Síða 1 af 2

TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 21:11
af Templar
Sælir

Er með TITAN kort, mjög nýlegt, þegar ég er í t.d. Black Ops, 2550x1440 4xTXAA + allt annað í botni (max/high/on etc.) þá er einstaka sinnum eins og "blístur" sem kemur frá tölvunni, ég hélt að þetta væri PSUið en kom svo í ljós að þetta er Titan kortið. Ferlega skrýtið, aldrei vitað um svona hljóð frá skjákorti og leit á Google skilaði engu sem lýsti þessu nákvæmlega. Kortið annars svínvirkar, 100-200fps, ég á ekkert sem að virkilega reynir á kortið ennþá.

Kannast e-h við svipað eða með góðar pælingar?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 21:14
af Maniax
Coil whine yo

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 21:19
af Hnykill
Skjákortið mitt er með svona hljóð þegar það er vel yfirklukkað og í mikilli vinnslu. Kemur víst frá Ferrit choke þéttunum á kortinu.

Fyrir utan hljóðið sjálft þá er ekkert að samt.

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 21:27
af Templar
áhugavert, núna eru öll TITAN kortin eins, ekkert custom borð til enn sem er en nVidia er með lokað á slíkt eins og er svo þetta ætti að vera á öllum borðunum ef þetta er eðlilegt en samt segir G ekki neitt.

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 21:31
af kizi86
your google-fu is weak it seems.. með þvi að leita að geforce titan coil whine, kemur helling af niðurstöðum....

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 22:26
af Templar
kizi86 skrifaði:your google-fu is weak it seems.. með þvi að leita að geforce titan coil whine, kemur helling af niðurstöðum....


Já en hvað ef ég notaði ekki sama leitarorð þú, eins og t.d. "strange noise", fann nokkra með þetta sama mál undir "coil whine", takk

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 22:57
af Kristján
Já það er satt google-fu-ið þitt er greinilega ekki gott.

Googlaðu það sem hann sagði og þá sérðu hvað þetta er

Skil ekki alveg hvað þú ert að meina með neikvæðni nema þunna eigin

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:02
af Templar
Kristján skrifaði:Já það er satt google-fu-ið þitt er greinilega ekki gott.

Googlaðu það sem hann sagði og þá sérðu hvað þetta er

Skil ekki alveg hvað þú ert að meina með neikvæðni nema þunna eigin


Ég hraðlas innleggið og las það vitlaust, biðst afsökunar á því, takk fyrir að lesa og pósta strákar!

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:10
af Kristján
Skil alveg pirringinn en keyptirðu ekki kortið á netinu? Hvernig er með ábyrgð og svona? Fellur þetta hljóð ekki undir það?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:39
af Templar
Kristján skrifaði:Skil alveg pirringinn en keyptirðu ekki kortið á netinu? Hvernig er með ábyrgð og svona? Fellur þetta hljóð ekki undir það?


Jú, keypt á eBay, var margra vikna biðtíma fyrir kortinu hérlendis. Held að það sé bara RMA beint á framleiðenda en ég heyrði frá einum eVGA spjallinu og hann sagði að þetta myndi ekki gera neitt nema að pirra mann svo þetta er ekkert akkútt mál samkvæmt honum.

Var að klára session með stráknum áðan í Black Ops 2 Zombies t.d. og heyrði hljóðið aldrei svo í Civ 5 heyrði ég það :D!?

En amk. þið sem kannist við þetta hafið bilanagreint þetta og takk fyrir það!! Ég þarf ekki að aðhafast neitt nema ég nenni því, ætla því bara að sigla í páskana og taka stöðuna eftir þá.

Þangað til ætla ég að duna mér að setja nýja AZRock OC móbóið í, spurning að skella sér á Corsair H90 svona í leiðinni, gera e-h skemmtilegt?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:50
af GuðjónR
Miðað við það sem ég hef lesið og upplifað sjálfur þá virðist þétta-væl vera mun algengara í nVidia en ATI skjákortum.
Meira að segja iMac sem ég átti og var með nVidia skjástýringu lét svona sem og gamla nVidia 9800 GTX+ kortið mitt.

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:51
af worghal
Templar skrifaði:
Kristján skrifaði:Skil alveg pirringinn en keyptirðu ekki kortið á netinu? Hvernig er með ábyrgð og svona? Fellur þetta hljóð ekki undir það?


Jú, keypt á eBay, var margra vikna biðtíma fyrir kortinu hérlendis. Held að það sé bara RMA beint á framleiðenda en ég heyrði frá einum eVGA spjallinu og hann sagði að þetta myndi ekki gera neitt nema að pirra mann svo þetta er ekkert akkútt mál samkvæmt honum.

Var að klára session með stráknum áðan í Black Ops 2 Zombies t.d. og heyrði hljóðið aldrei svo í Civ 5 heyrði ég það :D!?

