Síða 1 af 3

Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 18:09
af appel
Hvað kostar í rafmagnskostnaði að hafa tölvu í gangi allan sólarhringinn per mánuð?

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 18:18
af hfwf
EKki hugmynd en það er minna en að kveikja og slökkva á henni nokkru sinnum á dag. Það fer einnig betur með innviðiið.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 18:29
af tdog
Hvað dregur hún mikinn straum? (($straumur*230*31557600)/12)/1000 = kWh/mán

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 18:58
af IL2
Bara tölvan?

Það er munur hjá mér hvort skjárinn er í gangi líka eða ekki.
Fjöltengi með ljósi?
Router?
Hátalarar?
Þráðlaus mús?

Svaraðu mér nánar og ég skal mæla þetta hjá mér.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:04
af g0tlife
Þetta er góð spurning, núna er ég líka forvitinn. Vonandi veit einhver svarið því ég er oft með bara tölvuna mína í gangi nokkuð lengi

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:06
af arons4
500W aflgjafi sem er með 80% nýtni notar 15 kwh(Kílówattstundir) á sólahring ef aflgjafinn er í 100% keyrslu allann tímann(aflgjafar eru það yfirleitt ekki, flestir kaupa töluvert aflmeiri aflgjafa en þeir þurfa). Þegar tölvur er idle nota þær hinsvegar mjög lítið rafmagn.

500W / 0.8(80% nýtni) = 625W sem hann dregur úr veggnum. 625 / 1000 = 0,625 kílówött. 0,625 * 24tímar = 15 kwh.
Miðað við 13.22kr / kwh eru það tæpar 200kr á dag miðað við að aflgjafinn sé í 100% keyrslu.

http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/

hfwf skrifaði:EKki hugmynd en það er minna en að kveikja og slökkva á henni nokkru sinnum á dag. Það fer einnig betur með innviðiið.

Stórefa það.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:24
af tdog
arons4 skrifaði:500W aflgjafi sem er með 80% nýtni notar 15 kwh(Kílówattstundir) á sólahring ef aflgjafinn er í 100% keyrslu allann tímann(aflgjafar eru það yfirleitt ekki, flestir kaupa töluvert aflmeiri aflgjafa en þeir þurfa). Þegar tölvur er idle nota þær hinsvegar mjög lítið rafmagn.

500W / 0.8(80% nýtni) = 625W sem hann dregur úr veggnum. 625 / 1000 = 0,625 kílówött. 0,625 * 24tímar = 15 kwh.
Miðað við 13.22kr / kwh eru það tæpar 200kr á dag miðað við að aflgjafinn sé í 100% keyrslu.

http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/


Þú ert að gera þetta vitlaust ... Ef að tæki er gefið upp 500W þá dregur það 500W, það skilar hinsvegar ekki 500W út, m.v 80% nýtni þá skilar téður aflgjafi 400W frá sér.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:27
af Xovius
arons4 skrifaði:500W aflgjafi sem er með 80% nýtni notar 15 kwh(Kílówattstundir) á sólahring ef aflgjafinn er í 100% keyrslu allann tímann(aflgjafar eru það yfirleitt ekki, flestir kaupa töluvert aflmeiri aflgjafa en þeir þurfa). Þegar tölvur er idle nota þær hinsvegar mjög lítið rafmagn.

500W / 0.8(80% nýtni) = 625W sem hann dregur úr veggnum. 625 / 1000 = 0,625 kílówött. 0,625 * 24tímar = 15 kwh.
Miðað við 13.22kr / kwh eru það tæpar 200kr á dag miðað við að aflgjafinn sé í 100% keyrslu.

http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/

hfwf skrifaði:EKki hugmynd en það er minna en að kveikja og slökkva á henni nokkru sinnum á dag. Það fer einnig betur með innviðiið.

Stórefa það.


Nú það er svona lítið :P Þá þarf maður ekkert að vera að skammast sín fyrir að hafa hana alltaf í gangi :D

@hfwf fer kannski betur með innviðið en það tæki aldrei meira rafmagn :D

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:30
af arons4
tdog skrifaði:
arons4 skrifaði:500W aflgjafi sem er með 80% nýtni notar 15 kwh(Kílówattstundir) á sólahring ef aflgjafinn er í 100% keyrslu allann tímann(aflgjafar eru það yfirleitt ekki, flestir kaupa töluvert aflmeiri aflgjafa en þeir þurfa). Þegar tölvur er idle nota þær hinsvegar mjög lítið rafmagn.

500W / 0.8(80% nýtni) = 625W sem hann dregur úr veggnum. 625 / 1000 = 0,625 kílówött. 0,625 * 24tímar = 15 kwh.
Miðað við 13.22kr / kwh eru það tæpar 200kr á dag miðað við að aflgjafinn sé í 100% keyrslu.

http://www.or.is/Heimili/Rafmagn/Verdskra/


Þú ert að gera þetta vitlaust ... Ef að tæki er gefið upp 500W þá dregur það 500W, það skilar hinsvegar ekki 500W út, m.v 80% nýtni þá skilar téður aflgjafi 400W frá sér.

