Síða 1 af 1

Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 18:41
af Stuffz
Ok væri gaman að vita hvaða skoðanir menn hafa á þessu.

Ég, besta reynslu af MSI, þeir virðast leggja ekki bara metnað í að dótið sé brill heldur að það virki líka

Versta reynsla af GIGABYTE, hef átt 2 móbo og átt í veseni með þau bæði, og þau voru líka ekkert ódýr, finnst þeir hafa meira kapp en forsjá að baki framleiðslunni, gölluð bios ullu mér m.a. gagnatapi.

önnur, man ekki eftir þeim svo sennilega verið ok en ekkert spec.

EDIT:

ftr vinn ekki hjá neinum söluaðila f/móðurborð

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 20:19
af MatroX
Ég hef haft versta reynslu af MSI og allir í kringum mig hafa eitthverneginn líka lent í veseni með þau þannig að það eru móðurborð sem ég er ekki að fara fá mér á næstunni

annars þá fór ég í gegnum nokkur x58 og fannst Gigabyte koma langbest þar út en svo fór ég í P67 og ákvað að fá mér ASUS sabertooth sem reyndist vera bílað þannig að ég fékk mér P8P67-PRO sem ég líkaði engann veginn vegna lélegrar yfirklukkunar vcore var 0.250 hærra á þessu borði en sabertoothinum fyrir sömu klukkur en sem betur fer var það bara lánsborð þannig að ég fékk mér þá Gigabyte p67-UD7 og það var svakalega gott þegar kom að yfirklukkun en vegna bios galla þá var maður alltaf að lenda í cold boot loopu ef maður fór hærra en 5.4ghz þannig að ég gafst upp á því og fékk Evga P67 FTW sem er besta borð sem ég komst í af P67 borðunum. Komst með örran í 5.7ghz á þessu borði og vcoreinn var aðeins lægri á 5ghz heldur en öllum hinum borðunum

Svo keypti ég Evga SR-2 :) sem var gott af öllu leiti fyrir utan sata controllerinn hann var sá versti sem ég hef séð og notað en borðið gott

Eftir þetta allt fór ég í x79 og ég hef aldrei átt verra borð á ævinni EVGA x79 Classified sem gerði það að verkum að ég mun aldrei á ævinni kaupa EVGA móðurborð aftur! gallarnir á þessu borði voru svo langir að ég þyrfti nokkrar síður til að geta sagt þá alla

En svo fékk ég mér ASRock z77 OC Formula sem er klárlega langbest borð sem ég ef notað. 5ghz easy 24/7 á 3770k. hægt að vatnskæla borðið frá framleiðanda þannig að ég verð að segja að ef ég væri að kaupa móður borð í dag færi ég og fengi mér ASRock eða Asus þar á eftir kemur Gigabyte

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 20:31
af oskar9
Hef notað MSI frá 2004, bæði í venjulegar tölvur og svo undir mikla yfirklukkun í mínum einkavélum, hef aldrei lent í veseni með þau og er að nota t.d vél frá 2004 með MSI borði sem torrent vél, still going strong 24/7

MSI, Asus eða Asrock fær fína dóma frá mér

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 20:36
af KermitTheFrog
MSI er alveg búið að standa sig hérna í 4-5 ár nær 24/7 með yfirklukkun meira og minna.

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 22:13
af Stuffz
Varðandi gagnatapið sem ég minntist á, þetta var fyrir 3-4 árum

Á þrjú 1tb drive sem biluðu eitt á eftir öðru og sýndu 32mb, tóks að nota þetta "capacity restore forrit einu eða tvisvar sinnum en svo ekki meir, týndi náttúrulega öllu, vissi lengi vel ekki hversvegna þetta hafði gerst sem var huge bummer, mjög alvarlegur galli og er mjög pirraður útí Gigabyte fyrir að vera að rugla svona í biosunum, ekki fyrsta skiptið heldur þetta var móbo nr2 sem ég fékk en hitt hætti að bútta eftir að ég hlóða eitthverri start mynd inní biosið í gegnum forrit frá þeim, sem breytti bmp mynd í 512kb 256lita mynd sem átti að sjást þegar maður bootaði, verst að ekki allir innlendir tölvuhlutaseljendur bjóða uppá 2 eða fleiri tegundir móðurborða, erfitt að kaupa móbo þegar bara einn möguleiki er í boði hjá eitthverjum aðila, svo maður neyðist til að fara annað :P

