Síða 1 af 1

Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 00:54
af IL2
Ég er með Panasonic TX-L42E5Y og tekst ekki að fá mynd í gegnum HDMI. Það er ekkert mál í gegnum VGA og tölvan sér sjónvarpið í HDMI. Það bara kemur ekki mynd. Er með skjá við tölvuna sem er 1 og 2 kemur upp sem Panasonic TV.

Öruglega bara eitthvað stillingaratriði hjá mér.

Skjákortið er Nvidia 8400GS. Kemur reyndar upp að sjónvarpið sé ekki HDCP sem gæti verið kapalinn, eða hvað?

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 01:00
af svanur08
Er þetta þá DVI úr skjákortinu yfir í HDMI í tv?

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 01:29
af IL2
Já, reyndar í gegnum DVI/HDMI adapter.

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 04:08
af svanur08
Gæti verið kapallinn prufaðu annan kapal til að byrja með.

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 10:57
af KermitTheFrog
Ertu nokkuð að senda of háa upplausn í sjónvarpið? Er það 1080p, 720p eða jafnvel lægra?

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 17:15
af IL2
Talaði við þá upp í Sjónvarpsmiðstöð og þetta er þekkt vandamál við Panasonic þegar maður notar breytistykki. Það er ekkert vandamál með sjónvarpsflakkarann og bæði snúran og breytistykkið virka fínt við tölvuskjáinn.

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 17:20
af svanur08
Er þetta nokkuð DVI kapall? :D, getur verið að kortið sé ekki með HDCP stuðning? Þetta er svo gamalt kort.

Re: Tengja PC við TV vandræði.

Sent: Mán 04. Mar 2013 18:54
af IL2
Skiptir það máli? Var að reyna að fá einhvern botn í þetta, ætti ég ekki að fá mynd samt, sem sagt BIOS og uphafssíðu á Win7 en ekki að geta spilað myndir.