Síða 1 af 1

hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 04:36
af epli95
málið er að mér vantar góðan tölvuturn sem getur spilað t.d battlefield 3 black ops 2 far cry 3 í bestu gæðum hvaða tölva haldiði að sé best fyrir mig er buinn að vera að skoða þessar

http://tolvulistinn.is/product/leikjatolva-5

http://tolvutek.is/vara/gigabyte-3d-mon ... vutilbod-3

Re: hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 05:43
af darkppl
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1010 betra skjákort og betri örgjörfi, það er drasl skjákort í tölvutekstölvunni, allanvegana í leiki til að spila high eða hærra...

Re: hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 06:21
af Kristján

Re: hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 09:44
af mind
darkppl skrifaði:http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1010 betra skjákort og betri örgjörfi, það er drasl skjákort í tölvutekstölvunni, allanvegana í leiki til að spila high eða hærra...

Þetta er nú bara hrein út lygi. Höfundurinn segist vilja spila tölvuleiki og þar er intel 3570K örgjörvinn öflugri.
http://www.anandtech.com/show/6396/the-vishera-review-amd-fx8350-fx8320-fx6300-and-fx4300-tested/5

Einnig ertu að bera saman vél með og án stýrikerfis, fyrir verðmuninn má auðveldlega uppfæra skjákortið í svipað ef ekki sama kort.

Re: hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 15:40
af epli95
en fyrirutan skjákortið hvor tölvan haldiði að sé betri?

Re: hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 17:05
af mind
Engin þeirra í raun, það er verð/íhlutamunur svo ómögulegt er að ætla fullyrða, að öllu jöfnu er dýrari vélin betri.

Tölvutek vélin, öflugri týpa af örgjörva, veikasta skjákortið og vantar SSD.
Tölvulista vélin, öflugri týpa af örgjörva, miðlungs skjákort og með stýrikerfi.
Kísildals vélin, slappari örgjörvi, betra skjákort, án stýrikerfis.

Athugaðu samt að á íslandi færðu yfirleitt alltaf tölvu á sanngjörnu verði sama hvaða aðila þú verslar við, einnig eru allar þessar vélar bara hugdettur af vissri samsetningu íhluta. Þú getur auðveldlega farið í næstu tölvubúð og sagt þeim það sama og okkur og fengið sérsníðaða vél að þínum þörfum, sem að öllu jöfnu skilar þér meiru fyrir peninginn.

Til að vera enn öruggari geturðu gert það við nokkrar verslanir, þá færðu samanburð og um leið tilfinningu fyrir viðkomandi fyrirtæki.

Re: hjálp við að velja tölvuturn

Sent: Mið 03. Apr 2013 18:59
af castino
Mæli með þessari hún afgreiðir alla nýjustu leikina og mun gera vel áfram.

viewtopic.php?f=11&t=54053