Tölvuaflgjafar eru gefnir upp í notkun sem kemur út af þeim. Annars væru þeir gagnslausir því ekki allir atx aflgjafar gefa upp nýtnina(þó minnir mig að 70% sé lágmark fyrir atx aflgjafa) og því væri ómögulegt að finna út hvort aflgjafinn sé nógu öflugur fyrir kerfið sem þú þarft.
Miðinn á atx aflgjöfum segja hversu mikið afl/straum er hægt að taka á hverju raili(12v, 5v, 3,3v) og svo er það lagt saman og þá er heildar hámarksafl aflgjafans komið.
Mynd

EDIT: Semsagt það sem ég meina er að aflgjafar, í heildina, væru gagnslausir fyrir notendann ef hann kann ekki að finna/veit ekki hversu mikið afl er hægt að taka út af honum.
EDIT 2: "The efficiency of a computer power supply is its output power divided by its input power. The remaining power is converted into heat. For instance, a 600-watt power supply with 60% efficiency running at full load would draw 1000 W from the mains and would therefore waste 400 W as heat. On the other hand a 600-watt power supply with 80% efficiency running at full load would draw 750 W from the mains and would therefore waste only 150 W as heat."
Tekið af http://en.wikipedia.org/wiki/80_Plus#Technical_overview

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:33
af hrabbi
70 þús á ári...

gæti verið sniðugt að kaupa svona aflmælis-millistykki - hægt að stimpla inn orkuverðið og sjá kostnaðinn svart á hvítu.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 19:34
af arons4
hrabbi skrifaði:70 þús á ári...

gæti verið sniðugt að kaupa svona aflmælis-millistykki - hægt að stimpla inn orkuverðið og sjá kostnaðinn svart á hvítu.

Já en það er miðað við 100% keyrslu á aflgjafanum, kemst mjög sjandan nálægt því nema þú sért að folda eða annað álíka.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:26
af urban
hrabbi skrifaði:70 þús á ári...

gæti verið sniðugt að kaupa svona aflmælis-millistykki - hægt að stimpla inn orkuverðið og sjá kostnaðinn svart á hvítu.


það er kveikt á tölvunni minni nálægt því 24/7 allt árið.

Rafmagnsreikningar hjá mér ná ekki 70 þús allt árið.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:30
af arons4
urban skrifaði:
hrabbi skrifaði:70 þús á ári...

gæti verið sniðugt að kaupa svona aflmælis-millistykki - hægt að stimpla inn orkuverðið og sjá kostnaðinn svart á hvítu.


það er kveikt á tölvunni minni nálægt því 24/7 allt árið.

Rafmagnsreikningar hjá mér ná ekki 70 þús allt árið.

Þessir útreikningar nátla miðast við 500W 80Plus aflgjafa keyrandi á 100% keyrslu allan tímann(það er 100% keyrsla á aflgjafanum sjálfum, ekki CPU eða GPU eða annað).

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:33
af Klaufi
arons4 skrifaði:Þessir útreikningar nátla miðast við 500W 80Plus aflgjafa keyrandi á 100% keyrslu allan tímann(það er 100% keyrsla á aflgjafanum sjálfum, ekki CPU eða GPU eða annað).


Tölva að keyra "idle" ætti ekki að vera að slátra yfir 100w..

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:34
af urban
arons4 skrifaði:
urban skrifaði:
hrabbi skrifaði:70 þús á ári...

gæti verið sniðugt að kaupa svona aflmælis-millistykki - hægt að stimpla inn orkuverðið og sjá kostnaðinn svart á hvítu.


það er kveikt á tölvunni minni nálægt því 24/7 allt árið.

Rafmagnsreikningar hjá mér ná ekki 70 þús allt árið.

Þessir útreikningar nátla miðast við 500W 80Plus aflgjafa keyrandi á 100% keyrslu allan tímann(það er 100% keyrsla á aflgjafanum sjálfum, ekki CPU eða GPU eða annað).


Aron ég er læs :)

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:36
af arons4
Klaufi skrifaði:
arons4 skrifaði:Þessir útreikningar nátla miðast við 500W 80Plus aflgjafa keyrandi á 100% keyrslu allan tímann(það er 100% keyrsla á aflgjafanum sjálfum, ekki CPU eða GPU eða annað).


Tölva að keyra "idle" ætti ekki að vera að slátra yfir 100w..

SLI eða crossfire vélar myndu örugglega taka eitthvað meira en það en þessar týpísku vélar taka örugglega ekki svo mikið í idle.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:38
af Klaufi
arons4 skrifaði:SLI eða crossfire vélar myndu örugglega taka eitthvað meira en það en þessar týpísku vélar taka örugglega ekki svo mikið í idle.


Auka 12-20W breyta nú ekki svo miklu..

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:49
af GuðjónR
Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 20:56
af appel
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Loksins, svar :)

Takk takk. Þá er það nú ekkert SVO mikill peningur... en samt, gæti verið 3-400 kall ef maður slökkti á henni alltaf.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 21:25
af GuðjónR
appel skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Loksins, svar :)

Takk takk. Þá er það nú ekkert SVO mikill peningur... en samt, gæti verið 3-400 kall ef maður slökkti á henni alltaf.


