Síða 1 af 1

SSD hættur að virka

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:20
af Blamus1
Góðan daginn vaktarar.

Lenti í því að fá BSOD uppúr þurru og hefur gerst nokkrum sinnum áður en þá hefur verið nóg að restarta og vélin svo fín í nokkra vikur.
Núna finn ég ekki diskinn í BIOS, prufaði að setja gamla raptor diskinn sem var í henni uppsettur með stýrikerfi og rauk þá vélin í gang.
Búinn að prufa setjann í USB Dokku og kemur ekki fram þar heldur.

Týpan er SSD Intel X25-M 160gb G2 og er ca. 3 ára.

Veit einhver e-h um svona tilfelli og hvort það sé hægt að senda í viðgerð eða bara e-h :popeyed

Mbk.
Krissi

Re: SSD hættur að virka

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:42
af beggi90
Hef lent í því að 2x SSD deyji, í bæði skiptin átti ég afrit svo ég skipti þeim bara út.

Held að þetta sé eina fyrirtækið á Íslandi sem sé eitthvað að vinna með "dauða" diska sé samt ekkert á síðunni þeirra með ssd í fljótu bragði og hef enga reynslu eða reynslusögur af þeim.

Svo ætti að vera hægt að senda hann í viðgerð út en það er mjög kostnaðarsamt.

Re: SSD hættur að virka

Sent: Þri 04. Jún 2013 17:54
af MatroX
prufaðu að setja diskinn í aðra tölvu og uppfæra firmware