Síða 1 af 1

Verður kæling vandamál í micro Atx kassa?

Sent: Þri 14. Maí 2013 13:40
af linenoise
Er að spá í að setja saman mj. ódýran lítinn server. (Hann þarf að vera tiltölulega lítill, þarf að komast fyrir í ákveðinni hillu, án þess að vera til trafala)

Ætla að kaupa þennan kassa: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1642
Og þetta móðurborð: http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1255
Og svo einhvern ódýran örgjörva og minni.

Eina sem veldur mér hugarbrotum, er hvort ég get notað venjulega kælingu, eða hvort formfaktorinn bíður ekki upp á það?
Getið þið svarað þessu, kæru uppfærslunördar, og kannski mælt með ofur ódýrri kælingu sem myndi henta á AM2 og helst AM3 ef ég uppfæri seinna?

Takk, takk!

Re: Verður kæling vandamál í micro Atx kassa?

Sent: Þri 14. Maí 2013 13:45
af Xovius
Getur kannski ekki notað alveg hvaða kælingu sem er en það er nú samt helling í boði fyrir þig held ég...

Re: Verður kæling vandamál í micro Atx kassa?

Sent: Þri 14. Maí 2013 13:49
af Stutturdreki
Eh.. finn ekkert info um þennan kassa hjá framleiðandanum (http://www.ezcool.com.tw/products.php?c=655) en miðað við spec sem kisildalur gefur þá er 120mm vifta að aftan og 90mm vifta að framan svo kassinn virðist amk. nógu stór fyrir 120mm viftur. Miðað við það þá myndi ég gera ráð fyrir að það væri pláss fyrir sæmilega örgjörvakælingu.

Ef þú ert hinsvegar að setja saman file server þá þarftu ekki að gera ráð fyrir miklu CPU álagi og því ætti stock kæling að duga alveg ágætlega.

Edit:
Oops.. ruglaði viftunum að framan og aftan, en anyroad, kassinn er 18sm 'þykkur' svo það ætti að vera pláss fyrir hvaða örgjörvakælingu sem er sem er ekki hærri en svona 15-16sm. En, myndi halda að stock örgjörvakæling væri alveg að gera sig í file server.

Re: Verður kæling vandamál í micro Atx kassa?

Sent: Þri 14. Maí 2013 14:11
af linenoise
Þetta hljómar vel! Byrja með stock, og sjáum svo hvað setur. Takk fyrir :)