Síða 1 af 1

mini-ITX?

Sent: Sun 28. Apr 2013 21:43
af appel
Hvaða álit hafa menn á svona mini-ITX kubbum?

- Er hægt að setja saman jafnhraðvirka vél og í turnkassa?
- Eru þær hljóðlátar?
- Fá þær nægja kælingu og loftflæði?
- Reliable í 24/7 keyrslu?
etc.

Hver er ykkar fróðleikur um þetta?

Hérna er eitthvað sem ég er að skoða:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8154
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=8273

Re: mini-ITX?

Sent: Sun 28. Apr 2013 22:01
af AciD_RaiN
Ef bitfenix prodigy er tekinn gildur sem svona "kubbur" þá get ég alveg sagt það frá minni eigin reynslu að þetta er sko ekkert að hindra það að þú getir verið með almennilega ofurtölvu í litlum pakka ;) Reyndar er minn tæp 15 kíló þannig það er kannski ekkert gaman að fara með hann út í göngutúr :lol:

Re: mini-ITX?

Sent: Sun 28. Apr 2013 22:15
af Baraoli
Sjálfur er ég með m-ITX gæti ekki verið sáttari með size factor og möguleikana sem hægt er að nota þetta í.
sjálfur stefni ég um mánaðarmótin að gera eitthvað sniðgut við íhlutina mína og gera eitthvað almennilegt úr þessu :)

Re: mini-ITX?

Sent: Mán 29. Apr 2013 11:20
af Vaski
Ég er að notast við Node 304: http://www.fractal-design.com/?view=pro ... =2&prod=94 og ástæðan fyrir því að ég valdi hann er sú að ég kem almennilegri kælingu fyrir í honum til að halda honum hljóðlátum. En ég er náttúrlega ekki með skjákort í honum, og því þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því að koma því fyrir, en mundi mæla með Asus nvidia 670 mini kortinu í hann ef þú ætlar að fá þér leikjaskjákort, þar sem getur verið lítið pláss ef þú er með stóran afgjafa, sérstaklega ef hann er modular http://www.asus.com/Graphics_Cards/GTX6 ... /#overview

Re: mini-ITX?

Sent: Mán 29. Apr 2013 11:26
af SIKk
Vaski skrifaði:Ég er að notast við Node 304: http://www.fractal-design.com/?view=pro ... =2&prod=94

Mæli eindregið með þessum, frábær kassi í alla staði :happy