Það er ágætt að vera meðvitaður í hvað orkan fer, ég keypti mér orkumæli í Íhlutum fyrir mörgum árum síðan.
Þegar ég skaut á 800 kr. þá hugsaði ég það þannig að kannski væri meðtaltalseyðslan á tölvunni/skjánum 80W á klst. það x 24 x 30 x 13.5 kr gera í kringum 800 kr.
Það sem kom mér mest á óvart þegar ég var að mæla alla skapaða hluti var hversu mörg tæki eyða rafmagni þegar það er slökkt eða þau í sleep mode. T.d. gamalt túbutæki sem ég á eyðir svona 60-80W þegar það er kveikt á því en ef ég slekk með fjarstýringu þá eyðir það 20W sem þýðir 2400. kr. á ári miðað við að það væri slökkt á því allt árið með fjarstýringu.

Mynd

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 21:40
af hrabbi
Eg var einmitt að benda á að 70 þús Er alveg út í hött tala. Nær því að vera heildarupphæð rafmagnsreikningsins en kostnaðurinn við tölvuna.
Það er hægt að fá hræódýran svona mæli í Elko. Hvað kostaði þessi í Ihlutum?

Væri til í að fá lausn frá ReMake Electric. Var gaman að sjá fyrirlestur frá þeim þar sem vefviðmótið þeirra sýndi greinilega hvenær unglingurinn á heimilinu fór að sofa (slökkti á leikjavélinni) og þegar ísskápurinn poppaði allt í einu í gang um miðja nótt með tilheyrandi toppi o.s.frv.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 21:41
af odinnn
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Myndi segja að 800kr á mánuði væri of lítið fyrir að hafa tölvu í gangi 24/7. Miðað við verðið á á kWh sem arons4 gaf upp þá reiknast það í um það bil 85W álag út úr innstungu. Ef við gefum okkur það síðan að aflgjafinn hafi 80% nýtni þá er tölvubúnaðurinn að draga 67W sem er minna en margir örgjörvar eru að taka í dag.

Tók og notaði PSU reiknivél til að reikna út notkunina á vélinni minni og fékk út 228W. Sjálfur er ég með 80plus Gold PSU sem þýðir 90% nýtni. Eftir að hafa farið í gegnum reikningana þá endaði þetta í 2400kr fyrir 30 daga mánuð.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 21:50
af ZiRiuS
Ég er með 1000W aflgjafa sem keyrir allan sólahringinn, bý í ca 73fm íbúð með helsta sem fylgir því stússi (ljós, ísskáp, þvottavél, uppþvottavél, sjónvörp, etc) og rafmagnsreikningurinn er um 5000kr hjá mér.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 22:03
af GuðjónR
odinnn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Myndi segja að 800kr á mánuði væri of lítið fyrir að hafa tölvu í gangi 24/7. Miðað við verðið á á kWh sem arons4 gaf upp þá reiknast það í um það bil 85W álag út úr innstungu. Ef við gefum okkur það síðan að aflgjafinn hafi 80% nýtni þá er tölvubúnaðurinn að draga 67W sem er minna en margir örgjörvar eru að taka í dag.

Tók og notaði PSU reiknivél til að reikna út notkunina á vélinni minni og fékk út 228W. Sjálfur er ég með 80plus Gold PSU sem þýðir 90% nýtni. Eftir að hafa farið í gegnum reikningana þá endaði þetta í 2400kr fyrir 30 daga mánuð.


Skiptir engu máli hvort aflgjafinn sé 500W eða 5000W ef tölvan er idle þá ertu ekki að nota nema brot af því sem aflgjafinn ræður við.
1000W aflgjafi er ekkert að eyða 1000W ef tölvan er í sleep/idle. 85W kann að vera lágt mat hjá mér, gruna samt að það sé ekkert langt frá lagi.

Re: Hvað kostar að hafa tölvu í gangi 24/7?

Sent: Lau 02. Mar 2013 22:10
af urban
odinnn skrifaði:
GuðjónR skrifaði:Ég myndi skjóta á 800 kr. á mánuði.

Myndi segja að 800kr á mánuði væri of lítið fyrir að hafa tölvu í gangi 24/7. Miðað við verðið á á kWh sem arons4 gaf upp þá reiknast það í um það bil 85W álag út úr innstungu. Ef við gefum okkur það síðan að aflgjafinn hafi 80% nýtni þá er tölvubúnaðurinn að draga 67W sem er minna en margir örgjörvar eru að taka í dag.

Tók og notaði PSU reiknivél til að reikna út notkunina á vélinni minni og fékk út 228W. Sjálfur er ég með 80plus Gold PSU sem þýðir 90% nýtni. Eftir að hafa farið í gegnum reikningana þá endaði þetta í 2400kr fyrir 30 daga mánuð.


Er vélin í 100% keyrslu hjá þér allan sólarhringinn ?