Síða 1 af 1

Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 01:21
af Output
Sælir.

Ég er með Razer Blackwidow lyklaborð og er byrjaður að lenda í smá vandræðum með það.

Vandamálið er s.s. að stundum þegar ég er að skrifa þá svarar lyklaborðið ekki (As in ég ýti á [W] og ekkert gerist).

Ég er búin að hella Pepsi einu sinni yfir lyklaborðið. Það sem ég gerði eftir það var að hreinsa switchana með acetone-i. Svona 3 mánuðum seinna byrjaði nokkrir takkar á lyklaborðinu ekki að svara, ég þarf alltaf að lumbra á tökkunum ~3 sinnum áður en það gerði eitthvað. Ég býst við að þetta tengist eitthvað við þegar ég helti pepsi-inu yfir vegna þess að takkarnir sem svara ekki eru á sirka staðnum sem pepsi-ið helltist yfir.

Hafið þið hugmyndir um hvað væri að?

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 01:44
af demaNtur
Gæti verið að lyklaborðið sé meira fyrir kók :guy

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 01:50
af I-JohnMatrix-I
demaNtur skrifaði:Gæti verið að lyklaborðið sé meira fyrir kók :guy


Sry fyrir off topic en ég grenjaði!!

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 01:51
af Output
demaNtur skrifaði:Gæti verið að lyklaborðið sé meira fyrir kók :guy


Ég vissi að ég hefði átt að segja gos =.=

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 02:04
af Snorrivk
Output skrifaði:
demaNtur skrifaði:Gæti verið að lyklaborðið sé meira fyrir kók :guy


Ég vissi að ég hefði átt að segja gos =.=


Þá hefði það verið meira fyrir bjór :D

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 06:53
af KrissiK
demaNtur skrifaði:Gæti verið að lyklaborðið sé meira fyrir kók :guy

you sir... deserve a medal ! :D :guy

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 09:49
af Garri
Acetoni??????

Aldrei að nota Aceton með einhverju sem er gert úr plasti. Aceton er einmitt notað í allskonar plastlím.. leysir upp plast.

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 11:05
af KermitTheFrog
Reyndu að redda þér contact spreyi og hreinsa með þvi

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 14:22
af playman
KermitTheFrog skrifaði:Reyndu að redda þér contact spreyi og hreinsa með þvi

Sent from my GT-I9100 using Tapatalk 2

Contact sprey eyðirleggur plast.

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 14:47
af Output
Garri skrifaði:Acetoni??????

Aldrei að nota Aceton með einhverju sem er gert úr plasti. Aceton er einmitt notað í allskonar plastlím.. leysir upp plast.


Fuck.

Ég spurði kunningja minn hvað væri besta leiðin að hreinsa pepsi-ið af switch-unum og hann sagði mér að best væri að taka eyrnapinna með smá acetoni og nudda smá á switchana. ](*,) The more you know.

Re: Blackwidow svarar ekki

Sent: Sun 14. Apr 2013 14:53
af playman
Output skrifaði:
Garri skrifaði:Acetoni??????

Aldrei að nota Aceton með einhverju sem er gert úr plasti. Aceton er einmitt notað í allskonar plastlím.. leysir upp plast.


Fuck.

Ég spurði kunningja minn hvað væri besta leiðin að hreinsa pepsi-ið af switch-unum og hann sagði mér að best væri að taka eyrnapinna með smá acetoni og nudda smá á switchana. ](*,) The more you know.

Ef þú hefðir notað spritt þá hefði þetta reddast.