Síða 1 af 1

Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Mið 10. Apr 2013 00:05
af Krissinn
Tölvan hjá tengdó, Toshiba satellite A100-886 neitar að kveikja á sér. Ég er búinn að prófa að taka battery-ið úr henni og hafa hana einungis tengda í vegginn en ekkert skeður. Eina sem kemur er gult ljós með mynd eða icon við af battery-i á vélinni sem blikkar í smástund ef ýtt er á power takkan. Tengdó fór og lét mæla hleðslutækið og það er í lagi þannig að ég er ráðþrota... Hvað gæti verið að? Ég er einnig búinn að skipta um power snúru úr straumbreyti í vegg en það bar engn árangur! :(

Re: Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Mið 10. Apr 2013 01:50
af beggi90
Búinn að prófa að skipta um vinnsluminni eða a.m.k sjá hvort hún hegði sér eins með öðru eða engu minni? (flestar tölvur pípa án minnis)

Re: Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Mið 10. Apr 2013 07:21
af BjarniTS
Hugsanlegt er að tölvan sé ekki að taka á móti straum frá hleðslutæki.
*) færðu ljós þegar þú ert með tölvuna tengda án rafhlöðu ?

Ef svo er ekki þá er líklegt að strauminntak tölvu sé í ólagi.
Þú gætir staðfest þetta ef þú kæmist t.d í prufurafhlöðu.

Re: Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Mið 10. Apr 2013 09:33
af playman
Sumar vélar neita að starta sér án rafhlöðu, og ef að rafhlaðan er ónít þá mun hún ekki starta sér upp, sjáðu hvort að þú getir ekki komist
í rafhlöðu einhverstaðar til að prófa.

Svo er önnur spurning hvort að eitthvað hafi komið fyrir rafmagns inntakið á vélini, hugsanlega brotin eða laus lóðning.

Re: Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Fim 11. Apr 2013 02:01
af Krissinn
beggi90 skrifaði:Búinn að prófa að skipta um vinnsluminni eða a.m.k sjá hvort hún hegði sér eins með öðru eða engu minni? (flestar tölvur pípa án minnis)


Prófaði það en ekkert gerist.

Re: Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Fim 11. Apr 2013 02:04
af Krissinn
Það gæti verið að tengdó hafi farið með vitlaust hleðslutæki í mælingu.... Það voru nokkur í hrúgu og ég var ekki á staðnum þegar hún fór og lét mæla þetta. Ætlum að ganga úr skuggu um að þetta sé pottþétt ekki hleðslutækið á mrg. Það suðar eða ískrar í rétta hleðslutækinu, Maður heyrir það með því að leggja það uppvið eyrað.

Re: Toshiba satellite A100-886 vill ekki kveikja á sér!

Sent: Fim 11. Apr 2013 02:07
af beggi90
krissi24 skrifaði:Það gæti verið að tengdó hafi farið með vitlaust hleðslutæki í mælingu.... Það voru nokkur í hrúgu og ég var ekki á staðnum þegar hún fór og lét mæla þetta. Ætlum að ganga úr skuggu um að þetta sé pottþétt ekki hleðslutækið á mrg. Það suðar eða ískrar í rétta hleðslutækinu, Maður heyrir það með því að leggja það uppvið eyrað.


Spurning um að fara bara með tölvuna líka um leið og hleðslutækið er mælt.
Ef að hún er að fara með hleðslutækið á verkstæði að láta mæla það eiga öll verkstæði venjulegt toshiba hleðslutæki sem þau gætu prófað að ræsa vélina með.