En amk. þið sem kannist við þetta hafið bilanagreint þetta og takk fyrir það!! Ég þarf ekki að aðhafast neitt nema ég nenni því, ætla því bara að sigla í páskana og taka stöðuna eftir þá.

Þangað til ætla ég að duna mér að setja nýja AZRock OC móbóið í, spurning að skella sér á Corsair H90 svona í leiðinni, gera e-h skemmtilegt?

farðu í corsair H100i mikið skemmtilegri kæling :D
bara spurning hvort kassinn þinn stiðji það :P

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Sun 24. Mar 2013 23:53
af Templar
worghal skrifaði:
Templar skrifaði:
Kristján skrifaði:Skil alveg pirringinn en keyptirðu ekki kortið á netinu? Hvernig er með ábyrgð og svona? Fellur þetta hljóð ekki undir það?


Jú, keypt á eBay, var margra vikna biðtíma fyrir kortinu hérlendis. Held að það sé bara RMA beint á framleiðenda en ég heyrði frá einum eVGA spjallinu og hann sagði að þetta myndi ekki gera neitt nema að pirra mann svo þetta er ekkert akkútt mál samkvæmt honum.

Var að klára session með stráknum áðan í Black Ops 2 Zombies t.d. og heyrði hljóðið aldrei svo í Civ 5 heyrði ég það :D!?

En amk. þið sem kannist við þetta hafið bilanagreint þetta og takk fyrir það!! Ég þarf ekki að aðhafast neitt nema ég nenni því, ætla því bara að sigla í páskana og taka stöðuna eftir þá.

Þangað til ætla ég að duna mér að setja nýja AZRock OC móbóið í, spurning að skella sér á Corsair H90 svona í leiðinni, gera e-h skemmtilegt?

farðu í corsair H100i mikið skemmtilegri kæling :D
bara spurning hvort kassinn þinn stiðji það :P

'
Zalman GS1000, passar þetta kit í toppinn á honum?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 00:00
af Xovius
Þarf ekki mikið pláss fyrir svona 240mm rad. Veit ekki með kassann þinn en minn(HAF-X) tók 360 rad auðveldlega án mods.
Annars er svona coil-whine víst nokkuð algengt á hinum ýmsu skjákortum. Lagast kannski ef þú skellir v-sync á?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 00:05
af worghal
Templar skrifaði:
worghal skrifaði:
Templar skrifaði:
Kristján skrifaði:Skil alveg pirringinn en keyptirðu ekki kortið á netinu? Hvernig er með ábyrgð og svona? Fellur þetta hljóð ekki undir það?


Jú, keypt á eBay, var margra vikna biðtíma fyrir kortinu hérlendis. Held að það sé bara RMA beint á framleiðenda en ég heyrði frá einum eVGA spjallinu og hann sagði að þetta myndi ekki gera neitt nema að pirra mann svo þetta er ekkert akkútt mál samkvæmt honum.

Var að klára session með stráknum áðan í Black Ops 2 Zombies t.d. og heyrði hljóðið aldrei svo í Civ 5 heyrði ég það :D!?

En amk. þið sem kannist við þetta hafið bilanagreint þetta og takk fyrir það!! Ég þarf ekki að aðhafast neitt nema ég nenni því, ætla því bara að sigla í páskana og taka stöðuna eftir þá.

Þangað til ætla ég að duna mér að setja nýja AZRock OC móbóið í, spurning að skella sér á Corsair H90 svona í leiðinni, gera e-h skemmtilegt?

farðu í corsair H100i mikið skemmtilegri kæling :D
bara spurning hvort kassinn þinn stiðji það :P

'
Zalman GS1000, passar þetta kit í toppinn á honum?

nei, það er of langt bil á milli þar sem þú setur vifturnar í.
bara fá sér alvöru kassa fyrst þú ert að fá þér alvöru hardware :D ég mæli með corsair kössunum :)

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 00:28
af Templar
Hvaða Corsiar kassi mælir þú með?

Meinar að vifturnar plús vatnskassinn séu of þykkt til að passa í topinn á kassanum, þ.e.a.s. Zalman GS1000?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 00:41
af worghal
Templar skrifaði:Hvaða Corsiar kassi mælir þú með?

Meinar að vifturnar plús vatnskassinn séu of þykkt til að passa í topinn á kassanum, þ.e.a.s. Zalman GS1000?

nei ekki þiktin, heldur bilið á milli beggja viftana.
en ef ég væri að setja saman tölvu með með dótinu þínu þá mundi ég ekki sætta mig við neitt annað en Corsair 800D :P (nema ef CaseLabs væri í myndinni)

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 00:59
af MatroX
versta er að ég efast um að þetta sé ábyrgðar mál:( ég var með msi 275gtx sem var í ábyrgð sem lét svona og það var ekkert gert. ég var svo lika með 480gtx sem var 2 mánaða gamalt sem lét svona og það var ekkert gert heldur en að vísu eftir hálft ár eða svo þá hætti það að láta svona

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 10:36
af Templar
MatroX skrifaði:versta er að ég efast um að þetta sé ábyrgðar mál:( ég var með msi 275gtx sem var í ábyrgð sem lét svona og það var ekkert gert. ég var svo lika með 480gtx sem var 2 mánaða gamalt sem lét svona og það var ekkert gert heldur en að vísu eftir hálft ár eða svo þá hætti það að láta svona


Áhugavert, já það er samt bara flott að það er ekkert "að", bara minniháttar böggur sem jafnvel ekki gerir alltaf vart við sig.

