Síða 1 af 1

annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 19:35
af Luckyshot
300þ budget, er viss um að einhverjir hérna sem vita sitt geta hjálpað þeim hjálparlausu :sleezyjoe

Tölvan er hugsuð fyrir high-end tölvuleiki t.d ARMA2-3, crysis og valmöguleikan á því að reka marga clienta í einu, t.d 3 eve online clientar, browser, tónlist , teamspeak , fraps, VLC með high def mynd í gangi osfv..

Þeta er semsagt 300.000kr bara í tölvuna og 100.000kr+ í Skjá, lyklaborð,headset, audio, mús og fleira. Ef þið vitið um góðan stól eða borð væri líka vel séð ef þig gætuð bent mér í rétta átt =) Takk fyrir

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 20:07
af playman
Ég mæli með þessu setupi, þessi vél hefur verið að éta alla leiki sem ég hef spilað.

Mushkin 16GB DDR3 1333MHz (2x8GB) SL.Stiletto vinnsluminni CL9 14.900,-
Intel Core i5-3570K Quad Core örgjörvi, Retail 41.900,-
Thermaltake SpinQ VT örgjörvakæling AMD / Intel 11.900 kr
Thermaltake Armor Revo ATX turnkassi, svartur 34.900,-
240GB SATA3 Mushkin SSD 2.5'' Chronos 36.900,-
Gigabyte S1155 H77-DS3H móðurborð 19.900 kr
Gigabyte HD7970OC PCI-E3.0 skjákort 3GB GDDR5 74.900,-
BenQ GW2450HM 24'' VA LED FULL HD 16:9 skjár, svartur 44.900,-
Samtals 280.200,- (ATH. þetta eru verð síðan í águst)

Spurning hvort að þu myndir ekki taka i7 3770k í staðin fyrir i5 3570k
http://tolvutek.is/vara/intel-core-i7-3 ... rvi-retail

Getur séð hana hérna.
viewtopic.php?f=57&t=50524&hilit=+komin

Og hérna er umræðan sem skapaðist um kaupin og afhverju ég valdi þessa tilteknu hluti í vélina.
viewtopic.php?f=29&t=49994&hilit=+fyrsta

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 21:19
af Klemmi
Vélin sem Playman bendir á er ágæt að mestu leyti en ég myndi sjálfur breyta nokkrum hlutum.

Velur annað hvort i5-3570 eða skiptir um móðurborð. Það er engin ástæða til að taka K útgáfuna ef þú ætlar í móðurborð með H77 kubbasetti og ætlar að nota annað skjákort en innbyggðu skjástýringuna (i5-3570 er með HD2500, i5-3570K er með HD4000), þar sem það býður ekki upp á yfirklukkun.

Persónulega er ég ekki hrifinn af kassanum né örgjörvakælingunni. Ekki slæm kæling, en kostar einfaldlega of mikið m.v. afköst.

nVidia blætið í mér bendir svo á GTX670 fyrir (í flestum tilfellum) minni pening. Meiri raw kraftur í HD7970 en misjafnt eftir leikjum hvort kortið kemur betur út.

Að lokum er ég ekki hrifinn af Mushkin SSD diskum, myndi skoða aðra möguleika.

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 22:25
af Luckyshot
SSD: 256GB Samsung SSD 840 Pro = 54.750
Minni: Corsair 1600MHz 32GB (4x8GB) Vengeance svart = 37.950
Örgjörvi: Intel Core i7 3770 3.4GHz = 47.750
Skjákort Powercolor Radeon HD 7970 3GB = 64.000
=203~
300.000 bara í turnin, skjár og annað ekki tekið með

Þetta er það sem ég kom upp með eftir smá google grandskoðanir, samkvæmt þessu hverju mynduð þið bæta við eða breyta?

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 23:12
af Xovius
Bara svona nokkur tips.
Ég færi í 240gb SSD lágmark því þetta er svo fljótt að fyllast (þrátt fyrir að ég geymi nánast allt á HDD geymsludiskunum)
Þarft sennilega aldrei meira en 16GB af ram (og slyppir með 8)
Settu púðrið í skjákortið fyrst þetta á að vera í high-end leiki :P 2xEVGA 670FTW 4gb væri minn draumur en það fer nú svosem líka bara eftir fólki.
Þó þú fáir oftast meira raw power úr AMD skjákortum per krónu í dag þá skiptir physx chipið og ýmislegt hjá Nvidia líka máli í leikjunum.

Ætlarðu að pæla eitthvað í lúkkinu á þessu? viltu hafa fínann kassa með gluggahlið og svona?

Henti saman smá röff hugmynd (allt hjá att.is því mér finnst síðan þeirra svo þægileg :D)
Mynd

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 23:17
af Olli
Af hverju myndi maður taka 1333MHz minni í svona dýra vél?

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Mán 04. Mar 2013 23:38
af beatmaster

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Þri 05. Mar 2013 20:13
af Luckyshot
Xovius skrifaði:Bara svona nokkur tips.
Ég færi í 240gb SSD lágmark því þetta er svo fljótt að fyllast (þrátt fyrir að ég geymi nánast allt á HDD geymsludiskunum)
Þarft sennilega aldrei meira en 16GB af ram (og slyppir með 8)
Settu púðrið í skjákortið fyrst þetta á að vera í high-end leiki :P 2xEVGA 670FTW 4gb væri minn draumur en það fer nú svosem líka bara eftir fólki.
Þó þú fáir oftast meira raw power úr AMD skjákortum per krónu í dag þá skiptir physx chipið og ýmislegt hjá Nvidia líka máli í leikjunum.

Ætlarðu að pæla eitthvað í lúkkinu á þessu? viltu hafa fínann kassa með gluggahlið og svona?

Henti saman smá röff hugmynd (allt hjá att.is því mér finnst síðan þeirra svo þægileg :D)
Mynd


Spurning með aflgjafann, er 1050w ekki örítið overkill? ( Pæling að minka afgjafann og fara í Geforce GTX 680 2048MB DDR5 í staðinn fyrir 670)

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Þri 05. Mar 2013 21:41
af toybonzi
Þú vilt vera með aflgjafa sem að annar þörfinni og vel það. Ekkert jafn leiðinlegt að standa uppi með vél sem tekur allt í einu upp á því að drepa á sér með reglulegu millibili vegna þess að hún fær ekki nægann djús :)

Re: annar hjálp við að setja saman tölvu þráður. 300þ

Sent: Þri 05. Mar 2013 21:58
af Xovius
Þessi aflgjafi er massíft overkill (er sjálfur með 850w fyrir 7970oc og 3930kOC) en það er ekkert svakalega mikill verðmunur og það er fínt að hafa svoldið headroom (svona ef þú vilt bæta við öðru skjákorti í SLI seinna eins og ég myndi gera :D)

Annars held ég að það borgi sig varla að fara í 680 úr 670.