Síða 1 af 1

Mús með leiðindi

Sent: Fim 02. Maí 2013 18:22
af Swooper
Ég er með Gigabyte GM-M8000 mús sem ég hef verið mjög ánægður með síðan ég fékk hana (2-3 ár síðan, finn ekki ábyrgðarskírteinið enda líklega dottin úr ábyrgð), en upp á síðkastið hefur hún verið að hegða sér frekar illa. Hún er með stillanlegt sensitivity, og stundum breytist stillingin án þess að ég geri neitt. Stundum ýtist líka á back þumaltakkann af sjálfsdáðum.

Ég hef lent í músum sem voru farnar að tvísmella þó maður klikkaði bara einu sinni, en þetta er nýtt fyrir mér. Er einhver sem hefur hugmynd um hvað gæti verið að og hvernig ég gæti lagað það? Eða er hún bara einfaldlega orðin gömul og tími kominn á endurnýjun?