Síða 1 af 1

ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 17:18
af MuGGz
Er þetta verð eitthvað djók eða eru bara tollamálin hér heima að valda þessu rugli ?

http://www.newegg.com/Product/Product.aspx?Item=N82E16824236293

http://www.computer.is/vorur/4493/

Langaði í svona skjá enn 135k, veiit það ekki :face

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 17:39
af FreyrGauti
Er skjárinn ekki flokkaður sem sjónvarpstæki vegna þess að hann er með HDMI tengi?

Það og að hann er á tilboði þarna á Newegg, var á 580 dollara, lætur þetta verð hjá computer.is ekki virðast neitt rosalegt. 580 dollara sjónvarpstæki kostar 118k eftir tolla, ef það er frítt shipping.

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 18:01
af Halli25
FreyrGauti skrifaði:Er skjárinn ekki flokkaður sem sjónvarpstæki vegna þess að hann er með HDMI tengi?

Það og að hann er á tilboði þarna á Newegg, var á 580 dollara, lætur þetta verð hjá computer.is ekki virðast neitt rosalegt. 580 dollara sjónvarpstæki kostar 118k eftir tolla, ef það er frítt shipping.

HDMI og hátalara = sjónvarpstollur....

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 23:15
af tveirmetrar
Gæti einhver sett þetta inn jöfnuna sem hægt væri að fara eftir í innflutningsgjöldum á svona græju?
=449+150 (flutningskostnaður) *118 (gengi) *1,245 (VSK)
=599*118*1,245
=88.000 c.a.

En þarna vantar "sjónvarpstollinn".
Hvað er hann mikill?

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 23:24
af Baraoli
tveirmetrar skrifaði:Gæti einhver sett þetta inn jöfnuna sem hægt væri að fara eftir í innflutningsgjöldum á svona græju?
=449+150 (flutningskostnaður) *118 (gengi) *1,245 (VSK)
=599*118*1,245
=88.000 c.a.

En þarna vantar "sjónvarpstollinn".
Hvað er hann mikill?


*1,255 (VSK)

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 23:24
af andrespaba
Það er 25% vörugjald, svo kemur 25,5% VSK og svo er það 7,5% tollur.
Skv. Reiknivél Tollstjóra 72.060 kr. + 49.598 kr. = 121.658 kr.

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Þri 14. Maí 2013 23:30
af MuGGz
Óþolandi land

Sent from my GT-N7100 using Tapatalk 2

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Mið 15. Maí 2013 09:43
af motard2
þá er bara að fá sér benq XL2411t hann er 144hz lika en reyndar mini 24" en hann kostar bara 69900

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Mið 15. Maí 2013 10:36
af Daz
Fer líklega bara alveg eftir tollflokkuninni. Ef maður notar þetta verð í shopusa reiknivélina, þá kostar hann 90 þúsund sem tölvuskjár, en 132 sem sjónvarp. Sem sýnir reyndar hvað verðið á Newegg er gott, Shopusa er venjulega ekki undir búðarverði hérna heima.

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Mið 15. Maí 2013 12:22
af Xovius
Afhverju er ekki löngu búið að leiðrétta þessa augljóslega röngu tollaflokkun?

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Mið 15. Maí 2013 15:52
af FreyrGauti
Xovius skrifaði:Afhverju er ekki löngu búið að leiðrétta þessa augljóslega röngu tollaflokkun?


Þetta var ekki flokkað svona eitthvað óvart, allt planað.

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Mið 15. Maí 2013 16:00
af worghal
FreyrGauti skrifaði:
Xovius skrifaði:Afhverju er ekki löngu búið að leiðrétta þessa augljóslega röngu tollaflokkun?


Þetta var ekki flokkað svona eitthvað óvart, allt planað.

Var thessu ekki breytt i thetta af thvi ad folk var ad kaupa stora monitora i stad sjonvarpa til ad sleppa vid vid thennan toll, bara af thvi ad thad var enginn tv tuner?

Re: ASUS VG278HE 27" 144hz

Sent: Mið 15. Maí 2013 16:23
af Xovius
worghal skrifaði:
FreyrGauti skrifaði:
Xovius skrifaði:Afhverju er ekki löngu búið að leiðrétta þessa augljóslega röngu tollaflokkun?


Þetta var ekki flokkað svona eitthvað óvart, allt planað.

Var thessu ekki breytt i thetta af thvi ad folk var ad kaupa stora monitora i stad sjonvarpa til ad sleppa vid vid thennan toll, bara af thvi ad thad var enginn tv tuner?


Tollareglurnar eru nefninlega ákveðnar af alþjóðlegri stofnun og yfirfarnar á nokkurra ára fresti, er þetta atriði einhver séríslensk túlkun? Það er víst hægt að kæra svona misflokkun til þeirra, hefur enginn gert það?

Var aðeins að kíkja í gegnum tollskránna og samkvæmt henni ætti þetta að falla undir lið 8528.5100
"Aðrir skjáir: Sem gerðir eru eingöngu eða aðallega til nota í
gagnavinnslukerfum í nr. 8471" http://www.tollur.is/upload/files/Tolls ... 202012.pdf

Hvar annarsstaðar er þetta flokkað ef þetta fellur ekki undir þetta og afhverju?