Síða 1 af 1
skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Lau 20. Apr 2013 00:48
af Bragi Hólm
var að fá 50" skjá. og tengdi tölvuna við hann með VGA. nema að það er alveg sama hvað ég geri skjámyndin er alltaf of stór. er engin snillingur í hugbúnaði svo ég kann ekki öll trixin.
allar hugmyndir og leiðbeiningar vel þegnar.
heitir panasonic th-50ph9
Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Lau 20. Apr 2013 01:01
af I-JohnMatrix-I
Ertu viss um að þetta sé stilling í tölvunni ? Það eru oft stillingar í sjónvörpum sem heita native eða smart í display settings eða picture settings sem þarf að stilla á þegar þú tengir tölvur við þau.
Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Lau 20. Apr 2013 01:34
af angelic0-
50" skjár... tengdur með VGA.... er virkilega ekki DVI tengi í það minnsta á skjánum

Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Lau 20. Apr 2013 07:53
af demaNtur
angelic0- skrifaði:50" skjár... tengdur með VGA.... er virkilega ekki DVI tengi í það minnsta á skjánum

• Supports VGA, SVGA and XGA (uncompressed); SXGA, and UXGA (compressed) PC signal compatibility
Tekið frá >
http://catalog2.panasonic.com/webapp/wc ... splayTab=OSíðan er sennilega hdmi tengi líka, enn nenni ekki að lesa meira í bili

Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Lau 20. Apr 2013 12:14
af Bragi Hólm
nei án gríns þá er ekki DVI og ekki HDMI o_O, fékk þennan skjá fyrir 10þús svo grenja hann ekki, meina virkar "flott" með sjónvarpsflakkaranum, nota RCA tengi frá honum. Enn fæ bara ekki fjandans skjámyndina til að fitta á skjáinn frá tölvu
Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Lau 20. Apr 2013 12:20
af Bragi Hólm
Þetta er The Panasonic Viera TH-50PH9 ekki Uk eða neitt fyrir aftan. örugglega fyrsta týpan af svona skjá. bara eldra fólk sem átti þetta og sögðust nánast aldrei hafa notað þetta. Aðallega fréttatímann annað slagið. Sonur þeirra gaf þeim þetta enn þetta væri alltof stórt fyrir þau. Þau voru ánægð með að eiga bara gamla sjónvarpið ennþá sem þau voru með í annari stofu 32" túpa. Enda lookar það eins og nýtt þó örugglega hundgamalt sé.
Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Sun 28. Apr 2013 10:24
af Bragi Hólm
hmmm svona fyrir aðra sem kanski mögulega enn samt ólíklega lenda í þessu að þá hérna...

ákvað ég að fara að fikta í þessu aftur og reyna að tengja tölvuna og fann vandamálið
PC stöðin á sjónvarpinu var stillt á zoom hægt að stækk skjáinn og zoom-a in 6 falt á þessu apparati og því fékk ég myndina aldrei til að fitta skjáinn.
](./images/smilies/eusa_wall.gif)
*taka framm að pc stöðin var semsagt zoom-uð inn 4falt og var það ástæða þess að skjámyndin fittaði ekki..
Re: skjámynd of stór fyrir skjáinn hvað skal gera?
Sent: Sun 28. Apr 2013 13:07
af Hallipalli
Ætti að vera einhver staðar í setup á sjónvarpinu hjá þér "overscan" stilltu það á OFF