Síða 1 af 1
Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á Ís
Sent: Mán 25. Mar 2013 22:30
af Templar
Sælir
Set nýtt ASRock OC borð í turninn núna yfir páskana. Var að gæla við Corsair H80i sem kælingu, til á lager hjá TL amk.
Það sem ég vil er hljóðláta kælingu umfram allt, þarf ekki sérstaklega góða kælingu þar sem ég yfirklukka ekki.
Google gefur mér fullt um Corsair kittin en þau virðast hreinlega ekki vera að performa neitt mikið betur en topp viftukælingarnar né vera hljóðlátari?
Hver er reynsla ykkar og af hvaða kælingum og hverju mynduð þið mæla með þegar kemur að "SILENT PC" gaurum eins og mér?
Re: Hljólátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á Í
Sent: Mán 25. Mar 2013 22:37
af oskar9
Þetta er bara svo miiikið fallegra en þessar ofvöxnu álhrúgur sem covera allt fallega dótið á móbóinu, mikið fallegra að sjá, ef kæligetan er svipuð og hávaðinn líka þá sé ég enga ástæðu til að fara ekki í H kittin, allavegna ef menn hafa eitthvað fallegt að sýna en treysta sér ekki allveg í custom vökvakitt
IMO

Re: Hljólátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á Í
Sent: Mán 25. Mar 2013 22:39
af AciD_RaiN
Hávaðinn í Corsair kælingunum fer nú bara eftir viftunum sem þú færð þér á radiatorinn

Re: Hljólátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á Í
Sent: Mán 25. Mar 2013 23:10
af Templar
Já, það var lögð fram tillaga að nota H100i sem var mælt mjög vel með en passar því miður ekki í Zalman GS1000 kassann minn, Corsair kassarnir koma með góðum meðmælum en persónulega langar mig í Lian Li sem er 100% alu.
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7648 fann þennan en spurning hvort hann sé til á lager, maður sér ekki lagerstöðuna há Att.
Re: Hljólátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á Í
Sent: Mán 25. Mar 2013 23:11
af Templar
Já, satt er, flottara að hafa þetta hreint og vifturnar auðvitað stjórna hávaðanum, hægt að skella á þær 7v resistor t.d.
Re: Hljólátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á Í
Sent: Mán 25. Mar 2013 23:20
af Sigurður Á
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 00:36
af netscream
Passaðu þig á því að kaupa réttar viftur, þær fást bæði static pressure, og síðan High airflow. Static pressure er fyrir vatnskælingar, en high airflow er til að vifta útúr kassanum.

Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 01:23
af arons4
Sjálfur með 120x360 vatnskassa og viftustýringu, heyrist akkurat ekki neitt í viftunum þegar þær eru stilltar á um 600rpm og þær kæla töluvert mikið meira en nógu vel. Dælan er einnig nánast hljóðlaus, meira að segja á hraðari stillingunni.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 09:56
af Vaski
Afhverju að fara í vatnskælingu þar sem þú ert með 2xhávaðagjafa miðað við góða loftkælingu. Vatnskæling = vifta + pumpa = meiri hávaði en 1 x vifta á loftkælingu.
Fá sér þessa kælingu
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1780 og málið er dautt, hjóðlát pwm vifta sem mun ekki snúast meira en svona 500rpm, fer kannski uppí 800rpm þegar þú ert í leik en ekki mikið meira en það.
Örgjafar eru ornir svo orkunýttnir í dag að það er ekkert mál að kæla þá með lofti, en það gæti margborgað sig að fara í vatnskælingu á skjákort uppá hávaða, og eiginlega nauðsynlegt ef verið er að leika sér í SLI/Crossfire.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 11:52
af Templar
Takk fyrir póstin.
Mér sýnist á testum að Corsair H100 er betra en bestu loftkælarnir en Corsair H80 og niður sé bara eins og góður loftkælir í getu og ef maður vill ekki heyra mikið verður að skrúfa verulega niður í viftunni ía kælikassanum.
Það hins vegar skilur eitt eftir sig, þú losnar við 1 viftu úr kassanum og býrð til meira pláss, færir líka hitann betur úr kassanum þar sem raddinn er við op aftan á kassanum, svo það er gróði að nota vatnskælingu sem er bara jafn góð og góður loftkælir þó svo að gróðinn sé ekkert svakalur eins og Vaski bendir réttilega á er hitamyndun ekki það hroðaleg að 2 kassaviftur ná ekki að henda út hitanum á lágum snúningi frá einum loftkæli.
Hef ákveðið að fara í H80 frá Corsair, nú bara vona að pumpann í dótinu sé hljóðlaus.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 21:43
af Klemmi
Templar skrifaði:Hef ákveðið að fara í H80 frá Corsair, nú bara vona að pumpann í dótinu sé hljóðlaus.
Skil ekki alveg þetta val

