Síða 1 af 1

Vandamál með myndbönd á netinu og VLC

Sent: Fös 01. Mar 2013 01:34
af Sveinn
Sælir vaktarar,

Heyrðu ég er búinn að eiga við smá vandamál í dálítinn tíma og ákvað að skella þessu bara hér inn og sjá hvort ég fái e-r svör.

1. Fyrsta vandamálið er að stundum þegar ég opna myndbönd á netinu þá spilast myndbandið en heyrist ekkert hljóð.
2. Annað vandamálið er að stundum þegar ég opna VLC (t.d. þætti) þá spilast þátturinn en ekkert hljóð.

Núna nýlega fór ég að taka eftir því að ég virðist í flestum tilfellum bara geta verið að gera annað í einu - þ.e., núna er ég að horfa á þátt í VLC, og til þess að fá (hugsanlegt) hljóð á myndbandi via internet, þarf ég að slökkva á þættinum. Sama gildir með VLC, til þess að fá hljóð í VLC þarf ég að slökkva á net vafranum (Chrome), fara í VLC, og svo aftur inn á vafrann (þá kemur samt svona skrjáf í hljóðið í VLC).

Hafiði e-rja hugmynd um hvað þetta er ?

Re: Vandamál með myndbönd á netinu og VLC

Sent: Sun 03. Mar 2013 16:51
af Sveinn
Dáldið fyndið .. daginn sem ég postaði þessum þræði, þá lagaðist vandamálið ósjálfrátt, og þetta er búið að vera svona í fleiri fleiri mánuði haha