Síða 1 af 1

Val á skjá

Sent: Sun 14. Apr 2013 11:41
af Kallikúla
Sælir, ég er að spá í að kaupa skjá og ætla að spyrja hvort það séu einhverjir góðir skjáir á 10þ.
Ef ekki er ég óhræddur um að fara upp í 30þ en hels ekki ofar.
Ég mun mestalagi nota skjáin í youtube browse og spila leiki.
Ég er með skjá í láni sem ég tengi með HDMI og væri fínt að fá skjá með HDMI tengi.

-Kalli

Re: Val á skjá

Sent: Sun 14. Apr 2013 11:53
af littli-Jake

Re: Val á skjá

Sent: Sun 14. Apr 2013 14:39
af Swanmark
Ef að þú notar ekki hátalara á skjánum, notaðu þá DVI snúru.

Allavega hjá mér og félaga mínum gerir HDMI allt svo hvítt!! :l

Re: Val á skjá

Sent: Sun 14. Apr 2013 16:08
af Kallikúla
Er HDMI tengi ekki eitthvað HD stuff?

Re: Val á skjá

Sent: Sun 14. Apr 2013 17:11
af KermitTheFrog
HDMI stendur fyrir High Definition Media Interface. Það skiptir þó litlu máli með svona skjái þar sem það er ekki þörf á mikilli bandvídd. Þú getur allt eins notað DVI en HDMI flytur þó bæði hljóð og mynd.

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: Val á skjá

Sent: Sun 14. Apr 2013 17:28
af DJOli
Ef ég væri að fá mér aukaskjá þá færi ég eflaust í þennan:

http://www.att.is/product_info.php?cPat ... 8bf1afd047