Síða 1 af 1

Tölvan slökkti bara á skjánnum og er eithvað skrítin

Sent: Mán 20. Maí 2013 23:23
af psteinn
Sælir vaktmenn,

Ég var áða í Far Cry 3 bara eithvað að leika mér þangað til að tölvan slökkti á skjánnum (eithvað "no signal detected") og hún byrjaði að koma með læti í viftu, ekki viss hvaða vifta en ég held að þetta var skjákortsviftan.
Svo bara hljómaði eins og hún restartaði sér bara, en ekki kveikti á skjánnum aftur og það sem ég tók eftir að þegar hún restartaði sér þá heyrðist þrisvar sinnum í "bíb" hljóðinu sem kemur alltaf þegar maður kveikir á henni.
Ég er nýbúinn að kaupa mér GeForce GTX 650Ti OCversion hjá tölvutek. Það er hinsvegar hundleiðinlegt að ég þarf að tengja það í VGA en ekki DVI við skjáinn hjá mér af því hann er of gamall... :(

Ég tek það fram að þetta hefur einungis gerst einu sinni, þetta gerðist bara áðan.
Hvað haldið þið að hafi komið fyrir? :( Og hvað get ég gert?

Intel Core i5-3450 CPU 3.10GHz
8.00GB RAM
750W
GeForce GTX 650Ti OCversion
120GB SATA3 Mushkin SSD 2.5'' Chronos Deluxe MX
2x Ómerkilegir 500 HDD
Win8 Pro 64 bit
Thermaltake V3 BlacX ATX

Re: Tölvan slökkti bara á skjánnum og er eithvað skrítin

Sent: Mán 20. Maí 2013 23:52
af KermitTheFrog
Athugaðu hvað bíb kóðinn þýðir með því að kíkja í móðurborðsmanualinn.

Sent from my GT-I9505 using Tapatalk 2

Re: Tölvan slökkti bara á skjánnum og er eithvað skrítin

Sent: Þri 21. Maí 2013 13:31
af psteinn
Samkvæmt þessu http://www.computerhope.com/beep.htm
þá er eithvað að RAM hjá mér?

Re: Tölvan slökkti bara á skjánnum og er eithvað skrítin

Sent: Þri 21. Maí 2013 13:46
af Haflidi85
ef ramið væri ónýtt, þá kæmi pípið alltaf og þú kæmist ekki langt i startup, allavegana er það mín reynsla ef ram fer að deyja. Eða er það ekki rétt skilið hjá mér að allt virkar núna eða kemur pípið alltaf ? Ef pípið kemur alltaf þá er bara fyrsta skref að taka einn minniskubbinn úr, og svo hinn og switcha svo slots og sjá hvort þú getur ekki fundið út hvort annarvhor kubbana eða slot in séu ónýt.

Re: Tölvan slökkti bara á skjánnum og er eithvað skrítin

Sent: Þri 21. Maí 2013 14:09
af psteinn
Takk fyirr fyrir frábær svör, tölvan startar núna upp við eitt beep. Er það ekki eðlilegt annars? :)

Re: Tölvan slökkti bara á skjánnum og er eithvað skrítin

Sent: Þri 21. Maí 2013 14:13
af Haflidi85
jú yfirleitt alltaf eitt beeb við startup