Þar sem þú ert ekkert að spá í yfirklukkun að þá myndi ég frekar einmitt skoða viftulausa kælingu, eða loftkælingu með viftu sem snýst á lull-hraða.
Ég hef unnið mikið með hinar ýmsu kælingar og t.d. Xigmatek Gaia og CoolerMaster Hyper 212, þó svo ég viti að þú sért ekkert að spara, að þá undir 100% álagi með i7-3770, ef þú ert með móðurborð sem stýrir viftunni almennilega hitastigs tengt, þá fer hún bara á 700-800rpm snúning undir Prime95 í öllum helstu kössum. Það heyrist alltaf aðeins í dælunum frá Corsair H-línunni, auk þess sem kælivifturnar sem koma með fyrir forðabúrið eru ekki þekktar fyrir að vera neitt sérstaklega hljóðlátar.
Sjálfur vill ég þó að tölvur steinþegi og er því með Prolimatech Megahalem viftulausa kælingu í minni vél en tölvan er einnig að öðru leyti algjörlega viftulaus.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 23:24
af Xovius
heyrist allavegana nánast ekkert í h100 hjá mér þegar hann er í lægstu hraðastillingu (sem er alveg nóg ef þú yfirklukkar ekkert) og það með stock viftunum sem eru hræðilegar.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Þri 26. Mar 2013 23:30
af Daz
Klemmi skrifaði:Sjálfur vill ég þó að tölvur steinþegi og er því með Prolimatech Megahalem viftulausa kælingu í minni vél en tölvan er einnig að öðru leyti algjörlega viftulaus.
Líka viftulaust PSU? Hefurðu ekki áhyggjur af hörðu diskinum í vélinni?
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Mið 27. Mar 2013 00:35
af Minuz1
Daz skrifaði:Klemmi skrifaði:Sjálfur vill ég þó að tölvur steinþegi og er því með Prolimatech Megahalem viftulausa kælingu í minni vél en tölvan er einnig að öðru leyti algjörlega viftulaus.
Líka viftulaust PSU? Hefurðu ekki áhyggjur af hörðu diskinum í vélinni?
Oftast sér vifta sem dregur inn kalt loft sem kælir HDD/SDD fyrst.
PSU viftan á ekki að sjá um að kæla diska, en auðvitað hjálpar til við að lækka hitann í kassanum.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Mið 27. Mar 2013 01:28
af Klemmi
Daz skrifaði:Klemmi skrifaði:Sjálfur vill ég þó að tölvur steinþegi og er því með Prolimatech Megahalem viftulausa kælingu í minni vél en tölvan er einnig að öðru leyti algjörlega viftulaus.
Líka viftulaust PSU? Hefurðu ekki áhyggjur af hörðu diskinum í vélinni?
Yup, viftulaust powersupply, Seasonic X-Series 460W, gold certified

Fjarlægði einnig alla harða diska úr og setti í server sem er í öðru herbergi, aðeins með 1x 256GB SSD disk í vélinni, s.s. enginn hreyfanlegur partur í henni

Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Mið 27. Mar 2013 02:01
af chaplin
Klemmi skrifaði:Yup, viftulaust powersupply, Seasonic X-Series 460W, gold certified

Fjarlægði einnig alla harða diska úr og setti í server sem er í öðru herbergi, aðeins með 1x 256GB SSD disk í vélinni, s.s. enginn hreyfanlegur partur í henni