Virðist hafa verið vegna þess að þeir afrituðu biosin inná Host protected area á harðadrifinu sem er gallað, sjá t.d. þetta héðan af Tomshardwareguide foruminu.
Mynd

How to avoid the Gigabyte HPA problem?
http://lime-technology.com/forum/index.php?topic=5820.0
http://lime-technology.com/forum/index. ... pic=4638.0


sennilega ekki vandamál í nýrri tegundum af móðurborðum, bara er ekki að fara að taka neinn séns, búinn að tapa nógu miklu lol

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 22:22
af Tiger
Er búinn að prufa þetta allt saman og mitt atkvæði fengi AsRock.

Held ég hafi átt Evga X79 borðið sem Matrox er að tala um og það voru margar hryllingssögur um þessi borð, en mitt eintak reyndist mér vel og virkaði 100% hjá mér þannig að ég veit ekki hvort hann eigi við þetta eintak eða almennt en almennt hefur Evga ekki staðið sig vel í móðurborðum eins og þeir eru nú góðir í skjákortum.

Svona liti minn listi út. Reyndar er þetta fyrsta AsRock borðið mitt og reyndar dýrasta móðurborð sem ég hef átt, en það er flawless.

AsRock
Gigabyte
Asus
Evga
MSI

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 22:44
af MatroX
Tiger skrifaði:Er búinn að prufa þetta allt saman og mitt atkvæði fengi AsRock.

Held ég hafi átt Evga X79 borðið sem Matrox er að tala um og það voru margar hryllingssögur um þessi borð, en mitt eintak reyndist mér vel og virkaði 100% hjá mér þannig að ég veit ekki hvort hann eigi við þetta eintak eða almennt en almennt hefur Evga ekki staðið sig vel í móðurborðum eins og þeir eru nú góðir í skjákortum.

Svona liti minn listi út. Reyndar er þetta fyrsta AsRock borðið mitt og reyndar dýrasta móðurborð sem ég hef átt, en það er flawless.

AsRock
Gigabyte
Asus
Evga
MSI


ég átti nátturulega borðið sem þú áttir og mér fannst glatað að ef maður yfirklukkaði örrann aðeins þá duttu öll USB tengi út nema 2 usb 2.0 tengin frekar glatað. en annað var það ekki þar sem þeir komu með bios uppfærslu 2 dögum eftir að ég seldi það þá lagaðist allt nema þetta

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Þri 12. Mar 2013 23:07
af Tiger
MatroX skrifaði:
Tiger skrifaði:Er búinn að prufa þetta allt saman og mitt atkvæði fengi AsRock.

Held ég hafi átt Evga X79 borðið sem Matrox er að tala um og það voru margar hryllingssögur um þessi borð, en mitt eintak reyndist mér vel og virkaði 100% hjá mér þannig að ég veit ekki hvort hann eigi við þetta eintak eða almennt en almennt hefur Evga ekki staðið sig vel í móðurborðum eins og þeir eru nú góðir í skjákortum.

Svona liti minn listi út. Reyndar er þetta fyrsta AsRock borðið mitt og reyndar dýrasta móðurborð sem ég hef átt, en það er flawless.

AsRock
Gigabyte
Asus
Evga
MSI


ég átti nátturulega borðið sem þú áttir og mér fannst glatað að ef maður yfirklukkaði örrann aðeins þá duttu öll USB tengi út nema 2 usb 2.0 tengin frekar glatað. en annað var það ekki þar sem þeir komu með bios uppfærslu 2 dögum eftir að ég seldi það þá lagaðist allt nema þetta


Ég heyrði einmitt um þessi USB vandamál en fann aldrei fyrir þessu :shock: Ég var með minn CPU yfirklukkaðan frá degi eitt og nota að meðaltali 4-5 usb port all the time.

