Síða 1 af 2

Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 17:41
af Yawnk
Sælir, langar að kaupa eitthvað nýtt í vélina hjá mér, en mig vantar hugmyndir.

Núverandi vélbúnaður er :

I5 3570k @ 4.2GHz ( 212 Evo kæling )

Gigabyte Z77X-D3H móðurborð

Thermaltake 750W Modular aflgjafi

500GB HDD + 2TB utanáliggjandi USB3 flakkari

Haf 912 Plus

NZXT Sentry 2 viftustýring + 4 kassaviftur

GTX 660 skjákort

4GB DDR3 vinnsluminni

---- ---- ----- -----

Jaðarbúnaður :

BenQ G2420HDB skjár
Logitech Z623 hátalarar
Steelseries músamotta
A4Tech X-710BH mús
A4Tech A4Tech X7 G-800V lyklaborð


Ég er að leita að einhverju sem myndi gera tölvuna mína mögulega örlítið hraðari, meira vinnsluminni væri kostur, mögulega að fara upp í 8GB, en hvað er bang for buck vinnsluminnið sem ég fæ?

Margir eiga örugglega eftir að segja mér að fá mér SSD disk, en hver er í raun plúsinn við það fyrir utan start-up hraðann?

Ég er líka að spá í Mechanical lyklaborði, en hvar myndi ég fá gott svoleiðis fyrir leikina, helst með multi media tökkum og með örvatökkunum á góðu verði? ( alls ekki yfir 20 þús kr )
Razer Blackwidow, í Kísildal, er það gott lyklaborð?

Er eitthvað sem þið Vaktarar myndu vilja sjá bætt við?
Allar tillögur vel þegnar :happy

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 17:45
af AciD_RaiN
Yawnk skrifaði:Margir eiga örugglega eftir að segja mér að fá mér SSD disk, en hver er í raun plúsinn við það fyrir utan start-up hraðann?

ÖLL vinnsla sem notast við diskinn verður hraðari... Prófaðu af fara í tölvu hjá einhverjum sem þú þekkir með SSD og tékkaðu á þessu. Eftir að þú ert kominn með SSD muntu aldrei getað notað tölvur sem eru bara með HDD undir OS...

Og já minni amk 8GB...

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 18:28
af Yawnk
AciD_RaiN skrifaði:
Yawnk skrifaði:Margir eiga örugglega eftir að segja mér að fá mér SSD disk, en hver er í raun plúsinn við það fyrir utan start-up hraðann?

ÖLL vinnsla sem notast við diskinn verður hraðari... Prófaðu af fara í tölvu hjá einhverjum sem þú þekkir með SSD og tékkaðu á þessu. Eftir að þú ert kominn með SSD muntu aldrei getað notað tölvur sem eru bara með HDD undir OS...

Og já minni amk 8GB...

Já okei... En hvaða SSD diskur er góður miðað við verð?

Öll þessi merki... OCZ...Samsung...Kingston...Mushkin..Intel..Corsair, talandi um valkvíða :megasmile

Hvað vel ég, og hver er munurinn á þessum merkjum?

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 18:32
af AciD_RaiN
Yawnk skrifaði:
AciD_RaiN skrifaði:
Yawnk skrifaði:Margir eiga örugglega eftir að segja mér að fá mér SSD disk, en hver er í raun plúsinn við það fyrir utan start-up hraðann?

ÖLL vinnsla sem notast við diskinn verður hraðari... Prófaðu af fara í tölvu hjá einhverjum sem þú þekkir með SSD og tékkaðu á þessu. Eftir að þú ert kominn með SSD muntu aldrei getað notað tölvur sem eru bara með HDD undir OS...

Og já minni amk 8GB...

Já okei... En hvaða SSD diskur er góður miðað við verð?

Öll þessi merki... OCZ...Samsung...Kingston...Mushkin..Intel..Corsair, talandi um valkvíða :megasmile

Hvað vel ég, og hver er munurinn á þessum merkjum?

