Síða 1 af 1

Intel vs AMD

Sent: Fim 14. Mar 2013 18:28
af tanketom
Góðan dag vaktarar!

Nú spyr ég spurning sem hefur örugglega komið oftar við sögu í tölvuheiminum en nokkur önnur spurning.
Ég vill aðalega fá einhvern hérna til að sannafæra mig til þessa að skifta úr AMD yfir í Intel :japsmile ég er buinn að vera með AMD örgjörva síðan ég fékk mína fyrstu tölvu og hef aldrei litið við Intel
aðlega útaf því að ég er fastavanur og þeir eru ódýrir en mig langar rosalega til þess að breyta til og stökkva í Intel O:)

Er svo mikill munur á þessu að það er þess virði?
Intel sandy og Ivy - hver er munurinn?
Hvaða örgjörva myndu þið mæla með á verð bili 30 - 45þ
Hvor myndi endast mér betur?

nú er ég að hugsa fyrir tölvu sem verður notuð fyrir leiki og smá video editor


his showing you how they compare if you want a gaming cpu in most cases the fx 8350 is only 2% away from a cpu that is 75% more expensive

Re: Intel vs AMD

Sent: Fim 14. Mar 2013 20:10
af upg8
Það fer aftur að draga úr þeim muni hvað tölvuleikjaspilun varðar, segi ég og dásama minn Core i7 sem ég ætla að halda mig við næstu árin.

Ef þú ert að fara að spila tölvuleiki þá eru Sony og Microsoft bæði að skipta yfir í AMD APU þannig að flestallir leikir verða sérstaklega optimized fyrir AMD. Því er ólíklegt að það forskot sem Intel hafði muni endast eitthvað þar sem fæstir leikjaframleiðendur munu sjá hag sinn í því að gera leikina dýrari í framleiðslu ef þeir komast hjá því.