And that, is how we do it.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Mið 27. Mar 2013 02:18
af Garri
chaplin skrifaði:Klemmi skrifaði:Yup, viftulaust powersupply, Seasonic X-Series 460W, gold certified

Fjarlægði einnig alla harða diska úr og setti í server sem er í öðru herbergi, aðeins með 1x 256GB SSD disk í vélinni, s.s. enginn hreyfanlegur partur í henni

And that, is how we do it.
Hugsa að ég slái ykkur út þarna.. í montinu allavega.
Er með þokkalega skrifstofu með skrifborð sem snýr að steinsteyptum vegg sem er á milli þess herbergis og annars minna tölvuherbergis. Gerði þokkalegt gat á þennan millivegg og leiði snúrur í skjám (3 skjáir), eitthvað af USB snúrum og öðru þar á milli.
Vélin er engu að síður mjög hljóðlát, en svona heyri ég ekki múkk. Get ekki hugsað mér að fara í að hafa vél blásandi þar sem ég vinn eftir að hafa kynnst því að hafa 100% hljóðláta tölvu, en því kynntist ég fyrst árið 1986-7 þegar Amstrad kom með PC tölvur, þær voru alveg viftulausar.
Svo fékk maður sér 286 Asíu blikk (Island-computer) og þar drundi í öllu svo maður beið tjón af..
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Mið 27. Mar 2013 10:17
af Daz
Minuz1 skrifaði:Daz skrifaði:Klemmi skrifaði:Sjálfur vill ég þó að tölvur steinþegi og er því með Prolimatech Megahalem viftulausa kælingu í minni vél en tölvan er einnig að öðru leyti algjörlega viftulaus.
Líka viftulaust PSU? Hefurðu ekki áhyggjur af hörðu diskinum í vélinni?
Oftast sér vifta sem dregur inn kalt loft sem kælir HDD/SDD fyrst.
PSU viftan á ekki að sjá um að kæla diska, en auðvitað hjálpar til við að lækka hitann í kassanum.
Þetta voru reyndar tvær aðskildar áhyggjur/spurningar hjá mér, en það er svosem ekki augljóst.
Klemmi skrifaði:Yup, viftulaust powersupply, Seasonic X-Series 460W, gold certified

Fjarlægði einnig alla harða diska úr og setti í server sem er í öðru herbergi, aðeins með 1x 256GB SSD disk í vélinni, s.s. enginn hreyfanlegur partur í henni

Ah, sniðugt. Það eru einmitt þessir íhlutir sem eru passive kældir og "reikna með" að það séu aðrar viftur sem sjá um að hreyfa loftið sem geta skemmt viftulausu setupin.
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Mið 27. Mar 2013 10:33
af Templar
Virkilega flott að vera með þetta alveg viftulaust, ég sé samt ekki hvernig ég ætti að fara að því með mína specca, einnig ég vil bara kaupa allt hérna í búð, hef tíma til að leika mér með þetta á föstudaginn og laugardaginn og svo er það bara harkan sex aftur fram að sumarfrí. Líka gaman að fara í búðirna og skoða

Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Fös 29. Mar 2013 02:47
af Templar
ASRock OC Formula komið í auk Corsair H80i kælingar. Það munar um þetta og Corsair-inn er að halda load temps lægri en loftkælinginn, svo virðist sem líka að við þessa betri hitaleiðingu út úr kassanum hafi hitastig skjákortsins lækkað töluvert undir load-i svo að hitasmit loftkælingarinnar var vel mælanlegt.
Betri kæling, einni viftu færra, kaldara invols og kaldara skjákort, mæli með H80i sem klárlega valkosti vs. high end loftkælingu.
AT. Ég er ekki nota 2 viftur sem fylgja H80, bara 1 Zalman 120mm í pull
Re: Hljóðlátasta kælinginn á LGA 1155 I7 3770k, til í búð á
Sent: Fös 29. Mar 2013 02:50
af Arnarmar96
sjálfur fer ég líklegast í H100i fyrir 3570k eftir sumarið