spilla gleðinni fyrir okkur hinum með ykkar eigin komplexum - takk.


=D>