Síða 1 af 1

Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:04
af C3PO
Sælir vaktarar
Er að fara í skjákorta uppfærslu bráðlega.
Er að skoða 780GTX kortið.

Hvaða týpu á marr að velja. EVGA, PNY,ASUS, GIGABYTE eða einhverja aðra??
Mér skilst að MSI séu hávær. Veit að EVGA er með fína ábyrgðarskilmála.
Annars veit ég ekki hvaða tegund er betri en aðrar. Væri gott að fá aðstoð frá ykkur vökturum um val á týpu.
Til dæmis, hver er ykkar reynsla af PNY kortum??
Hver er annars með EVGA kort hérna á Íslandi ???

Kv. D

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:08
af Xovius
Held að EVGA sé með bestu gæðin yfirleitt. Hinsvegar ekki mikið um þau í íslenskum búðum.

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:22
af JohnnyX
Ég er með Evga og gæti ekki verið sáttari. Kælingin er þrusugóð og það er auðvelt að leita til þeirra með hjálp og þess háttar. Annars fyrir það hef ég átt MSI kort og það var fínt, er voða neutral með þá reynslu. Það bara var þarna.

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:32
af AciD_RaiN
EVGA alla daga :happy
Annars er ég með PNY 680 kort og er mjög sáttur með það...

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:46
af MuGGz
Ég er rosalega EVGA litaður :oops:

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:52
af Nördaklessa
MSi með Twin Freezer II eru nánast hljóðlausar og ég mæli með þeim

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 13:59
af C3PO
Xovius skrifaði:Held að EVGA sé með bestu gæðin yfirleitt. Hinsvegar ekki mikið um þau í íslenskum búðum.


Er þá ekki barasta málið að panta það af utan.??
Hvað myndi svoleiðis enda í komið á klakkann?? Átti mig ekki alveg hvað á að velja á tollur.is til að reikna það út.
Ætli það komi ekki hingað til lands kringum 120 þúsund með öllu.

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 14:01
af C3PO
AciD_RaiN skrifaði:EVGA alla daga :happy
Annars er ég með PNY 680 kort og er mjög sáttur með það...


Kanski bara spurning að kaupa PNY hjá Tölvutækni og vera með ábyrgðina hjá þeim.

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 14:31
af MuGGz
Enginn tollur af tölvuvörum

Þannig verð + shipping * vsk

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 14:32
af MatroX
Evga upp á ábyrgð og gæði :)

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 14:52
af C3PO
Takk meistarar.
Skelli mér á EVGA.

Kv. D

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 14:54
af Tiger
Færi í þetta ef ég ætlaði í GTX780 í dag. Þessi nýja ACX kæling þeirra er að fá mjög góða dóma.

Mynd

Mynd


Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 15:18
af C3PO
Tiger skrifaði:Færi í þetta ef ég ætlaði í GTX780 í dag. Þessi nýja ACX kæling þeirra er að fá mjög góða dóma.

Mynd

Mynd



Var einmitt að skoða þetta hjá þeim. Líst mjög vel á þessa nýju kælingu.
En hvernig stendur á því að ég fæ upp verð í evrum en ekki dollurum??

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 15:30
af Tiger
Örugglega vegna þess að þú ert að skoða evrópusíðuna þeirra. Þeir senda til íslands, en ekki US síðan held ég örugglega.

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Mán 27. Maí 2013 16:47
af Xovius
Og ef það fylgir ekki með þá finnst mér það skylda að fá sér backplate á svona fallegt kort. Skil ekki afhverju það er ekki standard á öllum skjákortum í dag þar sem bakhliðin er jú sú hlið sem flestir sjá oftast!

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Fim 30. Maí 2013 11:41
af jojoharalds
Asus any day,flottasta lookið,og með fullt af aukadót.
þau eru oftast með bestu kælingar.og þér líður eins og þú ert með skjákort í kassanum ekki eitthvað plast sem bránar eftir korter.

bara mín skoðun.

Re: Hvaða tegung EVGA, PNY eða ....

Sent: Fim 30. Maí 2013 12:12
af C3PO
Xovius skrifaði:Og ef það fylgir ekki með þá finnst mér það skylda að fá sér backplate á svona fallegt kort. Skil ekki afhverju það er ekki standard á öllum skjákortum í dag þar sem bakhliðin er jú sú hlið sem flestir sjá oftast!


Getur marrr ekki pantað bakplate fyrir skjákortið.??
Og þá kannski hvar??