Síða 1 af 1

Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 14:58
af Bragi Hólm
hún neitar að kveikja á sér. kemur alltaf bara að það þurfi að restarta henni..

Re: Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 15:04
af angelic0-
Henda í ruslið, kaupa PC :!:

Re: Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 15:33
af Bragi Hólm
já sammála því að vissu leiti enn ekki systir mín ;)

Re: Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 15:50
af KermitTheFrog
Geturu haldið inni CMD + R í ræsingu og athugað hvort hún ræsir í recovery/enduruppsetningu?

Re: Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 15:51
af beggi90
Sá þetta um daginn þar sem stýrikerfið var corruptað, þá þurfti bara að setja hana upp aftur.

Mæli með að keyra hdd test og sjá hvað kemur útúr því.

Re: Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 18:28
af Bragi Hólm
KermitTheFrog skrifaði:Geturu haldið inni CMD + R í ræsingu og athugað hvort hún ræsir í recovery/enduruppsetningu?

Gerir ekkert þó ég haldi inni.


beggi90 skrifaði:Sá þetta um daginn þar sem stýrikerfið var corruptað, þá þurfti bara að setja hana upp aftur.

Mæli með að keyra hdd test og sjá hvað kemur útúr því.

hvernig geri ég það?

Re: Hjálp með Imac

Sent: Mán 01. Apr 2013 18:55
af beggi90
Bragi Hólm skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Geturu haldið inni CMD + R í ræsingu og athugað hvort hún ræsir í recovery/enduruppsetningu?

Gerir ekkert þó ég haldi inni.


beggi90 skrifaði:Sá þetta um daginn þar sem stýrikerfið var corruptað, þá þurfti bara að setja hana upp aftur.

Mæli með að keyra hdd test og sjá hvað kemur útúr því.

hvernig geri ég það?


Létta leiðin er að finna rétta Apple Service Diagnostic disk fyrir þína vél.
Skoðar númerið undir fætinum á skjánum og finnur réttan disk útfrá því, runnar ASD testið og ef allt er ok heldur þú áfram að uppsetningu.

Ef þú þarft að taka afrit af gögnum geturðu ræst live cd/usb með linux og tekið afrit þannig. (cmd + d eða alt+d fyrir boot order ef ég man rétt)
Setur svo stýrikerfisdiskinn/usb lykilinn í og setur hana upp aftur.

Vesenis leiðin er að taka harða diskinn úr og prófa hann í annari vél, þarft litla sogskál og torx skrúfjárn í það.
Samt ekki fyrir alla að rífa þessa iMaca í sundur, mæli ekki með því ef þú ert óvanur fartölvusundurtekningum.