Síða 1 af 1

Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Sun 24. Mar 2013 22:33
af Yawnk
Sælir, fékk 2TB Lacie Minimus flakkara úr Tölvutek í jólagjöf seinustu jól, og það hefur heyrst úr honum stöðugt 'suð' eins og armurinn sé stöðugt á hreyfingu, á svona sekúndufresti, stanslaust.
Get ekki ímyndað mér annað en að þetta fari illa með líftímann á disknum, hvað er til ráða?

* Hef defragmentað
* Hef disablað Indexing.
* HD Sentinel - Health 100%
* SeaTools - Stóðst allar prófanir þar 100% ( Þó þetta sé ekki Seagate diskur )
* HD Tune sýndi 100% OK í Quick check, geri long seinna.
* IOBit Disk Doctor sýndi 100%

Re: Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Sun 24. Mar 2013 22:57
af vesi
hefuru prufað að tala við tölvutek

Re: Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:16
af Yawnk
vesi skrifaði:hefuru prufað að tala við tölvutek

Nei, vil helst sleppa við það, hann virkar alveg 100% bara fyrir utan að hann er með svona suð alltaf, var að vona að einhverjir hér gætu hjálpað.

Re: Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Mán 25. Mar 2013 10:24
af lukkuláki
Ég hef aldrei í lífinu á mekanískan harðan disk sem heyrist ekki í, ég held að þú verðir bara að lifa með þessu eða tala við Tölvutek ef þú heldur að þetta sé eitthvað óeðlilegt.

Re: Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Mán 25. Mar 2013 10:46
af playman
Ég efast nú um það að þeir í tölvutek bíti þig eitthvað þó þú farir til þeirra og tjekkir á þessu.
It's better to be safe then sorry ;)

Re: Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Þri 26. Mar 2013 01:55
af Yawnk
@lukkuláki - Ekki ég heldur, en við erum að tala um á hverri einustu sekúndu, svona suð hljóð eins og hann sé að vinna, stöðugt, alltaf jafnt bil á milli, ég á tvo aðra utanáliggjandi harða diska sem eru nokkurn veginn eins og þessi, og þeir hafa aldrei látið svona.
Til dæmis lætur 500GB diskurinn í vélinni hjá mér aldrei svona.

Sendi póst á Tölvutek, fyrst allar prófanir reynast í lagi, hlýtur diskurinn að vera í lagi, en ef mér finnst þetta eitthvað óeðlilegt ætti ég að kíkja með diskinn.

Gæti þetta mögulega tengst því að ég hafi sett svo mikið á hann svo hratt? er það möguleiki?

Nenniiii bara ekki að fara að taka allt út af honum og fara með hann í viðgerð eða slíkt ](*,)

Re: Skrýtið hljóð úr 2TB Lacie Flakkara

Sent: Þri 26. Mar 2013 08:19
af vesi
Yawnk skrifaði:@lukkuláki - Ekki ég heldur, en við erum að tala um á hverri einustu sekúndu, svona suð hljóð eins og hann sé að vinna, stöðugt, alltaf jafnt bil á milli, ég á tvo aðra utanáliggjandi harða diska sem eru nokkurn veginn eins og þessi, og þeir hafa aldrei látið svona.
Til dæmis lætur 500GB diskurinn í vélinni hjá mér aldrei svona.

Sendi póst á Tölvutek, fyrst allar prófanir reynast í lagi, hlýtur diskurinn að vera í lagi, en ef mér finnst þetta eitthvað óeðlilegt ætti ég að kíkja með diskinn.

Gæti þetta mögulega tengst því að ég hafi sett svo mikið á hann svo hratt? er það möguleiki?

Nenniiii bara ekki að fara að taka allt út af honum og fara með hann í viðgerð eða slíkt ](*,)



þá er bara að sætta sig við þetta og brosa...