Hef verið með OCZ og mæli EKKI með þeim enda hefur maður líka fengið að heyra nokkuð skelfilegar hryllingssögur af þeim, Er núna með Samsung 830 256GB og hann er æðislegur. Vinur minn sem býr hérna í sama bæ er með Intel 520 disk og við vorum að bera þá saman og þeir eru að koma mjög svipaðir út. Corsair klikkar aldrei auðvitað en svo er ég að fara að kaupa mér þennann í moddið sem ég er að klára því hann er að ég held best bang for the buck http://start.is/product_info.php?products_id=3592

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 18:34
af Ratorinn
Ég veit ekki hvað þú notar tölvuna þína í en betra skjákort væri ekki slæmt ;P

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 19:02
af Yawnk
@Acid Takk fyrir svarið, ég bookmarka þennan Samsung :)
Hef mjög lítið kynnt mér SSD diska, er ekki eitthvað sem á að forðast, eins og að ekki að defragmenta þá hef ég heyrt?

@Ratorinn Heheheh, ég nota tölvuna aðallega í leikjaspilun, Mitt ástkæra GTX 660 er alveg að ná að spila flestu leikina í amk High :)
Það verður næsta uppfærsla giska ég ;)

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 19:20
af Hvati
OCZ Vector er besti SSD sem þú færð sem stendur en hann er dýr: http://tolvutek.is/vara/256gb-sata3-ocz ... ow-profile
Sjá review: http://www.anandtech.com/show/6363/ocz- ... view-256gb

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Þri 12. Mar 2013 20:32
af Yawnk
Hvati skrifaði:OCZ Vector er besti SSD sem þú færð sem stendur en hann er dýr: http://tolvutek.is/vara/256gb-sata3-ocz ... ow-profile
Sjá review: http://www.anandtech.com/show/6363/ocz- ... view-256gb

Aðeins svona langt yfir mitt budget :shock:

Budgetið væri 20k, og er þá helst að leita að 120GB!

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 18:28
af Yawnk
Einhverjar fleiri hugmyndir?

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 18:31
af worghal
betri cpu kælingu? maybe...

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 18:40
af Yawnk
worghal skrifaði:betri cpu kælingu? maybe...

Betri??? Ég var að kaupa þessa :megasmile

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 18:45
af worghal
Yawnk skrifaði:
worghal skrifaði:betri cpu kælingu? maybe...

Betri??? Ég var að kaupa þessa :megasmile

nýtt er ekki = gott :-"

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 18:48
af Yawnk
worghal skrifaði:
Yawnk skrifaði:
worghal skrifaði:betri cpu kælingu? maybe...

Betri??? Ég var að kaupa þessa :megasmile

nýtt er ekki = gott :-"

Það er ekkert að evo 212, góð budget kæling, ekki planið að eyða meira í kælingu á næstunni :happy

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 19:18
af Ratorinn
Byrjaðu bara á vinnsluminni og SSD disk ;p Kannski skjákorti líka ef þú átt pening.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 19:26
af Yawnk
Ætli maður reyni ekki að fá sér þennan SSD disk þá : http://start.is/product_info.php?products_id=3592

Samsung 840 Series 120GB - Eru allir sammála um að hann ætti að verða fyrir valinu??

*Er þetta ekki bara nokkurn veginn eins og HDD :shock: þarf ég að gera eitthvað öðruvísi?
Myndi setja fresh install af Windows 7.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 19:42
af Moldvarpan
Ju taktu intel eða samsung disk, lang besta uppfærslan sem þú getur fengið fyrir peninginn.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 13. Mar 2013 21:09
af mercury
miðað við að samsung framleiðir alla hlutina í diskana sína sjálfir þá eru þeir sennilega málið í dag. annars er þetta allt spurning um budget.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 20. Mar 2013 22:54
af Yawnk
Eftir miklar og erfiðar vangaveltur um hvort ég ætti að kaupa SSD, hef ég ákveðið að versla hann ekki, hef ekki áhuga á að kaupa svona lítinn disk fyrir svona mikinn pening.

En þó, hef ég enn áhuga á að versla nýtt / notað vinnsluminni.

Ég er að nota G.Skill 2x2 1333MHz DDR3 vinnsluminni úr Kísildal, sé það ekki lengur á síðunni hjá þeim, en það var það allra ódýrasta 2x2GB sem ég fann.

4GB finnst mér vera eiginlega allt of lítið, það þarf ekki meira en að minimiza 'semi-kröfuharðan' leik og þá fer minnisnotkunin upp í allt að 60% +- og gerir tölvuna of hæga, get varla haft neitt í gangi.

Hverju mælið þið með?

Hugmyndin er að kaupa notað ( eða nýtt? ) 2x4GB 1333MHZ DDR3, líklegast hér á Vaktinni. ( Er ekki annars lífstíðarábyrgð á vinnsluminni, ef það er ekki OC'að?)