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Fim 14. Mar 2013 15:25
af Arnarmar96
er sjálfur með Asus var með overclock. og hún höndlaði það mjög vel, þegar ég fæ mér betri kælingu fer ég aftur í overclock

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Fim 14. Mar 2013 15:44
af rapport
Arnarmar96 skrifaði:er sjálfur með Asus var með overclock. og hún höndlaði það mjög vel, þegar ég fæ mér betri kælingu fer ég aftur í overclock


+1 fyrir ASUS

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Fim 14. Mar 2013 18:06
af DJOli
Ég styð Msi.
Ég styð AsRock.
Ég fyrirlít Asus.

Af öllum þeim móðurborðum sem ég hef átt þá var það Asus M2A-VM móðuborð sem sveik mig.
1. Það vildi ekki hlýða og ræsa tölvuna ef ég 'customisaði' klukkuhraðann á vinnsluminnunum. Borðið fraus bara.
2. Það vildi ekki leyfa mér að gera simple overclocks.
3. Gæðin degrade-uðu frekar hratt. Fór úr því að geta á fyrstu viku spilað GTA IV mjög smooth og fallega út í að tæpu ári seinna gat ég ekki spilað leikinn. Basically startaði honum, allt virkaði fínt, innan við tveim mínútum seinna fór leikurinn að frame-droppa eins og motherfucker og haltaði á endanum. Prufaði að strauja sirka 5 sinnum en vandamálið leystist ekki fyrr en ég skipti þessari drullu út fyrir AsRock 770DE+ sem er búið að standa sig eins og hetja.

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Fim 14. Mar 2013 18:39
af Moldvarpan
Ég mæli með AsRock.

AsRock AM3 hefur verið yfirklukkað í 4 Ghz, notabene ódýrasta AsRock AM3 borðið sem ég fann.
MSI 1156 hefur runnað smooth, ekki farið í OC á því.



MSI vörumerkið hefur skánað til muna, bilanatíðni lækkað töluvert.

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Fim 14. Mar 2013 18:50
af mercury
asrock asus gigabyte msi evga allt ágætis merki og getur án efa fengið fín borð frá þeim öllum. eitt sem ég hef vanið mig á er að lesa feedback á newegg áður en ég kaupi mér einhvað tölvutengt.

Re: Hvaða Móðurborð hafa menn besta reynslu af

Sent: Fös 15. Mar 2013 20:27
af Stuffz
DJOli skrifaði:Ég styð Msi.
Ég styð AsRock.
Ég fyrirlít Asus.

Af öllum þeim móðurborðum sem ég hef átt þá var það Asus M2A-VM móðuborð sem sveik mig.
1. Það vildi ekki hlýða og ræsa tölvuna ef ég 'customisaði' klukkuhraðann á vinnsluminnunum. Borðið fraus bara.
2. Það vildi ekki leyfa mér að gera simple overclocks.
3. Gæðin degrade-uðu frekar hratt. Fór úr því að geta á fyrstu viku spilað GTA IV mjög smooth og fallega út í að tæpu ári seinna gat ég ekki spilað leikinn. Basically startaði honum, allt virkaði fínt, innan við tveim mínútum seinna fór leikurinn að frame-droppa eins og motherfucker og haltaði á endanum. Prufaði að strauja sirka 5 sinnum en vandamálið leystist ekki fyrr en ég skipti þessari drullu út fyrir AsRock 770DE+ sem er búið að standa sig eins og hetja.



5 sinnum straujað.. púff ekki hefði ég nennt að standa í því :P

Ég held ég myndi aldrei kaupa aftur borð frá ASUS after ef þetta hefði hent mig, en líka sennilega verst að bilanagreina móðurborðin af öllum hlutunum í tölvunni.