Síða 1 af 1

Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Þri 07. Maí 2013 19:21
af fedora1
Sælir Vaktarar
Þekkið þið hvort hægt sé að uppfæra minni í packard bell PAV 80 ?
Þetta er 10.1" tölva sem kemur með 1GB minniskubb. Ég finn þessa tölvu ekki á heimasíðu packard bell.

Ég held að tölvan hafi verið keypt í Tölvutækni.

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Þri 07. Maí 2013 20:16
af Hvati
Stendur ekkert módel númer undir vélinni á hvítum miða annað en þetta númer?

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Þri 07. Maí 2013 21:07
af fedora1
Hvati skrifaði:Stendur ekkert módel númer undir vélinni á hvítum miða annað en þetta númer?


Model no: PAV80
Svo er eitthvað S/N og SNID

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Þri 07. Maí 2013 21:34
af Hvati
Ef þessi vél er með Intel Atom N450 örgjörva þá er líklegt að þú getir stækkað hana í 2 GB, annars get ég staðfest þetta á morgun ef þú sendir mér S/N vélarinnar.

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Þri 07. Maí 2013 22:37
af fedora1
Hvati skrifaði:Ef þessi vél er með Intel Atom N450 örgjörva þá er líklegt að þú getir stækkað hana í 2 GB, annars get ég staðfest þetta á morgun ef þú sendir mér S/N vélarinnar.

Ég er ekki með vélina og veit ekki hvaða típa af Atom örgjörfa er í henni, en s/n er : LUBPS0D0020345081B1601
Ertu að vinna í tölvutek ?

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Þri 07. Maí 2013 23:03
af Hvati
Jamm, skal tékka á þessu á morgun og láta þig vita.

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Mán 13. Maí 2013 08:48
af fedora1
Hvati skrifaði:Jamm, skal tékka á þessu á morgun og láta þig vita.


Sæll
Ef þú átt tíma í að skoða þetta fyrir mig væri það vel þegið [-o<

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Mán 13. Maí 2013 17:22
af Hvati
fedora1 skrifaði:
Hvati skrifaði:Jamm, skal tékka á þessu á morgun og láta þig vita.


Sæll
Ef þú átt tíma í að skoða þetta fyrir mig væri það vel þegið [-o<

Ég afsaka hvað það heyrist seint frá mér, það er hægt að stækka þessa vél í 2 GB max með DDR2 800 MHz.
Þessi myndi ganga: http://www.tolvutek.is/vara/mushkin-2gb ... -fartolvur

Re: Er hægt að uppfæra minni í packard bell PAV 80

Sent: Mán 13. Maí 2013 18:05
af fedora1
Hvati skrifaði:
fedora1 skrifaði:
Hvati skrifaði:Jamm, skal tékka á þessu á morgun og láta þig vita.


Sæll
Ef þú átt tíma í að skoða þetta fyrir mig væri það vel þegið [-o<

Ég afsaka hvað það heyrist seint frá mér, það er hægt að stækka þessa vél í 2 GB max með DDR2 800 MHz.
Þessi myndi ganga: http://www.tolvutek.is/vara/mushkin-2gb ... -fartolvur


Ekkert stress, kærar þakkir fyrir þetta, ég kem við hjá ykkur við tækifæri :)