Síða 1 af 1

Léleg snúra á mús

Sent: Þri 28. Maí 2013 20:44
af Xovius
Keypti mér Thermaltake eSports Black laser mús http://tolvutek.is/vara/tt-esports-blac ... -usb-svort sem ég keypti í tölvutek fyrir um ári síðan.
Undanfarna 2 mánuði eða svo er snúran á henni farin að vera léleg. Það lýsir sér þannig að ef hún liggur ekki til vinstri strax og hún kemur út úr músinni nær hún ekki tengingu. Þetta er alveg einstaklega óþægilegt til dæmis þegar ég er að spila leiki þar sem hún má helst ekki detta út :D

Er þetta ábyrgðarmál? Er þetta kannski eitthvað sem ég ætti að geta lagað á einfaldann hátt sjálfur?

Ég er ekki viss um að ég finni nótuna fyrir henni. Hvernig er það hjá tölvutek, eru þeir með það lélegt bókhald að þeir gætu ekki flett þessu upp og fundið það fyrir mig?

Re: Léleg snúra á mús

Sent: Þri 28. Maí 2013 20:53
af MarsVolta
Xovius skrifaði:Keypti mér Thermaltake eSports Black laser mús http://tolvutek.is/vara/tt-esports-blac ... -usb-svort sem ég keypti í tölvutek fyrir um ári síðan.
Undanfarna 2 mánuði eða svo er snúran á henni farin að vera léleg. Það lýsir sér þannig að ef hún liggur ekki til vinstri strax og hún kemur út úr músinni nær hún ekki tengingu. Þetta er alveg einstaklega óþægilegt til dæmis þegar ég er að spila leiki þar sem hún má helst ekki detta út :D

Er þetta ábyrgðarmál? Er þetta kannski eitthvað sem ég ætti að geta lagað á einfaldann hátt sjálfur?

Ég er ekki viss um að ég finni nótuna fyrir henni. Hvernig er það hjá tölvutek, eru þeir með það lélegt bókhald að þeir gætu ekki flett þessu upp og fundið það fyrir mig?


Sælir,

Það er gott bókhald í Tölvutek, það ætti ekki að vera vandamál að finna nótuna. Komdu með músina, og við kíkjum á hana fyrir þig :).

Kv. Andrés

Re: Léleg snúra á mús

Sent: Þri 28. Maí 2013 20:56
af Gunnar
snúran á að endast lengur en 1 og hálft ár. á mx518 hjá mér var hun orðin léleg eftir 4 ár held ég og þá vafði ég lélega partinn inní músina.(stytti snúruna smá) og er still going eftir sá aðgerð. ár síðan

Re: Léleg snúra á mús

Sent: Þri 28. Maí 2013 21:19
af odduro
ég helt að það væri bara logitech g5 mýsnar sem væru með snúru vandamál!

Re: Léleg snúra á mús

Sent: Þri 28. Maí 2013 21:42
af Xovius
Sendi PM á hinn eiganda svona músar hérna á vaktinni (fann hann í gegnum þráðinn "Hvaða mýs eru vaktarar að nota") og hann segist hafa upplifað nákvæmlega sama vandamál.
Kíki þá bara með þetta í tölvutek næst þegar ég á ferð í bæinn :P