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 10:37
af Templar
worghal skrifaði:
Templar skrifaði:Hvaða Corsiar kassi mælir þú með?

Meinar að vifturnar plús vatnskassinn séu of þykkt til að passa í topinn á kassanum, þ.e.a.s. Zalman GS1000?

nei ekki þiktin, heldur bilið á milli beggja viftana.
en ef ég væri að setja saman tölvu með með dótinu þínu þá mundi ég ekki sætta mig við neitt annað en Corsair 800D :P (nema ef CaseLabs væri í myndinni)



Flottur kassi, verst að hann er ekki 100% alu, virðist virkilega "King of the hill", verð að hugsa málið :)

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 10:43
af playman
Ef að þetta eru bara þéttarnir sem að eru með þessi óhljóð, og þú færð þetta ekki viðgert út á RMA, þá gætirðu
látið skipta út þéttunum, það mun kosta eitthvað ef þú lætur gera það á verkstæði, en þú ættir
þó að losna við óhljóðin.

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 11:31
af Templar
playman skrifaði:Ef að þetta eru bara þéttarnir sem að eru með þessi óhljóð, og þú færð þetta ekki viðgert út á RMA, þá gætirðu
látið skipta út þéttunum, það mun kosta eitthvað ef þú lætur gera það á verkstæði, en þú ættir
þó að losna við óhljóðin.


Hver er að skipta þessu út hérlendis?

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 11:51
af playman
Templar skrifaði:
playman skrifaði:Ef að þetta eru bara þéttarnir sem að eru með þessi óhljóð, og þú færð þetta ekki viðgert út á RMA, þá gætirðu
látið skipta út þéttunum, það mun kosta eitthvað ef þú lætur gera það á verkstæði, en þú ættir
þó að losna við óhljóðin.


Hver er að skipta þessu út hérlendis?

Flest almenn raftækjaverkstæði.
Vertu bara viss og spurðu þá hvaða þétta þeir eru að nota, bara svona uppá það að þeir séu ekki að nota
"óníta" þétta.
hérna er fínn listi yfir óníta og góða þétta, semsagt 2 efstu stickies.
http://www.badcaps.net/forum/forumdisplay.php?f=10

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 13:33
af FreyrGauti
playman skrifaði:
Templar skrifaði:
playman skrifaði:Ef að þetta eru bara þéttarnir sem að eru með þessi óhljóð, og þú færð þetta ekki viðgert út á RMA, þá gætirðu
látið skipta út þéttunum, það mun kosta eitthvað ef þú lætur gera það á verkstæði, en þú ættir
þó að losna við óhljóðin.


Hver er að skipta þessu út hérlendis?

Flest almenn raftækjaverkstæði.
Vertu bara viss og spurðu þá hvaða þétta þeir eru að nota, bara svona uppá það að þeir séu ekki að nota
"óníta" þétta.
hérna er fínn listi yfir óníta og góða þétta, semsagt 2 efstu stickies.
http://www.badcaps.net/forum/forumdisplay.php?f=10


Svo það sé á hreinu þá fellur kortið úr ábyrgð hjá þér ef þú gerir þetta.

Re: TITAN - skrýtið hljóð

Sent: Mán 25. Mar 2013 13:41
af playman
FreyrGauti skrifaði:
playman skrifaði:
Templar skrifaði:
playman skrifaði:Ef að þetta eru bara þéttarnir sem að eru með þessi óhljóð, og þú færð þetta ekki viðgert út á RMA, þá gætirðu
látið skipta út þéttunum, það mun kosta eitthvað ef þú lætur gera það á verkstæði, en þú ættir
þó að losna við óhljóðin.


Hver er að skipta þessu út hérlendis?

Flest almenn raftækjaverkstæði.
Vertu bara viss og spurðu þá hvaða þétta þeir eru að nota, bara svona uppá það að þeir séu ekki að nota
"óníta" þétta.
hérna er fínn listi yfir óníta og góða þétta, semsagt 2 efstu stickies.
http://www.badcaps.net/forum/forumdisplay.php?f=10


Svo það sé á hreinu þá fellur kortið úr ábyrgð hjá þér ef þú gerir þetta.

Ertu viss? þó svo ef að það er gert á löglegu verkstæði, rétt eins og að hluturin sé bilaður?