Síða 1 af 1
Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 17:42
af Xovius
http://www.ebay.com/bhp/yamakasi-catlea ... CF0746246B2560*1440, yfirklukkast flestir uppí 120hz og sumir jafnvel uppí 144hz, 27".

Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 17:51
af Arkidas
Búinn að eiga 2 Shimian skjái síðan í September. Mjög fínir.
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 17:52
af Viktor
Ansi leiðinleg mynd þarna, en ég leyfi mér að efast um ágæti þessa skjás.
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 18:54
af Baraoli
Xovius skrifaði:http://www.ebay.com/bhp/yamakasi-catleap-q270;jsessionid=FA30DA12FDC904F41F4F0DCF0746246B
2560*1440, yfirklukkast flestir uppí 120hz og sumir jafnvel uppí 144hz, 27".
Þetta yamakasi merki stingur í augun hvað það er stórt ljót og áberandi.
Annars myndi ég aldrei treysta svona noname dæmi en það er kanski bara ég

Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 20:56
af Arkidas
Merkið skiptir engu máli. Þetta er sami panell og í Apple Thunderbolt skjáunum. En A- panell þó, ekki A+.
Skjáirnir eru niðurgreiddir af kóreska ríkinu og hafa litla / ljóta yfirbyggingu og eru þess vegna ódýrir.
Mér skilst að Kísildalur sé að fara að nota þessi panel til þess að bjóða upp á svona skjái með ábyrgð á Íslandi
(þeir sögðu mér það núna um síðustu jól, veit ekki hvernig þetta hefur þróast).
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 20:59
af Plushy
Finnst þetta flottir skjáir bara, Yamakasi merkið fer ekkert fyrir augun á mér frekar en BenQ/Acer/Samsung.
Ef þetta væri í boði í einhverri búð á íslandi á þessu verði myndi ég kaupa eitt stk

Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:08
af Frosinn
Þessir skjáir eru vissulega ódýrir. Þeir skjáir sem eru á góða verðinu ($248) eru bara með DVI-D (sumsé ekki með display-port eða HDMI). Standard eru skjáirnir 60hz, en hægt er að kaupa spjald í það sem keyrir þá upp í 125hz (kostar $40).
Ég er búinn að skoða þessa skjái töluvert fyrir fjársterkan aðila hérlendis sem hugði á innflutning. Var í viðræðum við verksmiðjurnar úti í S-Kóreu og alles. En hætt var við kaup á 20 feta gámi af þessum skjám þar sem gæði IPS í skjánum er A mínus, og þeir afhendast með allt að 4 dauðum pixlum. Ekki hentugt fyrir kröfuharða Íslendinga.
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:10
af MuGGz
Væri ekki leiðinlegt að eiga 2560x1440 120hz skjá
Þú getur keypt þá pixel perfect, hversu vel það stenst er spurning
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:11
af AntiTrust
2-4 dauðir pixlar eru líka yfirleitt nóg til útskipta ef ég man rétt, lagalega séð - fer þó eftir staðsetningu á pixlunum. En synd, ótrúlega pirrandi að maður þurfi að punga út 100k fyrir hærra res en 1080p.
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:12
af MuGGz
Sé samt stóran kost t.d. fyrir mig að losna við HDMI tengið þar sem ég nota bara DVI
Munar HELLING í innflutningi vegna tolla!
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:13
af Frosinn
Til að fá pixel perfect skjá þarftu að versla slíkan af einhverjum sem er búinn að taka skjá og prófa hann. Þarft að jafnaði að borga 100-150 USD fyrir slíkt (kóreskir námsmenn gera þetta t.d.) og þá er nú mest af sparnaðnum farinn.
Og verksmiðja Yamakasi skiptir ekki út nema það séu 5 dauðir pixlar eða meira.
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:15
af MuGGz
BenQ eru komnir með 27" 120hz skjá sem mun kostar í kringum 100kallinn hér heima
Enn það er eingöngu 1080p skjár
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:15
af Maniax
er með Pixel Perfect Yamakasi skjá og er það besti skjár sem ég hef átt, Eini gallinn er að hann spilar ekki HDCP varið efni í gegnum HDMI
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:23
af hjalti8
var akkúrat að fá eitt stykki catleap 2703 heim í dag. Ég keypti pixel perfect útgáfu(max 1 svartur pixill) og hann kostaði 67k með öllum gjöldum :
http://www.ebay.com/itm/130898742378?ss ... 1497.l2649Það var svo einn dauður pixill upp í hægra horni en annars er skjárinn nánast perfect. Basicly ómögulegt að koma auga á þennan pixil nema með því að grandskoða skjáinn með hvítum bakgrunn.
Við fyrstu sín virðist vera töluvert betri contrast heldur en á gamla
Dell U2311H(e-IPS panel) skjánum mínum, en það er sennilega vegna þess að fjólubláa IPS glow-ið fór rosalega í taugarnar á mér.
Það er samt ips glow á þessum S-IPS panelum en það er hvítt/silfrað en ekki fjólublátt, ég hef ekki ennþá tekið eftir því þar sem það er ennþá mjög bjart í herberginu mínu(glataðar gardínur) svo ég get heldur ekki ennþá kommentað á backlight bleeding(hef amk ekki tekið eftir neinu í björtu herbergi).
Svo tók ég frekar glossy skjá þó svo að það sé frekar slæm speglun þá er ekki sniðugt að hafa grófa matta filmu þegar þú ert kominn með svona fína upplausn. Ég sé ekki eftir því.
Þetta er ekkert æðislegt build quality hjá yamakasi en 2560x1440 LG S-IPS panellinn er það æðislegur að ég get vel horft framhjá umgjörðinni. Í heildina er ég mjög ánægður með þessi kaup og sé ekki ástæðu til að eyða 150k í svipaðan dell skjá sem er svo með verra input lag

Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:25
af Arkidas
Báðir Shimian skjáirnir mínir eru pixel perfect án þess að ég hafi valið að kaupa pixel perfect skjái sérstaklega.
Snýst bara um smá heppni!
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:26
af MuGGz
hjalti8 skrifaði:var akkúrat að fá eitt stykki catleap 2703 heim í dag. Ég keypti pixel perfect útgáfu(max 1 svartur pixill) og hann kostaði 67k með öllum gjöldum :
http://www.ebay.com/itm/130898742378?ss ... 1497.l2649Það var svo einn dauður pixill upp í hægra horni en annars er skjárinn nánast perfect. Basicly ómögulegt að koma auga á þennan pixil nema með því að grandskoða skjáinn með hvítum bakgrunn.
Við fyrstu sín virðist vera töluvert betri contrast heldur en á gamla
Dell U2311H(e-IPS panel) skjánum mínum, en það er sennilega vegna þess að fjólubláa IPS glow-ið fór rosalega í taugarnar á mér.
Það er samt ips glow á þessum S-IPS panelum en það er hvítt/silfrað en ekki fjólublátt, ég hef ekki ennþá tekið eftir því þar sem það er ennþá mjög bjart í herberginu mínu(glataðar gardínur) svo ég get heldur ekki ennþá kommentað á backlight bleeding(hef amk ekki tekið eftir neinu í björtu herbergi).
Svo tók ég frekar glossy skjá þó svo að það sé frekar slæm speglun þá er ekki sniðugt að hafa grófa matta filmu þegar þú ert kominn með svona fína upplausn. Ég sé ekki eftir því.
Þetta er ekkert æðislegt build quality hjá yamakasi en 2560x1440 LG S-IPS panellinn er það æðislegur að ég get vel horft framhjá umgjörðinni. Í heildina er ég mjög ánægður með þessi kaup og sé ekki ástæðu til að eyða 150k í svipaðan dell skjá sem er svo með verra input lag

120hz ?
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 21:38
af hjalti8
MuGGz skrifaði:120hz ?
neib, eins og 'Frosinn' tók fram þá þarf að kaupa sér pcb til að yfirklukka:
http://overlordcomputer.com/products/overlord-pcb-set
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 22:05
af KermitTheFrog
MuGGz skrifaði:Sé samt stóran kost t.d. fyrir mig að losna við HDMI tengið þar sem ég nota bara DVI
Munar HELLING í innflutningi vegna tolla!
Held alveg örugglega að það sé búið að leiðrétta þann misskilning. Allavega miðað við verðið á þessum:
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur
Re: Yamakasi Catleap - Svakalegir skjáir, er þetta málið?
Sent: Mán 13. Maí 2013 22:20
af MuGGz
KermitTheFrog skrifaði:MuGGz skrifaði:Sé samt stóran kost t.d. fyrir mig að losna við HDMI tengið þar sem ég nota bara DVI
Munar HELLING í innflutningi vegna tolla!
Held alveg örugglega að það sé búið að leiðrétta þann misskilning. Allavega miðað við verðið á þessum:
http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur
Það væri gaman að fá staðfestingu á þessu.... því þetta myndi muna alveg helling að flytja sjálfur inn skjá!