Síða 1 af 1

USB tengin missa spennuna sína?

Sent: Mán 22. Apr 2013 13:52
af Stufsi
Fyrir u.þ.b einu ári, þá byrjaði tölvan að vera með vesen, þegar ég var t.d. að spila tölvuleikinn League of Legends þá allt í einu þegar svona 10-20 mínútur voru liðnar af leiknum þá duttu öll USB tækin út. Það var eins og þau hefðu bara misst alla sína spennu eða 5V, ég ákvað að restarta tölvunni, allt í lagi með það spenna á öllum USB tengjum, tengist svo aftur við leikinn þegar stýrikerfið var búið að klára að ræsa sig. Eftir u.þ.b 5-10 mínútum síðar þá gerðist þetta aftur og ég endurtek fyrri leikinn að endurræsa tölvunni og það gerðist aftur og aftur, svo þegar þessi ákveðni LoL leikur var búin sleppti ég að fara í leik í svoldinn tíma samt gerðist þetta, man ekki hvort það var daginn eftir eða nökkrum dögum síðar sem bara allt í einu var allt komið í lag. Síðan þetta gerðist hefur þetta ekki gerst aftur eða þar til núna í gær.
Var búin að spila LoL leik í ca 15 mín þá ákveður tölvan að vera með þessi leiðindi aftur, svo þegar sá leikur er búin fer ég að gera eithvað annað í tölvunni, var með forrit sem heitir "Speccy" í gangi á meðan ég að googla um þetta, en hinsvegar á meðan ég var að googla þetta þá gerðist ekkert, þar að segja, spennan fór ekki af. (En í þessu forriti "Speccy" er hægt að sjá hinar ýmsu tölur og upplýsingar, t.d. Spennuna á USB tengjum, t.d. er +5v að flakka á milli 4.900V og 4.973V. -5V er að flakka á milli -1.200v og 3.500v akkurat núna.) En þegar ekkert gerðist þar að segja engin usb tengi duttu út þá tók ég annan LoL leik og ekkert gerðist allan þann leik, var mjög ánægður með það. En svo um kvöldið þá tek ég einn leik með félögum mínum og þá fer þetta að gerast aftur.
Einhverjar hugmyndir um hvað er að gerast?
Mér finnst allavega líklegast að það er spennan sem fer af tengjunum þegar þetta gerist, hef reyndar aldrei verið með kveikt á Speccy þegar þetta gerist, þannig ég hef ekki getað séð þetta þar.
Er búin að reyna að fara í Device Manager og fara í properties á USB tengjum og unchecka "Allow the computer to turn off this device to save power". Það virðist ekki hafa virkað í gær.

Afsakið stafsetningarvillur og svona :)

Þessi tölva er orðin 5 ára gömul

Re: USB tengin missa spennuna sína?

Sent: Mán 22. Apr 2013 14:31
af Garri
Ég varð var við hönnunargalla á þessum tengjum eitthvað fyrir 2000. Þá gerðist það einmitt með ferðatölvu sem ég átti, að tengið náði að konslútta. Þetta var eftir mjög hóflega notkun. Þegar tengið konslúttaði þá endurræsti tölvan sig.

Mig grunar að þetta hafi ekki verið lagað og í öflugri tölvum með öflugri aflgjafa, þá leiði þessi bilun út í allskonar leiðindi, þar sem samsláttur eyðir mikilli orku en ekki endilega sem endurræsing eða straumrof.

Hvort þetta sé bilunin sem á við hjá þér, skal ég ekki segja, en ef þú getur mælt orkuþörf aflgjafans, þá gætir þú kannski fundið þetta, eins ef þú getur aftengt USB tengin eitt í einu.