Hvaða tegund er 'best' í vinnsluminnisbransanum? Corsair?

Fyrirfram þakkir

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 20. Mar 2013 23:02
af Gúrú
Eeeer þetta grín? Þú þarft vissulega á 4GB af vinnsluminni í viðbót á að halda, en að segja þetta um SSD diska?

Yawnk skrifaði:hef ekki áhuga á að kaupa svona lítinn disk fyrir svona mikinn pening.


"Hef ekki áhuga á að kaupa svona lítinn bíl fyrir svona mikinn pening, veit einhver hvar ég get keypt Unimog?"

Það fer enginn aftur úr SSD í HDD og það er af góðri ástæðu.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 20. Mar 2013 23:13
af Yawnk
Gúrú skrifaði:Eeeer þetta grín? Þú þarft vissulega á 4GB af vinnsluminni í viðbót á að halda, en að segja þetta um SSD diska?

Yawnk skrifaði:hef ekki áhuga á að kaupa svona lítinn disk fyrir svona mikinn pening.


"Hef ekki áhuga á að kaupa svona lítinn bíl fyrir svona mikinn pening, veit einhver hvar ég get keypt Unimog?"

Það fer enginn aftur úr SSD í HDD og það er af góðri ástæðu.

Einhvernveginn vissi ég að þú myndir commenta :happy

Neinei, ekkert grín, en ég er ekki með neina einustu vinnu, er ekki með neina peningainnkomu whatsoever, þannig að ég tími engan veginn að kaupa 120GB SSD disk fyrir nærrumþví 20 þús kall, frekar geymi ég peninginn, er það eitthvað vandamál?

Myndi nú frekar fá mér Unimog heldur en Yaris ;)

Svo er líka bara betri að ég kynnist ekkert SSD diskum strax, því ef ég geri það, þá vil ég líklegast ekki fara aftur til baka eins og allir segja ;p

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Mið 20. Mar 2013 23:36
af Gúrú
Það breytir myndinni aðeins. Hélt bara að peningar væru ekki það mikil fyrirstaða m.v. það að þú varst til í að kaupa 20.000 króna mechanical lyklaborð. :)

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Fim 21. Mar 2013 07:15
af Yawnk
Gúrú skrifaði:Það breytir myndinni aðeins. Hélt bara að peningar væru ekki það mikil fyrirstaða m.v. það að þú varst til í að kaupa 20.000 króna mechanical lyklaborð. :)

Það var bara smá hugmynd :) Gæti samt ekki sagt að mig langaði ekki í alla þessa hluti! :megasmile
Ég á það til í að kaupa hluti án þess að hugsa, get verið aðeins of fljótfær.

En, þú ert nú tölvufróður einstaklingur, hvaða vinnsluminni mæliru með? :happy

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Fim 21. Mar 2013 07:37
af xate
Ég myndi samt persónulega kaupa mér SSD fyrir þennan pening, og 120gb ætti nú að vera feikinóg fyrir þig þar sem þú ert með 2,5TB annars bæði í tölvunni og utanáliggjandi. No joke besta uppfærsla sem þú getur ehtíman fengið fyrir 20þús og það mun sýna sig betur en þessi auka 4GB í vinnsluminni þó þau séu að vísu mun ódýrari.

Ætti að vera nóg að afrita alla leiki af steam etc. og svo setja upp fresh W7 á SSDin ásamt helstu forritum og öðru, leikirnir og annað eins sem tekur mikið pláss getur svo verið á 500GB disknum sem er í tölvunni.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Fim 21. Mar 2013 08:52
af Eiiki
Þessi kæling er alveg nógu góð..
En annars er það sem flestir benda á það sem ég myndi gera. Fá mér SSD í 1. lagi. Svo í 2. lagi fá mér 8GB minni.
Persónulega trúi ég því að Intel séu alltaf bestir í SSD bransanum en það þarf ekki að vera rétt hjá mér. Veit bara að diskarnir þeirra eru mjög stöðugir og slá ekki feilpúst.

Re: Hverju gæti ég bætt við í tölvuna?

Sent: Fim 21. Mar 2013 09:24
af Yawnk
Þið eruð alveg agalegir, nú langar mig aftur í SSD, kannski verður maður að hugsa þetta aðeins betur.

Ein af ástæðunum afhverju ég er ekki mjög hrifinn af því að kaupa SSD er að ég hef aldrei séð svoleiðis disk í action, enginn af félögum mínum á svona disk sem ég gæti séð hjá.