Síða 1 af 1
Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:02
af mic
Hvaða 27" Skjá á maður að fá sér ekki dýrari en 65.000, eða á maður að safna og fá sér dýrari skjá það bættist í sjóðinn svona 10.000 kr á mánuði.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:07
af Plushy
Það er listi af skjáum frá 42.750 til 59.900 á verðvaktinni, ekkert af þeim góðir? hef annars lítið vit á skjám

Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:10
af Frosinn
Svo má alltaf taka sénsinn á lotteríinu á einum 27" 2560x1440 frá S-Kóreu, ef ábyrgð skiptir ekki öllu, eitt DVI-D tengi er nóg og hugsanlegt að hann sé ekki pixel-perfect.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:15
af mic
Jú en hver eru góð kaup þá varðandi gæði og endingu.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:19
af lollipop0
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:55
af tanketom
ég er með LG skjáinn frá elko og er mjöög sáttur, líka uppá það að fá sér fleirri hlið við hlið þá er enginn rammi sem er að bögga mann utanum LG skjáinn.. Ég var með skjá frá tölvutek sem kostaði 49.990 BenQ var ekkki alveg sáttur með hann en ef ég ætti nóg af pening þá myndi ég fara í þennan hérna
http://www.asus.com/Monitors_Projectors/VG278H/ hann kostar sirka 150 ef þú kaupir hann frá budin.is, hef ekki fundið hann ódýrari nema þú pantir hann sjálfur að utan en þá ertu nátturulega ekki með neina ábyrð
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 11:56
af rapport
Held að þegar maður er kominn með 27" skjá þá vilji maður eitthvað meira en 1920x1080, algjört lágmark væri 1920x1200
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 12:44
af tanketom
rapport skrifaði:Held að þegar maður er kominn með 27" skjá þá vilji maður eitthvað meira en 1920x1080, algjört lágmark væri 1920x1200
þurfum bara býða eftir betri tækni í þessu, þegar þú ert kominn í hærri upplausn þá er þetta meira fyrir þá sem eru í myndvinnslu, því að response time er hræðilegur í 2560x1440, ég hef nú ekki sé marga sem eru í 1920x1200 og þá eru þeir yfirleitt ekki wide-screen
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 13:36
af mind
tanketom skrifaði:þurfum bara býða eftir betri tækni í þessu, þegar þú ert kominn í hærri upplausn þá er þetta meira fyrir þá sem eru í myndvinnslu, því að response time er hræðilegur í 2560x1440, ég hef nú ekki sé marga sem eru í 1920x1200 og þá eru þeir yfirleitt ekki wide-screen
Rangt.
Dæmi:
http://www.samsung.com/hk_en/consumer/computer-peripherals/monitors/commercial/LS27A850DS/XK?subsubtype=sa650-and-sa850-led5ms
Einnig ertu væntanlega tala um panel response time, sem er eiginlega orðinn 8ms eða minna á öllum skjám.
Hvort svartíminn á panel er 2, 5 eða 8 ms hefur vægast sagt takmarkað vægi þegar raunveruleikinn er sá að endanlegur svartími á skjá er yfirleitt 25-50 ms.
Þessvegna getur 8ms skjár auðveldlega verið betri en 2ms skjár hvað heildarsvartíma varðar, þó tölur gefi annað til kynna.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:03
af rapport
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:15
af Gunnar
rapport skrifaði:https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=A9P21AA
1920x1200, LED á 65þ. á góðum fæti...
24"
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:16
af Daz
rapport skrifaði:https://www.okbeint.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=A9P21AA
1920x1200, LED á 65þ. á góðum fæti...
En bara 24"
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:23
af Gilmore
Mér finnst frekar lítið spennandi vera að gerast í tölvuskjám síðustu misseri, bara verið hjakkað í sama farinu. Ef maður ætlar að fá einhvern draumaskjá þá kostar hann á bilinu 200 - 300 þús.
27" skjár með 1080 eða 1200 upplausn gengur ekki fyrir mig, hef prófað það. Er núna með Dell U3011 og það er ekkert hægt að horfa til baka eftir það!
Það er bara 1 galli á honum, hann er bara 60hz, væri snilld ef þeir væru komnir í 120hz.
Finnst vera kominn tími á skjái á viðráðanlegu verði sem eru 120hz og með upplausn yfir 1080 fyrir stærri skjái.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:24
af Xovius
Mikið þægilegra að fara bara í 2x24" 1920*1080. Færð meira skjápláss sem nýtist líka betur, það er að minnsta kosti mín skoðun eftir að hafa notað bæði 2560*1440 27" skjá og hinsvegar 2x24" 1920*1080
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:29
af Gilmore
Xovius skrifaði:Mikið þægilegra að fara bara í 2x24" 1920*1080. Færð meira skjápláss sem nýtist líka betur, það er að minnsta kosti mín skoðun eftir að hafa notað bæði 2560*1440 27" skjá og hinsvegar 2x24" 1920*1080
Eða 3x 24" hehe.....þá verða leikirnir flottir.
Ég er með 2x 25.5" á annari vél og mér finnst það jafnvel vera of stórt fyrir 1920x1200.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 14:37
af Xovius
Gilmore skrifaði:Xovius skrifaði:Mikið þægilegra að fara bara í 2x24" 1920*1080. Færð meira skjápláss sem nýtist líka betur, það er að minnsta kosti mín skoðun eftir að hafa notað bæði 2560*1440 27" skjá og hinsvegar 2x24" 1920*1080
Eða 3x 24" hehe.....þá verða leikirnir flottir.
Ég er með 2x 25.5" á annari vél og mér finnst það jafnvel vera of stórt fyrir 1920x1200.
Já, 3x24" er nice en þá ertu kominn aðeins of langt yfir 65þús verðþakið

Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fim 04. Apr 2013 22:21
af Templar
Fyrir vinnu er dual möst, heima og leik, single er nóg fyrir flesta. Fyrir multi heima setup myndi ég keyra 3.
Re: Hvaða 27" Skjá ?
Sent: Fös 05. Apr 2013 00:38
af Xovius
Templar skrifaði:Fyrir vinnu er dual möst, heima og leik, single er nóg fyrir flesta. Fyrir multi heima setup myndi ég keyra 3.
Það að hafa 2 heima og í leiki er algjört möst fyrir mér. Er alltaf að nota báða í einu hvort sem ég er að spila leik á einum og mynd á hinum eða bara hvað sem manni dettur í hug, skjápláss á 2560*1440 skjáum nýtist bara svo illa að mínu mati :/
Minn draumur væri náttúrulega 3x2560*1440 120hz 27" skjáir en það verður víst að bíða þar til ég vinn EuroLotto
